Hálf öld af hinseginstolti Anna María Gunnarsdóttir og Ragnar Þór Pétursson skrifa 4. ágúst 2021 17:46 Í ár er hálf öld síðan hinsegin bandarískir stúdentar fóru fyrst kerfisbundið að stunda samkomur í Loring-garði í Minneapolis undir merkjum Gay Pride. Með slagorðinu fylgdi ákall til stuðningsfólks og almennra borgara um að andæfa fullyrðingum nokkurra trúarleiðtoga um að sýnileiki hinseginfólks væri tvöföld synd, annars vegar sú sem fælist í kynhvötinni og hins vegar drambsemi. Sagan hefur sýnt að mannréttindabarátta hinseginfólks hefur tilhneigingu til að leita í báðar þessar vígstöðvar. Það er enda eitt að viðurkenna og samþykkja tilvist hinsegin fólks og annað að fagna sýnileika þess. Í ljóðinu „karl r. emba“ eftir Hörð Torfason er dregin upp mynd af íslenskri þjóð sem á í dálitlum vandræðum með sjálfa sig að þessu leyti. Þar hrópar stútungslegur karl á besta aldri, sem alinn er upp hjá „frjálsri þjóð, í ljómandi fallegu landi“ á guð sinn í örvæntingu yfir því að fluttur sé í götuna hans hommi sem virðist ekkert skammast sín. Karlinn, sem sannfærður er um að hann sé öldungis fordómalaus og mjög nútímalegur í hugsun, upplifir sterkt að það sé hans hlutverk um að standa gegn þeirri hnignun hugarfarsins sem tilvist hommans hefur í för með sér í götunni. Hann hrópar á guð sinn og spyr hvað hann geti gert. Svarið kemur um hæl: Gefð‘onum blóm. Karlinn hváir. Já, gefð‘onum blómavönd og rúsínupoka með hnetum. Undir lok þessa áratugar verður hálf öld síðan hinseginfólk á Íslandi bast samtökum um sýnileika sinn. Brautryðjendur þeirrar baráttu, fólk eins og Hörður Torfason, hafa fengið að lifa það að sjá baráttu sína skila töluverðum árangri. Hitt vitum við þó öll að eitt er tilvist og annað er sýnileiki; eitt er umburðarlyndi og annað er virðing. Baráttunni er hvergi nærri lokið. Hvert einasta ungmenni stendur frammi fyrir tvöfaldri áskorun. Annars vegar þeirri að átta sig á sjálfu sér í heimi sem er óumræðilega flóknari en hin hefðbundna kynja- og kynhvatartvíhyggja gefur til kynna. Hins vegar þeirri að elska sjálft sig eins og það er. Skólinn gegnir lykilhlutverki í báðum tilfellum og ábyrgð allra í skólasamfélaginu er mikil. Meginhlutverk alls skólastarfs er að auka alhliða þroska og hlúa að börnum andlega og vitsmunalega, sem og stuðla að víðsýni og námi við hæfi hvers og eins. Eins skal starfrækja skóla í þágu menntunar, menningar og samfélags og stuðla að menntun og þroska nemenda til að sköpunar. Menntayfirvöld og kennarar verða að viðhalda þekkingu sinni og starfsþróun til að veruleiki skólans endurspegli raunveruleikann en ekki úreltar hugmyndir horfinna tíma. En það er ekki nóg. Eins og kemur fram í tilvitnun í texta Harða Torfa hér að framan er ekki nægilegt að vera umburðarlyndur gagnavart kynseginleika heldur þarf að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum og þakka fyrir að við erum hvert með sínu lagi. Það er skylda skólasamfélagsins að vinna gegn fordómum og staðalmyndum og umvefja fjölbreytileikann. Skólinn á að vera kærleiksríkt samfélag gagnkvæmrar virðingar. Samfélag sem minnir sjálft sig á það reglulega að kærleikur, vinarþel og skilningur er lykillinn að því að fólk fái þrifist. Fyrir hönd Kennarasambands Íslands óskum við þjóðinni til hamingju með Hinsegin daga og minnum kollega okkar á mikilvægi þess að fagna fjölbreytileikanum í íslensku skólasamfélagi. Anna María er varaformaður Kennarasambands Íslands og Ragnar Þór er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Ragnar Þór Pétursson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í ár er hálf öld síðan hinsegin bandarískir stúdentar fóru fyrst kerfisbundið að stunda samkomur í Loring-garði í Minneapolis undir merkjum Gay Pride. Með slagorðinu fylgdi ákall til stuðningsfólks og almennra borgara um að andæfa fullyrðingum nokkurra trúarleiðtoga um að sýnileiki hinseginfólks væri tvöföld synd, annars vegar sú sem fælist í kynhvötinni og hins vegar drambsemi. Sagan hefur sýnt að mannréttindabarátta hinseginfólks hefur tilhneigingu til að leita í báðar þessar vígstöðvar. Það er enda eitt að viðurkenna og samþykkja tilvist hinsegin fólks og annað að fagna sýnileika þess. Í ljóðinu „karl r. emba“ eftir Hörð Torfason er dregin upp mynd af íslenskri þjóð sem á í dálitlum vandræðum með sjálfa sig að þessu leyti. Þar hrópar stútungslegur karl á besta aldri, sem alinn er upp hjá „frjálsri þjóð, í ljómandi fallegu landi“ á guð sinn í örvæntingu yfir því að fluttur sé í götuna hans hommi sem virðist ekkert skammast sín. Karlinn, sem sannfærður er um að hann sé öldungis fordómalaus og mjög nútímalegur í hugsun, upplifir sterkt að það sé hans hlutverk um að standa gegn þeirri hnignun hugarfarsins sem tilvist hommans hefur í för með sér í götunni. Hann hrópar á guð sinn og spyr hvað hann geti gert. Svarið kemur um hæl: Gefð‘onum blóm. Karlinn hváir. Já, gefð‘onum blómavönd og rúsínupoka með hnetum. Undir lok þessa áratugar verður hálf öld síðan hinseginfólk á Íslandi bast samtökum um sýnileika sinn. Brautryðjendur þeirrar baráttu, fólk eins og Hörður Torfason, hafa fengið að lifa það að sjá baráttu sína skila töluverðum árangri. Hitt vitum við þó öll að eitt er tilvist og annað er sýnileiki; eitt er umburðarlyndi og annað er virðing. Baráttunni er hvergi nærri lokið. Hvert einasta ungmenni stendur frammi fyrir tvöfaldri áskorun. Annars vegar þeirri að átta sig á sjálfu sér í heimi sem er óumræðilega flóknari en hin hefðbundna kynja- og kynhvatartvíhyggja gefur til kynna. Hins vegar þeirri að elska sjálft sig eins og það er. Skólinn gegnir lykilhlutverki í báðum tilfellum og ábyrgð allra í skólasamfélaginu er mikil. Meginhlutverk alls skólastarfs er að auka alhliða þroska og hlúa að börnum andlega og vitsmunalega, sem og stuðla að víðsýni og námi við hæfi hvers og eins. Eins skal starfrækja skóla í þágu menntunar, menningar og samfélags og stuðla að menntun og þroska nemenda til að sköpunar. Menntayfirvöld og kennarar verða að viðhalda þekkingu sinni og starfsþróun til að veruleiki skólans endurspegli raunveruleikann en ekki úreltar hugmyndir horfinna tíma. En það er ekki nóg. Eins og kemur fram í tilvitnun í texta Harða Torfa hér að framan er ekki nægilegt að vera umburðarlyndur gagnavart kynseginleika heldur þarf að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum og þakka fyrir að við erum hvert með sínu lagi. Það er skylda skólasamfélagsins að vinna gegn fordómum og staðalmyndum og umvefja fjölbreytileikann. Skólinn á að vera kærleiksríkt samfélag gagnkvæmrar virðingar. Samfélag sem minnir sjálft sig á það reglulega að kærleikur, vinarþel og skilningur er lykillinn að því að fólk fái þrifist. Fyrir hönd Kennarasambands Íslands óskum við þjóðinni til hamingju með Hinsegin daga og minnum kollega okkar á mikilvægi þess að fagna fjölbreytileikanum í íslensku skólasamfélagi. Anna María er varaformaður Kennarasambands Íslands og Ragnar Þór er formaður Kennarasambands Íslands.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun