Bein útsending: Unaður hinsegin fólks Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. ágúst 2021 16:46 Það eiga allir að geta notið unaðslegra stunda með sjálfum sér og öðrum. Getty Kynfræðsla er almennt ekki upp á marga fiska og það á ekki síst við um fræðslu þar sem fjallað er um kynlíf hinsegin fólks. „Það hefur vantað upp á fjalla um mismunandi líkama og mismunandi kynhneigðir,“ segir Unnsteinn Jóhannsson, nemi í kynfræði. Unnsteinn og Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir sálfræðingur og kynlífsráðgjafi munu í dag leiða fræðslufund undir yfirskriftinni „Hinsegin unaður“ en viðburðurinn er þáttur í dagskrá Hinsegin daga. Fundurinn hefst kl. 17, og má nálgast streymið með því að smella hér. Spurður tekur Unnsteinn undir það að hluti vandans sé sú einsleita birtingarmynd unaðar sem almennt blasir við, til dæmis í sjónvarpi og kvikmyndum. „Já, við erum alltaf að vinna með þetta handrit sem er mjög heterónormatívt og það handrit fjallar um gagnkynhneigð pör og hvernig gagnkynhneigð pör stunda kynlíf,“ segir hann. Fræðslufundurinn sé þó ekki síður fyrir gagnkynhneigða en hinsegin fólk, því í grunninn snúist kynlíf alltaf um sömu hlutina. „Þetta eru samskipti fyrst og fremst og samþykki auðvitað. Og virðing fyrir hvort öðru. Það er svona það sem þetta snýst um. Það skiptir í raun engu máli hver þú ert. Þetta snýst um að þekkja sjálfan sig, það er alltaf grunnurinn að þessu öllu; að þekkja sinn líkama, að þekkja sín mörk, sín kynfæri,“ segir Unnsteinn. Því við eigum það jú öll sameiginlegt, er það ekki, að læra fyrst að elska okkur sjálf? „Jú,“ svarar Unnsteinn. „Það er alltaf best að byrja heimavinnuna á sjálfum sér. Af því að ef maður býr að þeirri þekkingu þá getur maður líka leiðbeint leikfélögum sínum betur og sagt frá því hvað maður fílar og hvað maður fílar ekki.“ Ást er ást.Getty Hefði viljað vita meira þegar hann kom út úr skápnum Einn af útgangspunktum erinda Unnsteins og Aldísar er hvað þau hefðu sjálf viljað vita þegar þau voru að koma út úr skápnum. Þá er óhjákvæmilegt að biðja um dæmi. „Ég hefði til dæmis viljað vita meira um kynlíf karlmanna. Hvernig endaþarmsmörk virka, eru allir að stunda endaþarmsmörk,“ segir Unnsteinn hugsi. „Hvernig handritið er í kynlífi hinsegin karlmanna.“ Spurður að því hvort hann telji mýtur um kynlíf homma, lesbía og hinsegin fólks enn grassera í samfélaginu svarar hann játandi og segir það verða meðal umfjöllunarefna fundarins. „Fólk er oft forvitið og hefur náttúrlega kannski ekki mikið að miða við, því kynfræðslan hefur ekki mikið verið að fjalla um kynlíf hinsegin fólks,“ segir Unnsteinn. „Þess vegna leitar fólk kannski í klám, sem er ekki besti staðurinn til að fá kynfræðslu, og þar verða til ranghugmyndir og mýtur. Því eins og við vitum þá er klám oftast skrifað af karlmönnum fyrir karlmenn og það endurspeglast í útkomunni.“ Hinsegin Málefni transfólks Mannréttindi Kynlíf Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Sjá meira
Unnsteinn og Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir sálfræðingur og kynlífsráðgjafi munu í dag leiða fræðslufund undir yfirskriftinni „Hinsegin unaður“ en viðburðurinn er þáttur í dagskrá Hinsegin daga. Fundurinn hefst kl. 17, og má nálgast streymið með því að smella hér. Spurður tekur Unnsteinn undir það að hluti vandans sé sú einsleita birtingarmynd unaðar sem almennt blasir við, til dæmis í sjónvarpi og kvikmyndum. „Já, við erum alltaf að vinna með þetta handrit sem er mjög heterónormatívt og það handrit fjallar um gagnkynhneigð pör og hvernig gagnkynhneigð pör stunda kynlíf,“ segir hann. Fræðslufundurinn sé þó ekki síður fyrir gagnkynhneigða en hinsegin fólk, því í grunninn snúist kynlíf alltaf um sömu hlutina. „Þetta eru samskipti fyrst og fremst og samþykki auðvitað. Og virðing fyrir hvort öðru. Það er svona það sem þetta snýst um. Það skiptir í raun engu máli hver þú ert. Þetta snýst um að þekkja sjálfan sig, það er alltaf grunnurinn að þessu öllu; að þekkja sinn líkama, að þekkja sín mörk, sín kynfæri,“ segir Unnsteinn. Því við eigum það jú öll sameiginlegt, er það ekki, að læra fyrst að elska okkur sjálf? „Jú,“ svarar Unnsteinn. „Það er alltaf best að byrja heimavinnuna á sjálfum sér. Af því að ef maður býr að þeirri þekkingu þá getur maður líka leiðbeint leikfélögum sínum betur og sagt frá því hvað maður fílar og hvað maður fílar ekki.“ Ást er ást.Getty Hefði viljað vita meira þegar hann kom út úr skápnum Einn af útgangspunktum erinda Unnsteins og Aldísar er hvað þau hefðu sjálf viljað vita þegar þau voru að koma út úr skápnum. Þá er óhjákvæmilegt að biðja um dæmi. „Ég hefði til dæmis viljað vita meira um kynlíf karlmanna. Hvernig endaþarmsmörk virka, eru allir að stunda endaþarmsmörk,“ segir Unnsteinn hugsi. „Hvernig handritið er í kynlífi hinsegin karlmanna.“ Spurður að því hvort hann telji mýtur um kynlíf homma, lesbía og hinsegin fólks enn grassera í samfélaginu svarar hann játandi og segir það verða meðal umfjöllunarefna fundarins. „Fólk er oft forvitið og hefur náttúrlega kannski ekki mikið að miða við, því kynfræðslan hefur ekki mikið verið að fjalla um kynlíf hinsegin fólks,“ segir Unnsteinn. „Þess vegna leitar fólk kannski í klám, sem er ekki besti staðurinn til að fá kynfræðslu, og þar verða til ranghugmyndir og mýtur. Því eins og við vitum þá er klám oftast skrifað af karlmönnum fyrir karlmenn og það endurspeglast í útkomunni.“
Hinsegin Málefni transfólks Mannréttindi Kynlíf Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Sjá meira