Menningarstríð héraðsdómara og Sjálfstæðismanns Kári Gautason skrifar 9. ágúst 2021 08:00 Síðustu misseri hefur farið meira og meira fyrir innflutningi á vegum ákveðinna hægri manna. Nú er ekki um innflutning á vörum að ræða heldur á bandarísku menningarstríðunum svokölluðu sem flutt eru inn til heimabrúks. Það er gert með því að heimfæra erlendan ágreining upp á íslenskar aðstæður – með misgóðum árangri. Gott dæmi um slíkan innflutning er grein sem birtist um helgina eftir Arnar Þór Jónsson, héraðsdómara og frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins , um hættuna sem steðjar að lýðræðinu vegna sóttvarnarráðstafana. Viskuseyður af vefnum Engu líkara er en að höfundurinn hafi gleypt heila youtube rás sem vellur nú fram í greinarformi. Höfundurinn er stjórnmálamaður og dómari í ofanálag og því þarf að taka þessi skrif alvarlega. Milli línanna má lesa enduróm af málflutningi hins furðulega samtínings snákaolíusölumanna og æsingamanna sem kennir sig við „Intellectual Dark Web“ – eða IDW. Þessi söfnuður hefur bruggað seyð með málflutningi sínum mánuðum saman sem dómarinn ber svo á borð fyrir lesendur Morgunblaðsins. Í forrétt er það borið fram að aðgerðirnar til að hefta covid séu verri en sjúkdómurinn sjálfur. Í aðalrétt er hættulegt ástand þar sem alræði er í nánd og í eftirrétt er hrun samfélagssins . Hægt væri að tína til staðreyndavillur í greininni. Það er t.d. rangt að grímur hafi lítil áhrif á smitbærni samkvæmt bestu fáanlegu þekkingu. Tölfræðin um hlutfall þeirra sem lifa af covid er áhugaverð en er sett fram með villandi hætti. Það er blessunarlega rétt að 99% af þeim sem fengu COVID á Íslandi lifðu. En það var ekki þrátt fyrir sóttvarnaaðgerðir, heldur einmitt vegna þeirra. Við könnumst flest við bjargráðin – sýnatökur, smitrakningu, sóttkví, fjöldatakmarkanir, ferðatakmarkanir og nú seinast bólusetningar. Með þessu náðum við að vernda heilbrigðiskerfið og viðkvæma hópa. Í Svíþjóð er tuttugu sinnum hærri dánartíðni en hér á landi vegna þess að þar virtist lengst af sem félagslegur Darwinismi réði ríkjum en ekki norrænt velferðarþjóðfélag. Það er þó ekki ágreiningur um staðreyndir sem knýr mig til þess að ræða skrif Arnars. Staðreyndir skipta póstmóderníska hægrimenn engu máli – þeir sjá bara valdið bakvið sóttvarnarráðstafanirnar en ekki hina raunverulegu ógn – drepsóttina. Hann sefar sinn eigin ótta En hvað fær gáfaða og ritfæra einstaklinga til að skrifa grein á borð við þá sem Arnar Þór gerði? Ég sé ekki betur en að hann sé hræddur. Hann virðist vera mikill einstaklingshyggjumaður, sem trúir því statt og stöðugt að einstaklingurinn og frelsi hans til að taka ákvarðanir séu ofar öllu. Heimsmynd hans og skoðanabræðra er undir miklu álagi vegna heimsfaraldurs kórónaveiru. Því sama hversu ábyrgur og hraustur einstaklingur er – þá dugar það einfaldlega ekki til þess að glíma við ósýnilegan óvin á borð við veiru. Eina leiðin til þess að ráða niðurlögum hans eru inngrip frá ríkinu, samstillt átak stofnana og samfélagsins alls. Slík samfélagshugsun er frjálshyggjumanninum fjarri, enda er ekkert samfélag samkvæmt hans kokkabók – bara einstaklingar. Veruleikinn passar ekki við heimsmynd Arnars og það hlýtur að vera óþægilegt. Það er skiljanlegt og mannlegt að takast á við þennan ótta með því að reyna að þvinga veruleikann til þess að passa við hugmyndafræðina. Eins og fræðimaðurinn Dan M. Kahan hefur sýnt fram á – þá eru gáfur til þess fallnar að auðvelda hugmyndafræðingum að rúsínuplokka rök til að styðja við heimsmynd sína. Þessi grein Arnars er skýrt dæmi um slíkt. Til að verja heimsmynd sína kemst Arnar að þeirri niðurstöðu að sóttvarnarráðstafanir séu til þess eins að koma á einhverskonar alræði vísinda- og tæknimanna. Með þessu dellutali sefar hann sinn eigin ótta og annarra frjálshyggjumanna. Allt í einu eru þeir ekki fórnarlömb ríkisvaldsins heldur hafa þeir hlutverk. Þeir eru frelsishetjur, varðmenn vestrænnar arfleifðar og hluti af andspyrnuhreyfingu. Þetta hlutverk og sjálfa sig taka þeir mjög alvarlega. Enda er þeirra trú að með því að hlýða ekki tilmælum eða sleppa því að bólusetja sig þá séu þeir ekki eingöngu að taka skynsamlega ákvörðun fyrir þá sjálfa – heldur eru þeir um leið að berjast á móti alræði: Til atlögu gegn hinu illa tæknivaldi! Rikið tekur sér vald og skilar Í greininni stillir Arnar Þór upp tveimur valkostum – annars vegar „klassísku frjálslyndi“ og hinsvegar ofríki, þar sem haft er vit fyrir þér frá vöggu til grafar. Þessi falska tvíhyggja er auðvitað í engu samhengi við veruleikann. Í raun hafa tímabundnar takmarkanir íslenskra stjórnvalda orðið til þess að á heildina litið hefur ríkt meira frelsi almennings hér en víðast hvar í heiminum á meðan heimsfaraldurinn hefur geysað. Neyðarástandið hefur vissulega haft í för með sér að ríkisvaldið hefur haft meiri afskipti en í venjulegu árferði, en bókstaflega um leið og það hefur verið skynsamlegt útfrá þeim gögnum sem liggja fyrir hefur aftur verið slakað á. Þetta hafa íslensk stjórnvöld gert aftur og aftur í gegnum faraldurinn. Til dæmis voru allar sóttvarnarráðstafanir innanlands afnumdar þann 1. júlí síðstliðinn vegna útbreiddra bólusetninga. Þegar farsóttin lét aftur á sér kræla var gripið til hófsamra aðgerða til þess að verja viðkvæma hópa og heilbrigðiskerfið. Þetta var nú allt samsæri tækniveldisins sem Arnar Þór var svona logandi hræddur við. Þeir haldi sig á jaðrinum Raunar sýnir þessi grein mæta vel hversu róttækt og eyðandi afl frjálshyggju-hægrið er. Það virkar eins og dauðakölt þegar það fyrirhittir raunveruleg vandamál þar sem lausnirnar falla ekki að hugmyndafræði þess. Þá bregst það við með því að reyna að sveigja raunheima að heimsmynd sinni, sama hvað það kostar, í stað þess að laga heimsmyndina að raunveruleikanum. Sífellt fleiri hægrimenn velja að ganga í björg og segja skilið við veruleikann, eins og sést í æ vitfirrtari skrifum ysta hægrisins um kórónuveiruna. Gallinn við þá nálgun er að veiran kærir sig kollótta um heimsmynd umræddra einstaklinga. Sé hinsvegar farið að ráðum þeirra gæti það kollvarpað frelsi annarra – t.d. frelsinu til þess að deyja ekki um aldur fram vegna farsóttar sem hægt er að stöðva með hæfilegum inngripum. Gefum því samsæriskenningahjali þeirra engan gaum og leyfum þeim að hýrast á jaðri íslenskra stjórnmála þar sem þeir eiga heima. Þar geta þeir húkt ásamt þeim sem trúa ekki á bólusetningar, ormalyfsdýrkendum, flatjarðarsinnum og öðrum þeim sem hafa heimsmynd sem fellur ekki að veruleikanum. Höfundur skipar 4. Sæti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Gautason Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu misseri hefur farið meira og meira fyrir innflutningi á vegum ákveðinna hægri manna. Nú er ekki um innflutning á vörum að ræða heldur á bandarísku menningarstríðunum svokölluðu sem flutt eru inn til heimabrúks. Það er gert með því að heimfæra erlendan ágreining upp á íslenskar aðstæður – með misgóðum árangri. Gott dæmi um slíkan innflutning er grein sem birtist um helgina eftir Arnar Þór Jónsson, héraðsdómara og frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins , um hættuna sem steðjar að lýðræðinu vegna sóttvarnarráðstafana. Viskuseyður af vefnum Engu líkara er en að höfundurinn hafi gleypt heila youtube rás sem vellur nú fram í greinarformi. Höfundurinn er stjórnmálamaður og dómari í ofanálag og því þarf að taka þessi skrif alvarlega. Milli línanna má lesa enduróm af málflutningi hins furðulega samtínings snákaolíusölumanna og æsingamanna sem kennir sig við „Intellectual Dark Web“ – eða IDW. Þessi söfnuður hefur bruggað seyð með málflutningi sínum mánuðum saman sem dómarinn ber svo á borð fyrir lesendur Morgunblaðsins. Í forrétt er það borið fram að aðgerðirnar til að hefta covid séu verri en sjúkdómurinn sjálfur. Í aðalrétt er hættulegt ástand þar sem alræði er í nánd og í eftirrétt er hrun samfélagssins . Hægt væri að tína til staðreyndavillur í greininni. Það er t.d. rangt að grímur hafi lítil áhrif á smitbærni samkvæmt bestu fáanlegu þekkingu. Tölfræðin um hlutfall þeirra sem lifa af covid er áhugaverð en er sett fram með villandi hætti. Það er blessunarlega rétt að 99% af þeim sem fengu COVID á Íslandi lifðu. En það var ekki þrátt fyrir sóttvarnaaðgerðir, heldur einmitt vegna þeirra. Við könnumst flest við bjargráðin – sýnatökur, smitrakningu, sóttkví, fjöldatakmarkanir, ferðatakmarkanir og nú seinast bólusetningar. Með þessu náðum við að vernda heilbrigðiskerfið og viðkvæma hópa. Í Svíþjóð er tuttugu sinnum hærri dánartíðni en hér á landi vegna þess að þar virtist lengst af sem félagslegur Darwinismi réði ríkjum en ekki norrænt velferðarþjóðfélag. Það er þó ekki ágreiningur um staðreyndir sem knýr mig til þess að ræða skrif Arnars. Staðreyndir skipta póstmóderníska hægrimenn engu máli – þeir sjá bara valdið bakvið sóttvarnarráðstafanirnar en ekki hina raunverulegu ógn – drepsóttina. Hann sefar sinn eigin ótta En hvað fær gáfaða og ritfæra einstaklinga til að skrifa grein á borð við þá sem Arnar Þór gerði? Ég sé ekki betur en að hann sé hræddur. Hann virðist vera mikill einstaklingshyggjumaður, sem trúir því statt og stöðugt að einstaklingurinn og frelsi hans til að taka ákvarðanir séu ofar öllu. Heimsmynd hans og skoðanabræðra er undir miklu álagi vegna heimsfaraldurs kórónaveiru. Því sama hversu ábyrgur og hraustur einstaklingur er – þá dugar það einfaldlega ekki til þess að glíma við ósýnilegan óvin á borð við veiru. Eina leiðin til þess að ráða niðurlögum hans eru inngrip frá ríkinu, samstillt átak stofnana og samfélagsins alls. Slík samfélagshugsun er frjálshyggjumanninum fjarri, enda er ekkert samfélag samkvæmt hans kokkabók – bara einstaklingar. Veruleikinn passar ekki við heimsmynd Arnars og það hlýtur að vera óþægilegt. Það er skiljanlegt og mannlegt að takast á við þennan ótta með því að reyna að þvinga veruleikann til þess að passa við hugmyndafræðina. Eins og fræðimaðurinn Dan M. Kahan hefur sýnt fram á – þá eru gáfur til þess fallnar að auðvelda hugmyndafræðingum að rúsínuplokka rök til að styðja við heimsmynd sína. Þessi grein Arnars er skýrt dæmi um slíkt. Til að verja heimsmynd sína kemst Arnar að þeirri niðurstöðu að sóttvarnarráðstafanir séu til þess eins að koma á einhverskonar alræði vísinda- og tæknimanna. Með þessu dellutali sefar hann sinn eigin ótta og annarra frjálshyggjumanna. Allt í einu eru þeir ekki fórnarlömb ríkisvaldsins heldur hafa þeir hlutverk. Þeir eru frelsishetjur, varðmenn vestrænnar arfleifðar og hluti af andspyrnuhreyfingu. Þetta hlutverk og sjálfa sig taka þeir mjög alvarlega. Enda er þeirra trú að með því að hlýða ekki tilmælum eða sleppa því að bólusetja sig þá séu þeir ekki eingöngu að taka skynsamlega ákvörðun fyrir þá sjálfa – heldur eru þeir um leið að berjast á móti alræði: Til atlögu gegn hinu illa tæknivaldi! Rikið tekur sér vald og skilar Í greininni stillir Arnar Þór upp tveimur valkostum – annars vegar „klassísku frjálslyndi“ og hinsvegar ofríki, þar sem haft er vit fyrir þér frá vöggu til grafar. Þessi falska tvíhyggja er auðvitað í engu samhengi við veruleikann. Í raun hafa tímabundnar takmarkanir íslenskra stjórnvalda orðið til þess að á heildina litið hefur ríkt meira frelsi almennings hér en víðast hvar í heiminum á meðan heimsfaraldurinn hefur geysað. Neyðarástandið hefur vissulega haft í för með sér að ríkisvaldið hefur haft meiri afskipti en í venjulegu árferði, en bókstaflega um leið og það hefur verið skynsamlegt útfrá þeim gögnum sem liggja fyrir hefur aftur verið slakað á. Þetta hafa íslensk stjórnvöld gert aftur og aftur í gegnum faraldurinn. Til dæmis voru allar sóttvarnarráðstafanir innanlands afnumdar þann 1. júlí síðstliðinn vegna útbreiddra bólusetninga. Þegar farsóttin lét aftur á sér kræla var gripið til hófsamra aðgerða til þess að verja viðkvæma hópa og heilbrigðiskerfið. Þetta var nú allt samsæri tækniveldisins sem Arnar Þór var svona logandi hræddur við. Þeir haldi sig á jaðrinum Raunar sýnir þessi grein mæta vel hversu róttækt og eyðandi afl frjálshyggju-hægrið er. Það virkar eins og dauðakölt þegar það fyrirhittir raunveruleg vandamál þar sem lausnirnar falla ekki að hugmyndafræði þess. Þá bregst það við með því að reyna að sveigja raunheima að heimsmynd sinni, sama hvað það kostar, í stað þess að laga heimsmyndina að raunveruleikanum. Sífellt fleiri hægrimenn velja að ganga í björg og segja skilið við veruleikann, eins og sést í æ vitfirrtari skrifum ysta hægrisins um kórónuveiruna. Gallinn við þá nálgun er að veiran kærir sig kollótta um heimsmynd umræddra einstaklinga. Sé hinsvegar farið að ráðum þeirra gæti það kollvarpað frelsi annarra – t.d. frelsinu til þess að deyja ekki um aldur fram vegna farsóttar sem hægt er að stöðva með hæfilegum inngripum. Gefum því samsæriskenningahjali þeirra engan gaum og leyfum þeim að hýrast á jaðri íslenskra stjórnmála þar sem þeir eiga heima. Þar geta þeir húkt ásamt þeim sem trúa ekki á bólusetningar, ormalyfsdýrkendum, flatjarðarsinnum og öðrum þeim sem hafa heimsmynd sem fellur ekki að veruleikanum. Höfundur skipar 4. Sæti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun