Helgi gat ekki sagt nei: „Hafði hugsað mér að taka pásu frá körfuboltanum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2021 19:00 Helgi Már Magnússon skiptir úr ermalausu treyjunni í þjálfaragallann. vísir/hanna Helgi Már Magnússon, nýráðinn þjálfari karlaliðs KR í körfubolta, segist ekki hafa getað hafnað tækifærinu að taka við liðinu. Hann hlakki til nýs hlutverks hjá félaginu sem hann hefur spilað fyrir stærstan hluta síns leikmannaferils. Helgi hefur áður þjálfað KR-liðið til skamms tíma, tímabilið 2012-13, sem hann segir ekki hafa gengið sérlega vel. Þá var honum til aðstoðar Finnur Freyr Stefánsson, sem síðar tók við liðinu og stýrði því til hvers Íslandsmeistaratitilsins á fætur öðrum. Helgi kveðst spenntur fyrir komandi vetri. „Ég tók nú einhverja mánuði, hálft tímabil, sem spilandi þjálfari sem gekk nú ekkert sérstaklega vel. En þetta er frumraun sem þjálfari í fullu starfi og það er bara spennandi.“ segir Helgi Már. Skórnir kirfilega fastir á hillunni Helgi skrifaði undir þriggja ára samning sem þjálfari liðsins og segir ráðninguna hafa átt sér skamman aðdraganda. „Darri [Freyr Atlason] steig svona frekar óvænt til hliðar og ég hafði nú hugsað mér að taka mér bara pásu frá körfuboltanum þennan veturinn. En svo kom þetta upp, og ég fann að ég hafði mikinn áhuga á þessu þannig að þetta tók nokkuð skamman tíma eftir að þetta var lagt á borðið.“ „Það hefur blundað í mér að vera þjálfari í einhvern tíma og þetta leggst bara mjög vel í mig.“ segir Helgi Már, sem var þá spurður hvort skórnir yrðu teknir fram á ný ef á þyrfti að halda. „Nei, þetta er bara komið gott þar.“ Klippa: Helgi Magnússon tekur við KR Leita að liðsstyrk utan landssteinanna Helgi Már mun vera aðalþjálfari liðsins en honum til aðstoðar verður Jakob Örn Sigurðarson. Báðir lögðu þeir skónna á hilluna eftir nýliðna leiktíð og hann segir að ákveðin skörð þurfi að fylla í leikmannahópnum. „Leikmannahópurinn hefur kannski aðeins breyst frá því í fyrra, ég og Kobbi [Jakob Örn Sigurðarson] eru hættir og Þórir [Guðmundur Þorbjarnarson], það er smá óvissa með hann þar sem hann er að reyna að fara út. Í rauninni eru það bara erlendir leikmenn sem myndu styrkja hópinn og það er bara verið að skoða þau mál núna. segir Helgi sem segir markmiðin skýr fyrir komandi vetur.“ „Markmiðin í Vesturbænum eru þau sömu og fyrir hvert tímabil; við ætlum að vera í baráttunni um titla og vonandi náum að landa þeim.“ segir Helgi Már. Viðtalið við Helga má sjá í spilaranum að ofan. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. KR Dominos-deild karla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Helgi hefur áður þjálfað KR-liðið til skamms tíma, tímabilið 2012-13, sem hann segir ekki hafa gengið sérlega vel. Þá var honum til aðstoðar Finnur Freyr Stefánsson, sem síðar tók við liðinu og stýrði því til hvers Íslandsmeistaratitilsins á fætur öðrum. Helgi kveðst spenntur fyrir komandi vetri. „Ég tók nú einhverja mánuði, hálft tímabil, sem spilandi þjálfari sem gekk nú ekkert sérstaklega vel. En þetta er frumraun sem þjálfari í fullu starfi og það er bara spennandi.“ segir Helgi Már. Skórnir kirfilega fastir á hillunni Helgi skrifaði undir þriggja ára samning sem þjálfari liðsins og segir ráðninguna hafa átt sér skamman aðdraganda. „Darri [Freyr Atlason] steig svona frekar óvænt til hliðar og ég hafði nú hugsað mér að taka mér bara pásu frá körfuboltanum þennan veturinn. En svo kom þetta upp, og ég fann að ég hafði mikinn áhuga á þessu þannig að þetta tók nokkuð skamman tíma eftir að þetta var lagt á borðið.“ „Það hefur blundað í mér að vera þjálfari í einhvern tíma og þetta leggst bara mjög vel í mig.“ segir Helgi Már, sem var þá spurður hvort skórnir yrðu teknir fram á ný ef á þyrfti að halda. „Nei, þetta er bara komið gott þar.“ Klippa: Helgi Magnússon tekur við KR Leita að liðsstyrk utan landssteinanna Helgi Már mun vera aðalþjálfari liðsins en honum til aðstoðar verður Jakob Örn Sigurðarson. Báðir lögðu þeir skónna á hilluna eftir nýliðna leiktíð og hann segir að ákveðin skörð þurfi að fylla í leikmannahópnum. „Leikmannahópurinn hefur kannski aðeins breyst frá því í fyrra, ég og Kobbi [Jakob Örn Sigurðarson] eru hættir og Þórir [Guðmundur Þorbjarnarson], það er smá óvissa með hann þar sem hann er að reyna að fara út. Í rauninni eru það bara erlendir leikmenn sem myndu styrkja hópinn og það er bara verið að skoða þau mál núna. segir Helgi sem segir markmiðin skýr fyrir komandi vetur.“ „Markmiðin í Vesturbænum eru þau sömu og fyrir hvert tímabil; við ætlum að vera í baráttunni um titla og vonandi náum að landa þeim.“ segir Helgi Már. Viðtalið við Helga má sjá í spilaranum að ofan. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
KR Dominos-deild karla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira