Nína Björk nýr forstöðumaður GRÓ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. ágúst 2021 13:05 Nína Björk Jónsdóttir hefur starfað fyrir utanríkisþjónustuna frá árinu 2005. Nína Björk Jónsdóttir hefur tekið við sem forstöðumaður GRÓ, þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu. Hún tekur við af Friðrik Jónssyni, sem var kjörinn formaður BHM 27. maí síðastliðinn. Nína Björk hefur starfað fyrir utanríkisþjónustuna frá árinu 2005. Síðustu tvö ár hefur hún verið forstöðumaður viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins. Árin 2016-2019 var hún varafastafulltrúi í fastanefnd Íslands í Genf, sem fer með fyrirsvar gagnvart Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA), Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO), skrifstofu SÞ í Genf (UNOG) og öðrum alþjóðastofnunum sem hafa aðsetur í borginni. Árin 2012-2016 starfaði hún við sendiráð Íslands í París. Hún var varafastafulltrúi gagnvart OECD þar sem hún undirbjó m.a. aðild Íslands að Þróunarsamvinnunefnd OECD (DAC). Hún var einnig staðgengill sendiherra (frá 2013) og varafastafulltrúi gagnvart UNESCO og Evrópuráðinu frá 2014. Árin 2009-2011 starfaði Nína Björk samtímis á auðlindaskrifstofu og mannréttindaskrifstofu ráðuneytisins. Hún sat í samningateymi Íslands í loftslagsviðræðum á vegum UNFCCC og fór einnig með jafnréttismál. Árin 2005-2008 starfaði hún á viðskiptasviði utanríkisráðuneytisins og sat í undirnefndum II, III og IV og hafði umsjón með rekstri Samningsins um Evrópska efnahagssvæðið á þeim sviðum. Áður en Nína Björk hóf störf hjá utanríkisþjónustunni starfaði hún sem fréttamaður á Stöð 2 og Bylgjunni 2000-2001 og blaðamaður á Morgunblaðinu 2001-2004. Þá var hún friðargæsluliði á vegum Íslensku friðargæslunnar í Norður-Makedóníu í níu mánuði árið 2003 þar sem hún var fjölmiðlafulltrúi við Concordiu, fyrstu friðargæsluaðgerð ESB. Nína Björk er með MA gráðu í alþjóðastjórnmálum og öryggisfræðum frá Bradford háskóla, próf í hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands og BA gráðu í frönsku og stjórnmálafræði frá sama skóla. Nína Björk er einnig höfundur bókarinnar Íslandsdætur sem kom út árið 2020 hjá Sölku og annar tveggja höfunda How to Live Icelandic sem kemur út hjá forlaginu White Lion Publishing síðar á þessu ári. Vistaskipti Utanríkismál Þróunarsamvinna Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Nína Björk hefur starfað fyrir utanríkisþjónustuna frá árinu 2005. Síðustu tvö ár hefur hún verið forstöðumaður viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins. Árin 2016-2019 var hún varafastafulltrúi í fastanefnd Íslands í Genf, sem fer með fyrirsvar gagnvart Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA), Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO), skrifstofu SÞ í Genf (UNOG) og öðrum alþjóðastofnunum sem hafa aðsetur í borginni. Árin 2012-2016 starfaði hún við sendiráð Íslands í París. Hún var varafastafulltrúi gagnvart OECD þar sem hún undirbjó m.a. aðild Íslands að Þróunarsamvinnunefnd OECD (DAC). Hún var einnig staðgengill sendiherra (frá 2013) og varafastafulltrúi gagnvart UNESCO og Evrópuráðinu frá 2014. Árin 2009-2011 starfaði Nína Björk samtímis á auðlindaskrifstofu og mannréttindaskrifstofu ráðuneytisins. Hún sat í samningateymi Íslands í loftslagsviðræðum á vegum UNFCCC og fór einnig með jafnréttismál. Árin 2005-2008 starfaði hún á viðskiptasviði utanríkisráðuneytisins og sat í undirnefndum II, III og IV og hafði umsjón með rekstri Samningsins um Evrópska efnahagssvæðið á þeim sviðum. Áður en Nína Björk hóf störf hjá utanríkisþjónustunni starfaði hún sem fréttamaður á Stöð 2 og Bylgjunni 2000-2001 og blaðamaður á Morgunblaðinu 2001-2004. Þá var hún friðargæsluliði á vegum Íslensku friðargæslunnar í Norður-Makedóníu í níu mánuði árið 2003 þar sem hún var fjölmiðlafulltrúi við Concordiu, fyrstu friðargæsluaðgerð ESB. Nína Björk er með MA gráðu í alþjóðastjórnmálum og öryggisfræðum frá Bradford háskóla, próf í hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands og BA gráðu í frönsku og stjórnmálafræði frá sama skóla. Nína Björk er einnig höfundur bókarinnar Íslandsdætur sem kom út árið 2020 hjá Sölku og annar tveggja höfunda How to Live Icelandic sem kemur út hjá forlaginu White Lion Publishing síðar á þessu ári.
Vistaskipti Utanríkismál Þróunarsamvinna Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira