Amanda Knox segir Matt Damon vilja græða peninga á harmi þrunginni ævisögu hennar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júlí 2021 22:30 Amanda Knox hefur sakað Matt Damon og Tom McCarthy um að vilja græða peninga á lífi hennar. Getty/ Emanuele Cremaschi Hin bandaríska Amanda Knox heldur því fram að kvikmyndin Stillwater sé byggð á ævisögu hennar og að saga hennar hafi verið notuð, án hennar samþykkis, til að græða peninga. Knox var árið 2007 ákærð, ásamt fyrrverandi kærasta sínum Raffaele Sollecito, fyrir að hafa myrt Meredith Kercher, sambýling Knox, í bænum Perugia á Ítalíu. Knox var þar stúdent og hafði búið í bænum í nokkrar vikur áður en Kercher var myrt. Knox og Sollecito voru sakfelld fyrir morðið en síðar sýknuð af morðinu. Kvikmyndin Stillwater er nýkomin í bíó vestanhafs og fer óskarsverðlaunahafinn Matt Damon með aðalhlutverk í myndinni. Leikstjóri myndarinnar, Tom McCarthy, hefur sagt að myndin sé lauslega byggð á sögu Knox. Myndin Stillwater fjallar um bandarískan föður sem ferðast til Frakklands þar sem dóttir hans er í fangelsi. Dóttirin er sökuð um að hafa myrt sambýliskonu sína og má sjá úr stiklu myndarinnar að sagan líkist mjög sögu Knox. Eyddi fjórum árum í ítölsku fangelsi Mál Knox vakti mikla athygli á sínum tíma og vilja margir meina að lögreglan í Perugia hafi ákveðið strax eftir morðið að Knox og Sollecito bæru ábyrgð á morðinu. Knox var aðeins tvítug þegar Kercher var myrt en Knox var sú sem fann líkið. Knox og Sollecito voru bæði sakfelld fyrir morðið og voru dæmd í 25 og 26 ára fangelsi en sátu aðeins inni í fjögur ár, þar til þau voru sýknuð. Ítalski þjófurinn Rudy Guede var síðar sakfelldur fyrir morðið eftir að blóðug fingraför hans fundust á hlutum sem voru í herbergi Kercher þegar morðið átti sér stað. Hann var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið en í desember síðastliðnum fékk hann að losna á reynslulausn og mun aðeins þurfa að sinna samfélagsþjónustu til að uppfylla dóminn. „Tilheyrir nafnið mitt mér?“ Does my name belong to me? My face? What about my life? My story? Why does my name refer to events I had no hand in? I return to these questions because others continue to profit off my name, face, & story without my consent. Most recently, the film #STILLWATER. / a thread— Amanda Knox (@amandaknox) July 29, 2021 „Tilheyrir nafnið mitt mér? Andlitið mitt? Hvað með líf mitt? Sögu mína? Hvers vegna tengist nafnið mitt atburðarrás sem ég tengdist ekkert? Þessar spurningar koma aftur upp hjá mér þegar aðrir reyna að græða á nafninu mínu, andlitinu mínu og sögu minni án míns samþykkis. Það nýjasta er kvikmyndin #Stillwater,“ tísti Knox í gær. I want to pause right here on that phrase: the Amanda Knox saga. What does that refer to? Does it refer to anything I did? No. It refers to the events that resulted from the murder of Meredith Kercher by a burglar named Rudy Guede.— Amanda Knox (@amandaknox) July 29, 2021 Hún segist ekki vilja neitt heitar en að fólk tali um atburðina í Perugia sem „Rudy Guede sem myrti Meredith Kercher.“ Hún hafi aldrei verið neitt annað en aukapersóna í sögunni, saklaus sambýlingur. Þá hefur Knox boðið bæði McCarthy og Damon að ræða við sig um atburði kvikmyndarinnar í hlaðvarpinu hennar Labyrinths. Amanda Knox Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Knox var árið 2007 ákærð, ásamt fyrrverandi kærasta sínum Raffaele Sollecito, fyrir að hafa myrt Meredith Kercher, sambýling Knox, í bænum Perugia á Ítalíu. Knox var þar stúdent og hafði búið í bænum í nokkrar vikur áður en Kercher var myrt. Knox og Sollecito voru sakfelld fyrir morðið en síðar sýknuð af morðinu. Kvikmyndin Stillwater er nýkomin í bíó vestanhafs og fer óskarsverðlaunahafinn Matt Damon með aðalhlutverk í myndinni. Leikstjóri myndarinnar, Tom McCarthy, hefur sagt að myndin sé lauslega byggð á sögu Knox. Myndin Stillwater fjallar um bandarískan föður sem ferðast til Frakklands þar sem dóttir hans er í fangelsi. Dóttirin er sökuð um að hafa myrt sambýliskonu sína og má sjá úr stiklu myndarinnar að sagan líkist mjög sögu Knox. Eyddi fjórum árum í ítölsku fangelsi Mál Knox vakti mikla athygli á sínum tíma og vilja margir meina að lögreglan í Perugia hafi ákveðið strax eftir morðið að Knox og Sollecito bæru ábyrgð á morðinu. Knox var aðeins tvítug þegar Kercher var myrt en Knox var sú sem fann líkið. Knox og Sollecito voru bæði sakfelld fyrir morðið og voru dæmd í 25 og 26 ára fangelsi en sátu aðeins inni í fjögur ár, þar til þau voru sýknuð. Ítalski þjófurinn Rudy Guede var síðar sakfelldur fyrir morðið eftir að blóðug fingraför hans fundust á hlutum sem voru í herbergi Kercher þegar morðið átti sér stað. Hann var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið en í desember síðastliðnum fékk hann að losna á reynslulausn og mun aðeins þurfa að sinna samfélagsþjónustu til að uppfylla dóminn. „Tilheyrir nafnið mitt mér?“ Does my name belong to me? My face? What about my life? My story? Why does my name refer to events I had no hand in? I return to these questions because others continue to profit off my name, face, & story without my consent. Most recently, the film #STILLWATER. / a thread— Amanda Knox (@amandaknox) July 29, 2021 „Tilheyrir nafnið mitt mér? Andlitið mitt? Hvað með líf mitt? Sögu mína? Hvers vegna tengist nafnið mitt atburðarrás sem ég tengdist ekkert? Þessar spurningar koma aftur upp hjá mér þegar aðrir reyna að græða á nafninu mínu, andlitinu mínu og sögu minni án míns samþykkis. Það nýjasta er kvikmyndin #Stillwater,“ tísti Knox í gær. I want to pause right here on that phrase: the Amanda Knox saga. What does that refer to? Does it refer to anything I did? No. It refers to the events that resulted from the murder of Meredith Kercher by a burglar named Rudy Guede.— Amanda Knox (@amandaknox) July 29, 2021 Hún segist ekki vilja neitt heitar en að fólk tali um atburðina í Perugia sem „Rudy Guede sem myrti Meredith Kercher.“ Hún hafi aldrei verið neitt annað en aukapersóna í sögunni, saklaus sambýlingur. Þá hefur Knox boðið bæði McCarthy og Damon að ræða við sig um atburði kvikmyndarinnar í hlaðvarpinu hennar Labyrinths.
Amanda Knox Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira