Breiðablik mætir skoska úrvalsdeildarliðinu Aberdeen í tveimur leikjum í 3.umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fyrri leikurinn í einvíginu verður næstkomandi fimmtudag og sá síðari viku síðar.
Takist Blikum að komast áfram gegn Skotunum mun Kópavogsliðið mæta annað hvort AEL Limassol frá Kýpur eða Qarabağ frá Aserbaídsjan.
Í þessari 4.umferð forkeppninnar mæta nokkur stór félög til leiks og ber þar helst að nefna Tottenham Hotspur og AS Roma.
So much excitement as teams will fight it out for group stage places! #UECL #EuropaConferenceLeague pic.twitter.com/arxhQo1CdI
— UEFA Europa Conference League (@EuropaConLeague) August 2, 2021