Nýtt upphaf í miðjum heimsfaraldri? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 30. júlí 2021 09:00 Eftir verslunarmannahelgi fara margir að hugsa til haustsins. Fólk snýr aftur til vinnu, það fer að verða kertaljósahæft og rútínan tekur aftur yfir. Sumir leikskólar opna að nýju eftir sumarfrí í þeirri viku og undirbúningur grunnskólanna er að hefjast. Við, sem starfað höfum við skólastarf, þekkjum eftirvæntinguna og gleðitilfinninguna sem fyglir því að mæta til leiks og undirbúa nýtt skólaár. Haust eftir haust. Hitta nýja nemendur eða heilsa þeim gömlu að nýju. Þetta eru töfrarnir sjálfir. Raunveruleikinn Þetta haustið eru öll sem koma að skólastarfi hins vegar í töluverðri óvissu um upphaf skólaársins. Ísland er nú statt í stærstu bylgju heimsfaraldursins. Sem betur fer er stór hluti þjóðarinnar bólusettur. En það er ekki enn ljóst hvaða áhrif bólusetningin hefur. Það er ljóst að bólusettir sýkjast og smita áfram, þó afleiðingarnar fyrir bólusetta virðist vægari. Í þessari miðju bylgju, með skólastarf hinum megin við hornið, hafa stjórnvöld ekki lagt fram neinar áætlanir um hvernig á að takast á við bylgjuna innan skólakerfisins. Eða áætlanir um hvernig skólarnir eiga að lifa með veirunni. Gefið hefur verið út að starfsfólk skólanna, sem flestir fengu eina Jensen sprautu, muni í ágúst bjóðast að koma í “búst” til að verða klárt í slaginn. En það hefur ekkert komið fram um framtíðarsýnina. Það er alveg ljóst að það þarf að gera ráðstafanir. Veiran svífur um og stingur sér niður, að því er virðist hvar sem er. Hún er ekki að gufa upp og við munum þurfa að lifa með henni enn um sinn. Hvar er plan ríkisstjórnarinnar? Ætla stjórnvöld að miða við að skólakerfið hrökkvi eins og ekkert sé aftur í covid gírinn? Með fjarkennslu og börn og ungmenni sem dúsa heima. Á að viðhalda félagslegri einangrun sem við óttumst öll að hafi langvarandi neikvæðar afleiðingar. Eða eru einhver önnur plön í kortunum? og hver eru þau þá? Ég veit að foreldrar og starfsfólks skólakerfisins eru margir áhyggjufullir yfir stöðunni og gangi mála. Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum, hvort þau muni smitast í skólunum þegar börnin og ungmennin hópast aftur saman eftir sumarfrí. En þó þau veikist síður en aðrir, þá bera þau samt smit. Smit sem getur líka borist til bólusettra starfsmanna skólanna. Starfsfólk leik- og grunnskóla hefur unnið algjört þrekvirki fram til þessa í þágu samfélagsins á sama tíma og því hefur stafað ógn af heimsfaraldrinum. Þær aðstæður mega aldrei teljast sjálfsagðar. Við getum ekki sætt okkur við að ekki séu lagðar fram skýrar áætlanir, þannig að einhver vissa ríki um það sem koma skal. Einhver vissa önnur en að skólastarf fari núna af stað í mikilli óvissu og óöryggi vegna heimsfaraldursins, meðal starfsfólks, barna og ungmenna sem og foreldra þeirra. Sú óvissa og óöryggi mun lifa á meðan stjórnvöld leggja ekki fram sýn og plön um hvernig við ætlum að lifa með heimsfaraldri. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir verslunarmannahelgi fara margir að hugsa til haustsins. Fólk snýr aftur til vinnu, það fer að verða kertaljósahæft og rútínan tekur aftur yfir. Sumir leikskólar opna að nýju eftir sumarfrí í þeirri viku og undirbúningur grunnskólanna er að hefjast. Við, sem starfað höfum við skólastarf, þekkjum eftirvæntinguna og gleðitilfinninguna sem fyglir því að mæta til leiks og undirbúa nýtt skólaár. Haust eftir haust. Hitta nýja nemendur eða heilsa þeim gömlu að nýju. Þetta eru töfrarnir sjálfir. Raunveruleikinn Þetta haustið eru öll sem koma að skólastarfi hins vegar í töluverðri óvissu um upphaf skólaársins. Ísland er nú statt í stærstu bylgju heimsfaraldursins. Sem betur fer er stór hluti þjóðarinnar bólusettur. En það er ekki enn ljóst hvaða áhrif bólusetningin hefur. Það er ljóst að bólusettir sýkjast og smita áfram, þó afleiðingarnar fyrir bólusetta virðist vægari. Í þessari miðju bylgju, með skólastarf hinum megin við hornið, hafa stjórnvöld ekki lagt fram neinar áætlanir um hvernig á að takast á við bylgjuna innan skólakerfisins. Eða áætlanir um hvernig skólarnir eiga að lifa með veirunni. Gefið hefur verið út að starfsfólk skólanna, sem flestir fengu eina Jensen sprautu, muni í ágúst bjóðast að koma í “búst” til að verða klárt í slaginn. En það hefur ekkert komið fram um framtíðarsýnina. Það er alveg ljóst að það þarf að gera ráðstafanir. Veiran svífur um og stingur sér niður, að því er virðist hvar sem er. Hún er ekki að gufa upp og við munum þurfa að lifa með henni enn um sinn. Hvar er plan ríkisstjórnarinnar? Ætla stjórnvöld að miða við að skólakerfið hrökkvi eins og ekkert sé aftur í covid gírinn? Með fjarkennslu og börn og ungmenni sem dúsa heima. Á að viðhalda félagslegri einangrun sem við óttumst öll að hafi langvarandi neikvæðar afleiðingar. Eða eru einhver önnur plön í kortunum? og hver eru þau þá? Ég veit að foreldrar og starfsfólks skólakerfisins eru margir áhyggjufullir yfir stöðunni og gangi mála. Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum, hvort þau muni smitast í skólunum þegar börnin og ungmennin hópast aftur saman eftir sumarfrí. En þó þau veikist síður en aðrir, þá bera þau samt smit. Smit sem getur líka borist til bólusettra starfsmanna skólanna. Starfsfólk leik- og grunnskóla hefur unnið algjört þrekvirki fram til þessa í þágu samfélagsins á sama tíma og því hefur stafað ógn af heimsfaraldrinum. Þær aðstæður mega aldrei teljast sjálfsagðar. Við getum ekki sætt okkur við að ekki séu lagðar fram skýrar áætlanir, þannig að einhver vissa ríki um það sem koma skal. Einhver vissa önnur en að skólastarf fari núna af stað í mikilli óvissu og óöryggi vegna heimsfaraldursins, meðal starfsfólks, barna og ungmenna sem og foreldra þeirra. Sú óvissa og óöryggi mun lifa á meðan stjórnvöld leggja ekki fram sýn og plön um hvernig við ætlum að lifa með heimsfaraldri. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun