Gleðilega Hinsegin daga, kæra þjóð! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 3. ágúst 2021 17:43 Þessa vikuna fögnum við fjölbreytileikanum í allri sinni dýrð og dásemd með Hinsegin dögum. Á þessum tíma árs nýti ég tækifærið og þakka fyrir frelsið og viðurkenninguna sem íslenskt samfélag hefur veitt mér sem lesbíu og öðru hinsegin fólki. Um leið er það mér ótrúlega mikilvægt að velta fyrir mér stöðu baráttunnar og minna mig á að það er ekki allt í höfn. Við fáum fréttir af ofbeldisverkum í garð hinsegin fólks í löndum, ekki svo fjarri okkur og gerum okkur grein fyrir því að það á sér stað bakslag, þegar kemur að réttindum hinsegin fólks. Því þurfum við að vera á tánum og gera hvað við getum til að standa vörð um þau réttindi sem hafa áunnist. Við þurfum líka að vera vakandi fyrir þeim brotalömum, sem við sem samfélag erum að fást við. Mannréttindabarátta hinsegin fólks skiptir okkur öll máli Hver er hinn íslenski veruleiki í mannréttindabaráttu hinsegin fólks? Hvar stöndum við? Höfum við náð raunverulegum skilningi í öllum kimum samfélagsins? Og ef ekki, hvers vegna er það svo? Þetta eru spurningarnar sem við þurfum að vera að spyrja okkur. Árið fyrir covid tók ég þátt í pallborði á hinsegin viku framhaldsskóla. Viku sem var undirlögð af alls kyns hinsegin uppákomum, fræðslu jafnt sem menningu. Pallborðið var afar vel sótt og fram fór mjög gagnleg umræða um mikilvægi sýnileikans. Í gleðinni sem ríkti yfir því hvernig til tókst verð mér því brugðið að heyra áhyggjutón yfir því að einn hópur ungmenna hafi sýnt dagskrá vikunnar lítinn sem engan áhuga. Þátttaka íþróttastráka var dræm og áhugaleysið áþreifanlegt. Við þurfum að gera betur Þessar áhyggjur hafa setið í mér. Við vitum það öll sem viljum að hinsegin einstaklingar hafa átt erfitt með að standa með sjálfum sér innan íþróttahreyfingarinnar og hefur þetta verið vandi á heimsvísu. Fjöldi opinberra hinsegin ólympíufara segja sína sögu. Ég hef hvatt sérstaklega til þess að talað sé fyrir aukinni fræðslu meðal íþróttafélaganna í mínu sveitarfélagi. Einnig að unnið sé að því að tryggja með öllum tiltækum ráðum öryggi og vellíðan hinsegin barna og ungmenna í fjölbreyttu og öflugu íþróttastarfi. En betur má ef duga skal. Í tilefni Hinsegin daga langar mig til þess að hvetja íþróttahreyfinguna til dáða. Og að sveitarfélögin geri ríka kröfu til hreyfingarinnar um að taka mikilvægi fræðslu og viðurkenningu í garð hinsegin fólks alvarlega. Svo alvarlega að íþróttastrákarnir verði alvöru þátttakendur en leyfi sér ekki að horfa undan. Íþróttastrákarnir verða fullorðnir og hafa jafn mikil áhrif á samfélagið og við hin og mannréttindabarátta hinsegin fólks þarf á strákunum okkar að halda eins og öðrum. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa vikuna fögnum við fjölbreytileikanum í allri sinni dýrð og dásemd með Hinsegin dögum. Á þessum tíma árs nýti ég tækifærið og þakka fyrir frelsið og viðurkenninguna sem íslenskt samfélag hefur veitt mér sem lesbíu og öðru hinsegin fólki. Um leið er það mér ótrúlega mikilvægt að velta fyrir mér stöðu baráttunnar og minna mig á að það er ekki allt í höfn. Við fáum fréttir af ofbeldisverkum í garð hinsegin fólks í löndum, ekki svo fjarri okkur og gerum okkur grein fyrir því að það á sér stað bakslag, þegar kemur að réttindum hinsegin fólks. Því þurfum við að vera á tánum og gera hvað við getum til að standa vörð um þau réttindi sem hafa áunnist. Við þurfum líka að vera vakandi fyrir þeim brotalömum, sem við sem samfélag erum að fást við. Mannréttindabarátta hinsegin fólks skiptir okkur öll máli Hver er hinn íslenski veruleiki í mannréttindabaráttu hinsegin fólks? Hvar stöndum við? Höfum við náð raunverulegum skilningi í öllum kimum samfélagsins? Og ef ekki, hvers vegna er það svo? Þetta eru spurningarnar sem við þurfum að vera að spyrja okkur. Árið fyrir covid tók ég þátt í pallborði á hinsegin viku framhaldsskóla. Viku sem var undirlögð af alls kyns hinsegin uppákomum, fræðslu jafnt sem menningu. Pallborðið var afar vel sótt og fram fór mjög gagnleg umræða um mikilvægi sýnileikans. Í gleðinni sem ríkti yfir því hvernig til tókst verð mér því brugðið að heyra áhyggjutón yfir því að einn hópur ungmenna hafi sýnt dagskrá vikunnar lítinn sem engan áhuga. Þátttaka íþróttastráka var dræm og áhugaleysið áþreifanlegt. Við þurfum að gera betur Þessar áhyggjur hafa setið í mér. Við vitum það öll sem viljum að hinsegin einstaklingar hafa átt erfitt með að standa með sjálfum sér innan íþróttahreyfingarinnar og hefur þetta verið vandi á heimsvísu. Fjöldi opinberra hinsegin ólympíufara segja sína sögu. Ég hef hvatt sérstaklega til þess að talað sé fyrir aukinni fræðslu meðal íþróttafélaganna í mínu sveitarfélagi. Einnig að unnið sé að því að tryggja með öllum tiltækum ráðum öryggi og vellíðan hinsegin barna og ungmenna í fjölbreyttu og öflugu íþróttastarfi. En betur má ef duga skal. Í tilefni Hinsegin daga langar mig til þess að hvetja íþróttahreyfinguna til dáða. Og að sveitarfélögin geri ríka kröfu til hreyfingarinnar um að taka mikilvægi fræðslu og viðurkenningu í garð hinsegin fólks alvarlega. Svo alvarlega að íþróttastrákarnir verði alvöru þátttakendur en leyfi sér ekki að horfa undan. Íþróttastrákarnir verða fullorðnir og hafa jafn mikil áhrif á samfélagið og við hin og mannréttindabarátta hinsegin fólks þarf á strákunum okkar að halda eins og öðrum. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun