Helgi gat ekki sagt nei: „Hafði hugsað mér að taka pásu frá körfuboltanum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2021 19:00 Helgi Már Magnússon skiptir úr ermalausu treyjunni í þjálfaragallann. vísir/hanna Helgi Már Magnússon, nýráðinn þjálfari karlaliðs KR í körfubolta, segist ekki hafa getað hafnað tækifærinu að taka við liðinu. Hann hlakki til nýs hlutverks hjá félaginu sem hann hefur spilað fyrir stærstan hluta síns leikmannaferils. Helgi hefur áður þjálfað KR-liðið til skamms tíma, tímabilið 2012-13, sem hann segir ekki hafa gengið sérlega vel. Þá var honum til aðstoðar Finnur Freyr Stefánsson, sem síðar tók við liðinu og stýrði því til hvers Íslandsmeistaratitilsins á fætur öðrum. Helgi kveðst spenntur fyrir komandi vetri. „Ég tók nú einhverja mánuði, hálft tímabil, sem spilandi þjálfari sem gekk nú ekkert sérstaklega vel. En þetta er frumraun sem þjálfari í fullu starfi og það er bara spennandi.“ segir Helgi Már. Skórnir kirfilega fastir á hillunni Helgi skrifaði undir þriggja ára samning sem þjálfari liðsins og segir ráðninguna hafa átt sér skamman aðdraganda. „Darri [Freyr Atlason] steig svona frekar óvænt til hliðar og ég hafði nú hugsað mér að taka mér bara pásu frá körfuboltanum þennan veturinn. En svo kom þetta upp, og ég fann að ég hafði mikinn áhuga á þessu þannig að þetta tók nokkuð skamman tíma eftir að þetta var lagt á borðið.“ „Það hefur blundað í mér að vera þjálfari í einhvern tíma og þetta leggst bara mjög vel í mig.“ segir Helgi Már, sem var þá spurður hvort skórnir yrðu teknir fram á ný ef á þyrfti að halda. „Nei, þetta er bara komið gott þar.“ Klippa: Helgi Magnússon tekur við KR Leita að liðsstyrk utan landssteinanna Helgi Már mun vera aðalþjálfari liðsins en honum til aðstoðar verður Jakob Örn Sigurðarson. Báðir lögðu þeir skónna á hilluna eftir nýliðna leiktíð og hann segir að ákveðin skörð þurfi að fylla í leikmannahópnum. „Leikmannahópurinn hefur kannski aðeins breyst frá því í fyrra, ég og Kobbi [Jakob Örn Sigurðarson] eru hættir og Þórir [Guðmundur Þorbjarnarson], það er smá óvissa með hann þar sem hann er að reyna að fara út. Í rauninni eru það bara erlendir leikmenn sem myndu styrkja hópinn og það er bara verið að skoða þau mál núna. segir Helgi sem segir markmiðin skýr fyrir komandi vetur.“ „Markmiðin í Vesturbænum eru þau sömu og fyrir hvert tímabil; við ætlum að vera í baráttunni um titla og vonandi náum að landa þeim.“ segir Helgi Már. Viðtalið við Helga má sjá í spilaranum að ofan. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. KR Dominos-deild karla Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Helgi hefur áður þjálfað KR-liðið til skamms tíma, tímabilið 2012-13, sem hann segir ekki hafa gengið sérlega vel. Þá var honum til aðstoðar Finnur Freyr Stefánsson, sem síðar tók við liðinu og stýrði því til hvers Íslandsmeistaratitilsins á fætur öðrum. Helgi kveðst spenntur fyrir komandi vetri. „Ég tók nú einhverja mánuði, hálft tímabil, sem spilandi þjálfari sem gekk nú ekkert sérstaklega vel. En þetta er frumraun sem þjálfari í fullu starfi og það er bara spennandi.“ segir Helgi Már. Skórnir kirfilega fastir á hillunni Helgi skrifaði undir þriggja ára samning sem þjálfari liðsins og segir ráðninguna hafa átt sér skamman aðdraganda. „Darri [Freyr Atlason] steig svona frekar óvænt til hliðar og ég hafði nú hugsað mér að taka mér bara pásu frá körfuboltanum þennan veturinn. En svo kom þetta upp, og ég fann að ég hafði mikinn áhuga á þessu þannig að þetta tók nokkuð skamman tíma eftir að þetta var lagt á borðið.“ „Það hefur blundað í mér að vera þjálfari í einhvern tíma og þetta leggst bara mjög vel í mig.“ segir Helgi Már, sem var þá spurður hvort skórnir yrðu teknir fram á ný ef á þyrfti að halda. „Nei, þetta er bara komið gott þar.“ Klippa: Helgi Magnússon tekur við KR Leita að liðsstyrk utan landssteinanna Helgi Már mun vera aðalþjálfari liðsins en honum til aðstoðar verður Jakob Örn Sigurðarson. Báðir lögðu þeir skónna á hilluna eftir nýliðna leiktíð og hann segir að ákveðin skörð þurfi að fylla í leikmannahópnum. „Leikmannahópurinn hefur kannski aðeins breyst frá því í fyrra, ég og Kobbi [Jakob Örn Sigurðarson] eru hættir og Þórir [Guðmundur Þorbjarnarson], það er smá óvissa með hann þar sem hann er að reyna að fara út. Í rauninni eru það bara erlendir leikmenn sem myndu styrkja hópinn og það er bara verið að skoða þau mál núna. segir Helgi sem segir markmiðin skýr fyrir komandi vetur.“ „Markmiðin í Vesturbænum eru þau sömu og fyrir hvert tímabil; við ætlum að vera í baráttunni um titla og vonandi náum að landa þeim.“ segir Helgi Már. Viðtalið við Helga má sjá í spilaranum að ofan. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
KR Dominos-deild karla Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira