Sýnatökuprófin segja ekki bara já eða nei Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. júlí 2021 17:03 Már Kristjánsson segir að öll próf í lækningum eigi það til að gefa óafgerandi niðurstöður. Stöð 2/Sigurjón Það kemur fyrir að falskar jákvæðar niðurstöður komi út úr greiningu sýna hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Bæði getur verið um tæknileg frávik að ræða en einnig að út komi „mjög óafgerandi niðurstöður“ úr sýnatökunni. Greining sýna virkar nefnilega ekki alveg þannig að þau gefi hreint já eða nei svar við spurningunni um hvort þau innihaldi kórónuveiru. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, útskýrir málið fyrir Vísi en í fyrradag greindust bæði sjúklingur og starfsmaður á krabbameinsdeild spítalans með falskt jákvætt sýni. Öll próf í lækningum geta gefið óafgerandi niðurstöður „Þetta er ekki eins og rofi á vegg, þannig að annaðhvort er ljós eða myrkur, það er að segja annað hvort er svarið jákvætt eða neikvætt,“ segir Már. Langflest prófin, um eða yfir 99 prósent, gefa þó mjög áreiðanlegar niðurstöður.Vísir/Vihelm „Öll próf í lækningum sem við beitum, þau eru ekki alltaf afgerandi. Þó það gerist í raun kannski í um 99 prósent tilvika að niðurstöður rannsókna eru afgerandi að þá eru frávik þar sem að hlutir eru ekki nákvæmlega svona.“ Hann segir það hafa hent í fyrradag. Þegar farið var yfir niðurstöður úr skimun á krabbameinsdeildinni hafi sjúklingur og starfsmaður „virst gefa jákvæð svör“. Þau svör voru þó ekki afgerandi og því var ákveðið að taka ný sýni sem síðan reyndust neikvæð. „Ef að fólk fer í skimun þá getur þú náð í það rétt um það bil þegar sýkingarnar eru að ná sér á strik og þá geta niðurstöðurnar verið mjög afgerandi. En svo getur það líka verið hins segir að þú nærð honum á hinum endanum á rófinu, til dæmis þegar einstaklingi er alveg að batna af sýkingu, þá koma upp svona frávik, sem við köllum lág jákvæð sýni. Það er að segja að niðurstöðurnar verða mjög óafgerandi hjá þeim,“ segir Már. „Og svo einstaka sinnum kemur það fyrir að það verða einhver tæknileg frávik bara í keyrslunni að niðurstaðan er þá ekki rétt,“ heldur hann áfram. Hann tekur fram að þetta séu alger undantekningartilvik; í 99 prósentum tilvika séu niðurstöður prófananna alveg ábyggilegar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Greining sýna virkar nefnilega ekki alveg þannig að þau gefi hreint já eða nei svar við spurningunni um hvort þau innihaldi kórónuveiru. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, útskýrir málið fyrir Vísi en í fyrradag greindust bæði sjúklingur og starfsmaður á krabbameinsdeild spítalans með falskt jákvætt sýni. Öll próf í lækningum geta gefið óafgerandi niðurstöður „Þetta er ekki eins og rofi á vegg, þannig að annaðhvort er ljós eða myrkur, það er að segja annað hvort er svarið jákvætt eða neikvætt,“ segir Már. Langflest prófin, um eða yfir 99 prósent, gefa þó mjög áreiðanlegar niðurstöður.Vísir/Vihelm „Öll próf í lækningum sem við beitum, þau eru ekki alltaf afgerandi. Þó það gerist í raun kannski í um 99 prósent tilvika að niðurstöður rannsókna eru afgerandi að þá eru frávik þar sem að hlutir eru ekki nákvæmlega svona.“ Hann segir það hafa hent í fyrradag. Þegar farið var yfir niðurstöður úr skimun á krabbameinsdeildinni hafi sjúklingur og starfsmaður „virst gefa jákvæð svör“. Þau svör voru þó ekki afgerandi og því var ákveðið að taka ný sýni sem síðan reyndust neikvæð. „Ef að fólk fer í skimun þá getur þú náð í það rétt um það bil þegar sýkingarnar eru að ná sér á strik og þá geta niðurstöðurnar verið mjög afgerandi. En svo getur það líka verið hins segir að þú nærð honum á hinum endanum á rófinu, til dæmis þegar einstaklingi er alveg að batna af sýkingu, þá koma upp svona frávik, sem við köllum lág jákvæð sýni. Það er að segja að niðurstöðurnar verða mjög óafgerandi hjá þeim,“ segir Már. „Og svo einstaka sinnum kemur það fyrir að það verða einhver tæknileg frávik bara í keyrslunni að niðurstaðan er þá ekki rétt,“ heldur hann áfram. Hann tekur fram að þetta séu alger undantekningartilvik; í 99 prósentum tilvika séu niðurstöður prófananna alveg ábyggilegar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira