Aston Villa eyddi 55 milljónum í dag - Grealish í læknisskoðun á morgun Valur Páll Eiríksson skrifar 4. ágúst 2021 19:31 Ings mun veita Ollie Watkins samkeppni um framherjastöðuna hjá Aston Villa í vetur. EPA-EFE/Naomi Baker Aston Villa hefur gengið frá kaupum á enska framherjanum Danny Ings frá Southampton fyrir 25 milljónir punda. Búist er við að Villa selji fyrirliða sinn Jack Grealish til Manchester City á allra næstu dögum. Ings skrifaði undir þriggja ára samning við Aston Villa í dag en hann hefur leikið með Southampton frá árinu 2018. Hann hefur skorað 46 mörk í 100 leikjum fyrir suðurstrandarfélagið síðan þá. Fyrir það var Ings leikmaður Liverpool en Púlarar eru sagði fá tvær milljónir punda af þeim 30 sem Villa greiðir fyrir framherjann. Welcome to Aston Villa, @IngsDanny! #WelcomeDanny— Aston Villa (@AVFCOfficial) August 4, 2021 Ings er annar leikmaðurinn sem Villa semur við í dag en Jamaíkumaðurinn Leon Bailey kom til félagsins frá Bayer Leverkusen í Þýskalandi fyrr í dag. Sá kostaði 30 milljónir punda en fyrr í sumar var argentínski kantmaðurinn Emiliano Buendía keyptur frá Norwich á 38 milljónir punda. Einnig sneri Ashley Young aftur til félagsins er hann kom frá Ítalíumeisturum Internazionale en hann lék áður með Villa frá 2007 til 2011. Talið er að Villa vinni gegn þessari svakalegu eyðslu með sölu á fyrirliða sínum Jack Grealish en fregnir frá Bretlandseyjum herma að Englandsmeistarar Manchester City séu við það að ganga frá kaupum á honum frá Aston Villa. Sky Sports greinir frá því að hann fari í læknisskoðun á morgun. Jack Grealish will undergo a medical at Manchester City on Thursday— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 4, 2021 Grealish mun kosta City 100 milljónir punda og verður hann dýrasti leikmaður sem enskt félagslið hefur keypt. Fyrra met á Paul Pogba sem Manchester United greiddi Juventus 85 milljónir fyrir árið 2016. Enski boltinn Tengdar fréttir Grealish færist sífellt nær City Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Jack Grealish gangi í raðir Englandsmeistara Manchester City. 4. ágúst 2021 12:00 Kveðst hafa fengið 200 morðhótanir á dag Sasha Attwood, kærasta Jack Grealish, leikmanns Aston Villa og enska karlalandsliðsins í fótbolta, sagði áskrifendum sínum á YouTube frá því gær hversu ógeðfelldu rafrænu ofbeldi hún hefði orðið fyrir á meðan Evrópumóti karla í fótbolta stóð í sumar. 4. ágúst 2021 07:15 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Ings skrifaði undir þriggja ára samning við Aston Villa í dag en hann hefur leikið með Southampton frá árinu 2018. Hann hefur skorað 46 mörk í 100 leikjum fyrir suðurstrandarfélagið síðan þá. Fyrir það var Ings leikmaður Liverpool en Púlarar eru sagði fá tvær milljónir punda af þeim 30 sem Villa greiðir fyrir framherjann. Welcome to Aston Villa, @IngsDanny! #WelcomeDanny— Aston Villa (@AVFCOfficial) August 4, 2021 Ings er annar leikmaðurinn sem Villa semur við í dag en Jamaíkumaðurinn Leon Bailey kom til félagsins frá Bayer Leverkusen í Þýskalandi fyrr í dag. Sá kostaði 30 milljónir punda en fyrr í sumar var argentínski kantmaðurinn Emiliano Buendía keyptur frá Norwich á 38 milljónir punda. Einnig sneri Ashley Young aftur til félagsins er hann kom frá Ítalíumeisturum Internazionale en hann lék áður með Villa frá 2007 til 2011. Talið er að Villa vinni gegn þessari svakalegu eyðslu með sölu á fyrirliða sínum Jack Grealish en fregnir frá Bretlandseyjum herma að Englandsmeistarar Manchester City séu við það að ganga frá kaupum á honum frá Aston Villa. Sky Sports greinir frá því að hann fari í læknisskoðun á morgun. Jack Grealish will undergo a medical at Manchester City on Thursday— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 4, 2021 Grealish mun kosta City 100 milljónir punda og verður hann dýrasti leikmaður sem enskt félagslið hefur keypt. Fyrra met á Paul Pogba sem Manchester United greiddi Juventus 85 milljónir fyrir árið 2016.
Enski boltinn Tengdar fréttir Grealish færist sífellt nær City Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Jack Grealish gangi í raðir Englandsmeistara Manchester City. 4. ágúst 2021 12:00 Kveðst hafa fengið 200 morðhótanir á dag Sasha Attwood, kærasta Jack Grealish, leikmanns Aston Villa og enska karlalandsliðsins í fótbolta, sagði áskrifendum sínum á YouTube frá því gær hversu ógeðfelldu rafrænu ofbeldi hún hefði orðið fyrir á meðan Evrópumóti karla í fótbolta stóð í sumar. 4. ágúst 2021 07:15 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Grealish færist sífellt nær City Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Jack Grealish gangi í raðir Englandsmeistara Manchester City. 4. ágúst 2021 12:00
Kveðst hafa fengið 200 morðhótanir á dag Sasha Attwood, kærasta Jack Grealish, leikmanns Aston Villa og enska karlalandsliðsins í fótbolta, sagði áskrifendum sínum á YouTube frá því gær hversu ógeðfelldu rafrænu ofbeldi hún hefði orðið fyrir á meðan Evrópumóti karla í fótbolta stóð í sumar. 4. ágúst 2021 07:15