Hraðlest sem var á leið frá Munchen í Þýskalandi til Prag í Tékklandi rakst framan á tékkneska farþegalest. Samgönguráðherra Tékklands kennir mannlegum mistökum lestarstjóra þýsku lestarinnar um slysið. Hann fullyrðir að þýska lestin hafi ekki virt stöðvunarskyldu.
Hin látnu eru báðir lestarstjórarnir og kvenkyns farþegi annarar lestarinnar.
Mikill fjöldi viðbragðsaðila mætti á vetttvang, meðal annars þýska lögreglan sem bauðst til að aðstoða þar sem fjölmargir Þjóðverjar voru um borð í annarri lestinni. Fjórar þyrlur fluttu slasaða á spítala.
Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, vottaði samúð sína á Twitter. „Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldna þeirra látnu. Það er mikilvægt að bjarga hinum slösuðu. Síðan þarf að rannsaka allt,“ sagði Babis.