Nýr forseti sór embættiseið í Íran Kjartan Kjartansson skrifar 5. ágúst 2021 17:46 Ebrahim Raisi (t.h.) sór embættiseið í höfuðborginni Teheran í dag. Við hlið hans stendur Gholamhossein Mohseni Ejehi, forseti hæstaréttar Írans. AP/Vahid Salemi Harðlínuklerkurinn Ebrahim Raisi sór embættiseið sem nýr forseti Írans í dag. Hann tekur við embættinu af Hassan Rouhani sem þótti hófsamur á íranskan mælikvarða. Fáir raunhæfir frambjóðendur sem gátu skákað Raisi, forsetaefni Khamenei æðstaklerks, voru á kjörseðlinum í forsetakosningunum sem fóru fram í júní. Sérstök valnefnd sem æðstiklerkurinn velur að stórum hluta hafnaði framboðum helstu bandamanna Rouhani auk Mahmouds Ahmadinejad, fyrrverandi forseta. Kjörsókn var sú dræmasta í manna minnum. Eftir að Raisi sór embættiseiðinn sagðist hann styðja hvers kyns diplómatískar umleitanir til að fá viðskiptaþvingunum heimsveldanna sem sliga efnahag landsins aflétt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Viðræður um að endurvekja kjarnorkusamning Írans við heimsveldin sem hófust í Vín fyrr á þessu ári hafa verið á ís undanfarið. „Íranska þjóðin býst við því að ný ríkisstjórn bæti líf hennar. Það verður að aflétta öllum ólöglegum refsiaðgerðum Bandaríkjanna gegn írönsku þjóðinni,“ sagði nýi forsetinn. Raisi hefur lengi sætt harðri gagnrýni fyrir aðild sína að mannréttindabrotum klerkastjórnarinnar í Íran. Hann er sakaður um að hafa átt þátt í aftökum á þúsundum pólitískra fanga árið 1988. Bandaríkjastjórn hefur beitt Raisi þvingunum fyrir mannréttindabrot frá 2019. Íran Tengdar fréttir Nýkjörinn forseti Íran þverneitar að hitta Biden Ebrahim Raisi, nýkjörinn forseti Íran, hefur ekki nokkurn áhuga á því að hitta Joe Biden Bandaríkjaforseta. „Nei,“ svaraði hann einfaldlega, spurður á blaðamannafundi í dag. 21. júní 2021 12:33 Raisi sigurvegari í Íran Ebrahim Raisi bar sigur úr býtum í forsetakosningum í Íran. Níutíu prósent atkvæða hafa verið talin og Raisi hefur hlotið rúmlega helming þeirra. 19. júní 2021 10:21 Vonleysi kjósenda fyrir forsetakosningar í Íran Kjósendur í Íran eru ekki vongóðir um úrslit forsetakosninganna sem fara fram í landinu á morgun hafi merkjanleg áhrif á lífsgæði þeirra. Búist er við slakri kjörsókn í kosningunum sem eru taldar munu festa völd Ali Khamenei, æðstaklerks, enn frekar í sessi. 17. júní 2021 09:01 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Fáir raunhæfir frambjóðendur sem gátu skákað Raisi, forsetaefni Khamenei æðstaklerks, voru á kjörseðlinum í forsetakosningunum sem fóru fram í júní. Sérstök valnefnd sem æðstiklerkurinn velur að stórum hluta hafnaði framboðum helstu bandamanna Rouhani auk Mahmouds Ahmadinejad, fyrrverandi forseta. Kjörsókn var sú dræmasta í manna minnum. Eftir að Raisi sór embættiseiðinn sagðist hann styðja hvers kyns diplómatískar umleitanir til að fá viðskiptaþvingunum heimsveldanna sem sliga efnahag landsins aflétt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Viðræður um að endurvekja kjarnorkusamning Írans við heimsveldin sem hófust í Vín fyrr á þessu ári hafa verið á ís undanfarið. „Íranska þjóðin býst við því að ný ríkisstjórn bæti líf hennar. Það verður að aflétta öllum ólöglegum refsiaðgerðum Bandaríkjanna gegn írönsku þjóðinni,“ sagði nýi forsetinn. Raisi hefur lengi sætt harðri gagnrýni fyrir aðild sína að mannréttindabrotum klerkastjórnarinnar í Íran. Hann er sakaður um að hafa átt þátt í aftökum á þúsundum pólitískra fanga árið 1988. Bandaríkjastjórn hefur beitt Raisi þvingunum fyrir mannréttindabrot frá 2019.
Íran Tengdar fréttir Nýkjörinn forseti Íran þverneitar að hitta Biden Ebrahim Raisi, nýkjörinn forseti Íran, hefur ekki nokkurn áhuga á því að hitta Joe Biden Bandaríkjaforseta. „Nei,“ svaraði hann einfaldlega, spurður á blaðamannafundi í dag. 21. júní 2021 12:33 Raisi sigurvegari í Íran Ebrahim Raisi bar sigur úr býtum í forsetakosningum í Íran. Níutíu prósent atkvæða hafa verið talin og Raisi hefur hlotið rúmlega helming þeirra. 19. júní 2021 10:21 Vonleysi kjósenda fyrir forsetakosningar í Íran Kjósendur í Íran eru ekki vongóðir um úrslit forsetakosninganna sem fara fram í landinu á morgun hafi merkjanleg áhrif á lífsgæði þeirra. Búist er við slakri kjörsókn í kosningunum sem eru taldar munu festa völd Ali Khamenei, æðstaklerks, enn frekar í sessi. 17. júní 2021 09:01 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Nýkjörinn forseti Íran þverneitar að hitta Biden Ebrahim Raisi, nýkjörinn forseti Íran, hefur ekki nokkurn áhuga á því að hitta Joe Biden Bandaríkjaforseta. „Nei,“ svaraði hann einfaldlega, spurður á blaðamannafundi í dag. 21. júní 2021 12:33
Raisi sigurvegari í Íran Ebrahim Raisi bar sigur úr býtum í forsetakosningum í Íran. Níutíu prósent atkvæða hafa verið talin og Raisi hefur hlotið rúmlega helming þeirra. 19. júní 2021 10:21
Vonleysi kjósenda fyrir forsetakosningar í Íran Kjósendur í Íran eru ekki vongóðir um úrslit forsetakosninganna sem fara fram í landinu á morgun hafi merkjanleg áhrif á lífsgæði þeirra. Búist er við slakri kjörsókn í kosningunum sem eru taldar munu festa völd Ali Khamenei, æðstaklerks, enn frekar í sessi. 17. júní 2021 09:01