Helgi gat ekki sagt nei: „Hafði hugsað mér að taka pásu frá körfuboltanum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2021 19:00 Helgi Már Magnússon skiptir úr ermalausu treyjunni í þjálfaragallann. vísir/hanna Helgi Már Magnússon, nýráðinn þjálfari karlaliðs KR í körfubolta, segist ekki hafa getað hafnað tækifærinu að taka við liðinu. Hann hlakki til nýs hlutverks hjá félaginu sem hann hefur spilað fyrir stærstan hluta síns leikmannaferils. Helgi hefur áður þjálfað KR-liðið til skamms tíma, tímabilið 2012-13, sem hann segir ekki hafa gengið sérlega vel. Þá var honum til aðstoðar Finnur Freyr Stefánsson, sem síðar tók við liðinu og stýrði því til hvers Íslandsmeistaratitilsins á fætur öðrum. Helgi kveðst spenntur fyrir komandi vetri. „Ég tók nú einhverja mánuði, hálft tímabil, sem spilandi þjálfari sem gekk nú ekkert sérstaklega vel. En þetta er frumraun sem þjálfari í fullu starfi og það er bara spennandi.“ segir Helgi Már. Skórnir kirfilega fastir á hillunni Helgi skrifaði undir þriggja ára samning sem þjálfari liðsins og segir ráðninguna hafa átt sér skamman aðdraganda. „Darri [Freyr Atlason] steig svona frekar óvænt til hliðar og ég hafði nú hugsað mér að taka mér bara pásu frá körfuboltanum þennan veturinn. En svo kom þetta upp, og ég fann að ég hafði mikinn áhuga á þessu þannig að þetta tók nokkuð skamman tíma eftir að þetta var lagt á borðið.“ „Það hefur blundað í mér að vera þjálfari í einhvern tíma og þetta leggst bara mjög vel í mig.“ segir Helgi Már, sem var þá spurður hvort skórnir yrðu teknir fram á ný ef á þyrfti að halda. „Nei, þetta er bara komið gott þar.“ Klippa: Helgi Magnússon tekur við KR Leita að liðsstyrk utan landssteinanna Helgi Már mun vera aðalþjálfari liðsins en honum til aðstoðar verður Jakob Örn Sigurðarson. Báðir lögðu þeir skónna á hilluna eftir nýliðna leiktíð og hann segir að ákveðin skörð þurfi að fylla í leikmannahópnum. „Leikmannahópurinn hefur kannski aðeins breyst frá því í fyrra, ég og Kobbi [Jakob Örn Sigurðarson] eru hættir og Þórir [Guðmundur Þorbjarnarson], það er smá óvissa með hann þar sem hann er að reyna að fara út. Í rauninni eru það bara erlendir leikmenn sem myndu styrkja hópinn og það er bara verið að skoða þau mál núna. segir Helgi sem segir markmiðin skýr fyrir komandi vetur.“ „Markmiðin í Vesturbænum eru þau sömu og fyrir hvert tímabil; við ætlum að vera í baráttunni um titla og vonandi náum að landa þeim.“ segir Helgi Már. Viðtalið við Helga má sjá í spilaranum að ofan. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. KR Dominos-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Helgi hefur áður þjálfað KR-liðið til skamms tíma, tímabilið 2012-13, sem hann segir ekki hafa gengið sérlega vel. Þá var honum til aðstoðar Finnur Freyr Stefánsson, sem síðar tók við liðinu og stýrði því til hvers Íslandsmeistaratitilsins á fætur öðrum. Helgi kveðst spenntur fyrir komandi vetri. „Ég tók nú einhverja mánuði, hálft tímabil, sem spilandi þjálfari sem gekk nú ekkert sérstaklega vel. En þetta er frumraun sem þjálfari í fullu starfi og það er bara spennandi.“ segir Helgi Már. Skórnir kirfilega fastir á hillunni Helgi skrifaði undir þriggja ára samning sem þjálfari liðsins og segir ráðninguna hafa átt sér skamman aðdraganda. „Darri [Freyr Atlason] steig svona frekar óvænt til hliðar og ég hafði nú hugsað mér að taka mér bara pásu frá körfuboltanum þennan veturinn. En svo kom þetta upp, og ég fann að ég hafði mikinn áhuga á þessu þannig að þetta tók nokkuð skamman tíma eftir að þetta var lagt á borðið.“ „Það hefur blundað í mér að vera þjálfari í einhvern tíma og þetta leggst bara mjög vel í mig.“ segir Helgi Már, sem var þá spurður hvort skórnir yrðu teknir fram á ný ef á þyrfti að halda. „Nei, þetta er bara komið gott þar.“ Klippa: Helgi Magnússon tekur við KR Leita að liðsstyrk utan landssteinanna Helgi Már mun vera aðalþjálfari liðsins en honum til aðstoðar verður Jakob Örn Sigurðarson. Báðir lögðu þeir skónna á hilluna eftir nýliðna leiktíð og hann segir að ákveðin skörð þurfi að fylla í leikmannahópnum. „Leikmannahópurinn hefur kannski aðeins breyst frá því í fyrra, ég og Kobbi [Jakob Örn Sigurðarson] eru hættir og Þórir [Guðmundur Þorbjarnarson], það er smá óvissa með hann þar sem hann er að reyna að fara út. Í rauninni eru það bara erlendir leikmenn sem myndu styrkja hópinn og það er bara verið að skoða þau mál núna. segir Helgi sem segir markmiðin skýr fyrir komandi vetur.“ „Markmiðin í Vesturbænum eru þau sömu og fyrir hvert tímabil; við ætlum að vera í baráttunni um titla og vonandi náum að landa þeim.“ segir Helgi Már. Viðtalið við Helga má sjá í spilaranum að ofan. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
KR Dominos-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira