Fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins fer hörðum orðum um Pál Hreinsson Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. ágúst 2021 08:45 Páll Hreinsson, forseti EFTA-dómstólsins, (vinstri) og forveri hans í starfi Carl Baudenbacher (hægri). Baudenbacher gegndi stöðunni frá árinu 1995 til ársins 2018. Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, fer afar hörðum orðum um eftirmann sinn Pál Hreinsson í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Hann segir Pál hafa glatað sjálfstæði sínu, hafi hann einhvern tíma verið sjálfstæður yfir höfuð, því hann „starfar í hjáverkum fyrir íslenska forsætisráðuneytið“. Það er fáheyrt að fyrrverandi forseti dómstóls gagnrýni eftirmann sinn svo harðlega en Baudenbacher hefur grein sína á að rekja tvö ráðgefandi álit sem EFTA-dómstóllinn gaf út þann 30. júní síðastliðinn í málum sem tengdust því sem hann kallar „hið norska velferðarhneyksli“. „Þessir tveir úrskurðir marka nýjasta lágpunktinn í þróun sem hófst snemma árs 2018, þegar Páll Hreinsson varð forseti EFTA-dómstólsins,“ skrifar Baudenbacher í greininni. „Frá þeim tíma hefur EFTA-dómstóllinn tekið óhóflega vinsamlega afstöðu gagnvart norska ríkinu á kostnað borgara og fyrirtækja.“ Þannig sakar hann Pál um að hafa augljósa tilhneigingu til að dæma mál norska ríkinu í vil og nefnir nokkur dæmi norskra dómsmála sem hafa farið fyrir dóminn. Dómstólar í Evrópu hafi misst álit á dómstóli Páls Hann segir íslenska dómstóla hafa misst álit á EFTA-dómstólnum og því séu þeir hættir að vísa mikilvægum málum þangað: „Íslensku dómstólarnir, sem áður vísuðu ýmsum mikilvægustu málum sínum til EFTA-dómstólsins og framfylgdu úrskurðum hans af samviskusemi, hafa nánast hætt að vísa málum til Lúxemborgar, að því er virðist af því að þeir gera sér grein fyrir því sem nú er upp á teningnum,“ skrifa Baudenbacher. „Norsku dómstólarnir halda hins vegar vísunum sínum áfram. Ólíkt því sem gerist á Íslandi eru norsku dómstólarnir þéttskipaðir fyrrverandi kerfiskörlum, sem eru ósjaldan reiðubúnir að hlíta pólitískum merkjasendingum og dæma ríkinu í hag. Séð frá því sjónarhorni eru viðhorf þeirra skiljanleg.“ Flestir dómstólar Evrópusambandsins hafa nú nánast hætt öllum réttarfarslegum samskiptum við EFTA-dómstólinn, að sögn Baudenbachers. Hann segir þetta hafa veikt stöðu EFTA-stoðarinnar gagnvart ESB. Hann segir þá hæpið að úrskurður eins og sá sem var kveðinn upp í Icesave-málinu 2013 hlyti samþykki Evrópusambandsins. Hægt að véfengja alla dóma Páls „Loks er það eftir öllu að forseti EFTA-dómstólsins, Páll Hreinsson, starfar í hjáverkum fyrir íslenska forsætisráðuneytið, að því er virðist gegn þóknun,“ skrifar fyrrverandi forseti dómstólsins. Og nefnir þar sérfræðingsálit sem Páll skrifaði fyrir ráðuneytið haustið 2020 um lögmæti takmarkana á grundvallarréttindum í Covid-faraldrinum. Hann segir Pál þarna fjalla um svið sem heyrir undir lögin um Evrópska efnahagssvæðið fyrir ríkisstjórnina. Álitsgerðin hafi verið málamyndaskjal þar sem ríkisstjórninni væri gefnar nánast frjálsar hendur. „Hafi Páll Hreinsson nokkurn tíma verið sjálfstæður hefur hann með þessu glatað sjálfstæði sínu.“ Hann segir að nú sé hægt að véfengja hvern þann dóm sem kveðinn hefur verið upp með aðkomu Páls. Baudenbacher lýkur svo grein sinni á þessum orðum: „Mér er ljóst að það er óvanalegt að fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, sem starfandi er á eigin vegum, skrifi grein sem þessa. En óvenjulegar aðstæður kalla á óvenjulegar aðgerðir. Eins og franski tilvistarstefnuheimspekingurinn Jean-Paul Sartre skrifaði: „Öll orð hafa afleiðingar. Sama gildir um alla þögn.““ Dómstólar Noregur Utanríkismál EFTA Tengdar fréttir Páll orðinn forseti EFTA-dómstólsins Páll Hreinsson hefur verið skipaður forseti EFTA-dómstólsins frá og með 1. janúar síðastliðnum. 3. janúar 2018 11:17 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Það er fáheyrt að fyrrverandi forseti dómstóls gagnrýni eftirmann sinn svo harðlega en Baudenbacher hefur grein sína á að rekja tvö ráðgefandi álit sem EFTA-dómstóllinn gaf út þann 30. júní síðastliðinn í málum sem tengdust því sem hann kallar „hið norska velferðarhneyksli“. „Þessir tveir úrskurðir marka nýjasta lágpunktinn í þróun sem hófst snemma árs 2018, þegar Páll Hreinsson varð forseti EFTA-dómstólsins,“ skrifar Baudenbacher í greininni. „Frá þeim tíma hefur EFTA-dómstóllinn tekið óhóflega vinsamlega afstöðu gagnvart norska ríkinu á kostnað borgara og fyrirtækja.“ Þannig sakar hann Pál um að hafa augljósa tilhneigingu til að dæma mál norska ríkinu í vil og nefnir nokkur dæmi norskra dómsmála sem hafa farið fyrir dóminn. Dómstólar í Evrópu hafi misst álit á dómstóli Páls Hann segir íslenska dómstóla hafa misst álit á EFTA-dómstólnum og því séu þeir hættir að vísa mikilvægum málum þangað: „Íslensku dómstólarnir, sem áður vísuðu ýmsum mikilvægustu málum sínum til EFTA-dómstólsins og framfylgdu úrskurðum hans af samviskusemi, hafa nánast hætt að vísa málum til Lúxemborgar, að því er virðist af því að þeir gera sér grein fyrir því sem nú er upp á teningnum,“ skrifa Baudenbacher. „Norsku dómstólarnir halda hins vegar vísunum sínum áfram. Ólíkt því sem gerist á Íslandi eru norsku dómstólarnir þéttskipaðir fyrrverandi kerfiskörlum, sem eru ósjaldan reiðubúnir að hlíta pólitískum merkjasendingum og dæma ríkinu í hag. Séð frá því sjónarhorni eru viðhorf þeirra skiljanleg.“ Flestir dómstólar Evrópusambandsins hafa nú nánast hætt öllum réttarfarslegum samskiptum við EFTA-dómstólinn, að sögn Baudenbachers. Hann segir þetta hafa veikt stöðu EFTA-stoðarinnar gagnvart ESB. Hann segir þá hæpið að úrskurður eins og sá sem var kveðinn upp í Icesave-málinu 2013 hlyti samþykki Evrópusambandsins. Hægt að véfengja alla dóma Páls „Loks er það eftir öllu að forseti EFTA-dómstólsins, Páll Hreinsson, starfar í hjáverkum fyrir íslenska forsætisráðuneytið, að því er virðist gegn þóknun,“ skrifar fyrrverandi forseti dómstólsins. Og nefnir þar sérfræðingsálit sem Páll skrifaði fyrir ráðuneytið haustið 2020 um lögmæti takmarkana á grundvallarréttindum í Covid-faraldrinum. Hann segir Pál þarna fjalla um svið sem heyrir undir lögin um Evrópska efnahagssvæðið fyrir ríkisstjórnina. Álitsgerðin hafi verið málamyndaskjal þar sem ríkisstjórninni væri gefnar nánast frjálsar hendur. „Hafi Páll Hreinsson nokkurn tíma verið sjálfstæður hefur hann með þessu glatað sjálfstæði sínu.“ Hann segir að nú sé hægt að véfengja hvern þann dóm sem kveðinn hefur verið upp með aðkomu Páls. Baudenbacher lýkur svo grein sinni á þessum orðum: „Mér er ljóst að það er óvanalegt að fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, sem starfandi er á eigin vegum, skrifi grein sem þessa. En óvenjulegar aðstæður kalla á óvenjulegar aðgerðir. Eins og franski tilvistarstefnuheimspekingurinn Jean-Paul Sartre skrifaði: „Öll orð hafa afleiðingar. Sama gildir um alla þögn.““
Dómstólar Noregur Utanríkismál EFTA Tengdar fréttir Páll orðinn forseti EFTA-dómstólsins Páll Hreinsson hefur verið skipaður forseti EFTA-dómstólsins frá og með 1. janúar síðastliðnum. 3. janúar 2018 11:17 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Páll orðinn forseti EFTA-dómstólsins Páll Hreinsson hefur verið skipaður forseti EFTA-dómstólsins frá og með 1. janúar síðastliðnum. 3. janúar 2018 11:17