Frá frumkvöðlaráðgjöf í Ástralíu til Play Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. ágúst 2021 11:46 Jóhann Pétur Harðarson hefur tekið við sem lögfræðingur flugfélagsins Play. Mynd/Play Jóhann Pétur Harðarson hefur verið ráðinn lögfræðingur flugfélagsins Play. Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að Jóhann Pétur hafi víðtæka alþjóðlega reynslu úr atvinnulífi. Hann hafi starfað í Bandaríkjunum, Ástralíu og Evrópu. Nú síðast starfaði Jóhann Pétur í Ástralíu við ráðgjöf til frumkvöðla. Þar áður var hann starfsmaður í fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance. Á árunum 2006 til 2012 var Jóhann Pétur lögfræðingur hjá Össuri hf., fyrst staðsettur á Íslandi og síðar í Bandaríkjunum. Hjá Össuri sinnti hann víðtækri lögfræðiráðgjöf þvert á stoðsvið í flestum starfslöndum félagsins. Hann mun bera ábyrgð á greiningu og úrlausn lögfræðilegra álitamála og sinna ráðgjöf og upplýsingagjöf til stjórnenda og stoðsviða. Þá verður hann regluvörður félagsins. Hann hóf störf í júlí. „Við erum stolt af því að fá Jóhann Pétur í liðið okkar enda hefur hann mjög sterkan og breiðan bakgrunn og mikla reynslu úr alþjóðlegu rekstrarumhverfi í viðbót við lögfræðiþekkinguna. PLAY stækkar hratt þessa dagana og við leggjum mikla áherslu á að skapa öflugt teymi sem getur unnið þétt saman í því kvika umhverfi sem flugrekstur er. Jóhann Pétur kemur svo sannarlega inn sem öflugur liðsmaður á sama tíma og það er stutt í leikgleðina hjá honum. Ég býð hann velkominn á leikvöllinn og hlakka til að vinna með honum í framtíðinni,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra PLAY. Jóhann Pétur er með Cand. Jur. gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og MBA-gráðu frá NYU, Stern School of Business. Play Fréttir af flugi Vistaskipti Tengdar fréttir Þriðja og síðasta vél Play í bili á leið til landsins úr Texas-sólinni Þriðja flugvél flugfélagsins PLAY er nú á leið til landsins og mun lenda á Keflavíkurflugvelli síðdegis. Vélin, sem ber skráningarnúmerið TF-PLB, lagði af stað klukkan 10:30 í morgun frá Amarillo í Texas en þar var hún máluð í einkennislitum félagsins. Áætluð lending í Keflavík er klukkan 18:10. 3. ágúst 2021 12:13 Ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá Play Steinar Þór Ólafsson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu Play. Steinar hefur störf í dag, 1. júlí. 1. júlí 2021 10:11 Markmið Play að stækka upp í fimmtán þotur á fjórum árum Flugfélagið Play hóf sína fyrstu áætlunarferð undir heiðursvatnsbunu á Keflavíkurflugvelli í dag. Forstjórinn segir þetta risastóran dag. Félagið verði þó byggt rólega upp en stefnt á að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum. 24. júní 2021 20:29 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að Jóhann Pétur hafi víðtæka alþjóðlega reynslu úr atvinnulífi. Hann hafi starfað í Bandaríkjunum, Ástralíu og Evrópu. Nú síðast starfaði Jóhann Pétur í Ástralíu við ráðgjöf til frumkvöðla. Þar áður var hann starfsmaður í fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance. Á árunum 2006 til 2012 var Jóhann Pétur lögfræðingur hjá Össuri hf., fyrst staðsettur á Íslandi og síðar í Bandaríkjunum. Hjá Össuri sinnti hann víðtækri lögfræðiráðgjöf þvert á stoðsvið í flestum starfslöndum félagsins. Hann mun bera ábyrgð á greiningu og úrlausn lögfræðilegra álitamála og sinna ráðgjöf og upplýsingagjöf til stjórnenda og stoðsviða. Þá verður hann regluvörður félagsins. Hann hóf störf í júlí. „Við erum stolt af því að fá Jóhann Pétur í liðið okkar enda hefur hann mjög sterkan og breiðan bakgrunn og mikla reynslu úr alþjóðlegu rekstrarumhverfi í viðbót við lögfræðiþekkinguna. PLAY stækkar hratt þessa dagana og við leggjum mikla áherslu á að skapa öflugt teymi sem getur unnið þétt saman í því kvika umhverfi sem flugrekstur er. Jóhann Pétur kemur svo sannarlega inn sem öflugur liðsmaður á sama tíma og það er stutt í leikgleðina hjá honum. Ég býð hann velkominn á leikvöllinn og hlakka til að vinna með honum í framtíðinni,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra PLAY. Jóhann Pétur er með Cand. Jur. gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og MBA-gráðu frá NYU, Stern School of Business.
Play Fréttir af flugi Vistaskipti Tengdar fréttir Þriðja og síðasta vél Play í bili á leið til landsins úr Texas-sólinni Þriðja flugvél flugfélagsins PLAY er nú á leið til landsins og mun lenda á Keflavíkurflugvelli síðdegis. Vélin, sem ber skráningarnúmerið TF-PLB, lagði af stað klukkan 10:30 í morgun frá Amarillo í Texas en þar var hún máluð í einkennislitum félagsins. Áætluð lending í Keflavík er klukkan 18:10. 3. ágúst 2021 12:13 Ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá Play Steinar Þór Ólafsson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu Play. Steinar hefur störf í dag, 1. júlí. 1. júlí 2021 10:11 Markmið Play að stækka upp í fimmtán þotur á fjórum árum Flugfélagið Play hóf sína fyrstu áætlunarferð undir heiðursvatnsbunu á Keflavíkurflugvelli í dag. Forstjórinn segir þetta risastóran dag. Félagið verði þó byggt rólega upp en stefnt á að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum. 24. júní 2021 20:29 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þriðja og síðasta vél Play í bili á leið til landsins úr Texas-sólinni Þriðja flugvél flugfélagsins PLAY er nú á leið til landsins og mun lenda á Keflavíkurflugvelli síðdegis. Vélin, sem ber skráningarnúmerið TF-PLB, lagði af stað klukkan 10:30 í morgun frá Amarillo í Texas en þar var hún máluð í einkennislitum félagsins. Áætluð lending í Keflavík er klukkan 18:10. 3. ágúst 2021 12:13
Ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá Play Steinar Þór Ólafsson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu Play. Steinar hefur störf í dag, 1. júlí. 1. júlí 2021 10:11
Markmið Play að stækka upp í fimmtán þotur á fjórum árum Flugfélagið Play hóf sína fyrstu áætlunarferð undir heiðursvatnsbunu á Keflavíkurflugvelli í dag. Forstjórinn segir þetta risastóran dag. Félagið verði þó byggt rólega upp en stefnt á að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum. 24. júní 2021 20:29