Samskipti stjórnenda við fjölmiðla verði áfram góð Kjartan Kjartansson skrifar 5. ágúst 2021 19:26 Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans. Vísir/Stöð 2 Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans reiknar með því að samskipti stjórnenda spítalans og fjölmiðla verði áfram góð þrátt fyrir mikið álag um þessar mundir. Stjórnendum spítalans hefur verið skipað að svara ekki fyrirspurnum fjölmiðla. Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans sendi á þriðja hundrað stjórnenda spítalans tölvupóst í gærkvöldi um að þeir ættu að beina öllum fyrirspurnum fjölmiðla til samskiptadeildarinnar. Stjórnendunum var meðal annars sagt að það væri góð regla að svara ekki beinum símtölum fjölmiðla og voru fjölmiðlamenn kallaðir „skrattakollar“. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans, sagði mikilvægt að hafa opna og góða umræðu þegar kemur að málið sem snýr að lífi og heilsu landsmanna og heilbrigðiskerfinu í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Umræðan þurfi að vera óheft og óþvinguð. Að hans mati hafi samskipti fjölmiðla við sérfræðinga spítalans verið góð til þessa. Eðlilegt sé að fjölmiðlar leiti til þeirra sem hafa mestu sérþekkinguna á málum. „Ég á ekki von á öðru heldur en að við finnum einhverja góða lendingu í þessu þar sem að eðlileg samskipti halda áfram að eiga sér stað og opin,“ sagði Björn Rúnar en svaraði því ekki beint hvort hann óskaði eftir því að tilmæli samskiptadeildarinnar yrðu dregin til baka. Í tölvupósti deildarstjóra samskiptadeildarinnar voru tilmælin réttlætt með því að stjórnendurnir þyrftu á hvíld að halda vegna mikils álags á spítalanum. Björn Rúnar sagði að álag hafi verið lengi á spítalanum, ekki aðeins nú í þessari bylgju kórónuveirufaraldursins. Hann telji að tilmælin um að stjórnendur sinni ekki fyrirspurnum fjölmiðla sjálfir séu líklega tilkomin vegna þeirrar erfiðu stöðu sem uppi er á spítalanum. „Þetta eru erfiðir tímar sem við erum öll að ganga í gegnum og er að koma mismunandi illa niður á fólki. Þess vegna er það algert lykilatriði að þessi samskiptaleið sé opin og greið,“ sagði hann. Landspítalinn Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira
Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans sendi á þriðja hundrað stjórnenda spítalans tölvupóst í gærkvöldi um að þeir ættu að beina öllum fyrirspurnum fjölmiðla til samskiptadeildarinnar. Stjórnendunum var meðal annars sagt að það væri góð regla að svara ekki beinum símtölum fjölmiðla og voru fjölmiðlamenn kallaðir „skrattakollar“. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans, sagði mikilvægt að hafa opna og góða umræðu þegar kemur að málið sem snýr að lífi og heilsu landsmanna og heilbrigðiskerfinu í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Umræðan þurfi að vera óheft og óþvinguð. Að hans mati hafi samskipti fjölmiðla við sérfræðinga spítalans verið góð til þessa. Eðlilegt sé að fjölmiðlar leiti til þeirra sem hafa mestu sérþekkinguna á málum. „Ég á ekki von á öðru heldur en að við finnum einhverja góða lendingu í þessu þar sem að eðlileg samskipti halda áfram að eiga sér stað og opin,“ sagði Björn Rúnar en svaraði því ekki beint hvort hann óskaði eftir því að tilmæli samskiptadeildarinnar yrðu dregin til baka. Í tölvupósti deildarstjóra samskiptadeildarinnar voru tilmælin réttlætt með því að stjórnendurnir þyrftu á hvíld að halda vegna mikils álags á spítalanum. Björn Rúnar sagði að álag hafi verið lengi á spítalanum, ekki aðeins nú í þessari bylgju kórónuveirufaraldursins. Hann telji að tilmælin um að stjórnendur sinni ekki fyrirspurnum fjölmiðla sjálfir séu líklega tilkomin vegna þeirrar erfiðu stöðu sem uppi er á spítalanum. „Þetta eru erfiðir tímar sem við erum öll að ganga í gegnum og er að koma mismunandi illa niður á fólki. Þess vegna er það algert lykilatriði að þessi samskiptaleið sé opin og greið,“ sagði hann.
Landspítalinn Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira