Hugur í BKG á heimsleikunum í CrossFit: Svekktur að fá ekki forystutreyjuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2021 11:30 Björgvin Karl Guðmundsson er að byrja vel á heimsleikunum í ár. Instagram/@bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson er aðeins fimmtán stigum frá efsta manni eftir fyrsta daginn á heimsleikunum í CrossFit en keppni heldur áfram í dag eftir hvíldardag í gær. Björgvin Karl er með 307 stig en í forystunni er Kanadamaðurinn Brent Fikowski með 322 stig. Bandaríkjamaðurinn Justin Medeiros (313 stig) og Finninn Jonne Koski (310 stig) eru síðan bara rétt á undan okkar manni. Eftir mjög erfiðan fyrsta dag með fjórum krefjandi greinum fengu keppendur að safna orku í gær. Björgvin Karl notaði líka tækifærið og gerði upp fyrsta daginn í pistli á Instagram síðu sinni. „Ég vil byrja á að segja það að ég áttaði mig ekki á því hversu mikið ég hafði saknað þess að keppa við menn á staðnum,“ skrifaði Björgvin Karl en undanfarin ár hefur öll hans keppni í CrossFit farið í gegnum netið. „Þetta er búinn að vera svo langur tími að maður hafði bara gleymt því hversu mikla orku maður fær á áhorfendum og hversu gott er að geta borið sig saman við keppendurna í kringum mann. Ég elskaði það að keppa á þessum fyrsta degi,“ skrifaði Björgvin Karl og hann fór síðan yfir þessar fjórar fyrstu greinar eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Björgvin Karl var ánægður með að ná sjötta sætinu í fyrstu greininni. „Ég syndi mikið og naut þess að synda í vatninu og þetta var grein sem ég hlakkaði til að keppa í. Kajakinn líka. Ég er fæddur á Stokkseyri og þar er algengt að vera á kajak. Þetta voru því ekki mín fyrstu kynni af kajak,“ skrifaði Björgvin Karl. Hann var líka ánægður með að ná níunda sætinu í grein númer tvö. Björgvin vann sinn riðil í þriðju greininni sem var 550 metra sprettur en endaði áttundi samanlagt. Það er hugur í Björgvini sem ætlar sér mikið á þessum leikum nú þegar fimmfaldur heimsmeistari Matt Fraser hefur lagt skóna á hilluna. Björgvini fannst að hann hefði átt að fá forystutreyjuna eftir þriðju grein þar sem hann komst þá í efsta sætið. „Ég vil byrja á því að segja hversu ömurlegt það er að ég fékk ekki forystutreyjuna fyrir fjórðu greinina því ég hafði unnið fyrir henni. Fjórða greinin var samt leiðinlegasta greinin mín á þessum fyrsta degi en ég reyndi að gera mitt besta sem og ég gerði,“ skrifaði Björgvin Karl. Hann endaði í tólfta sæti í grein fjögur og var því fjórði eftir fyrsta daginn. Keppni á heimsleikunum heldur áfram í dag og verður hægt að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér á Vísi. CrossFit Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Sjá meira
Björgvin Karl er með 307 stig en í forystunni er Kanadamaðurinn Brent Fikowski með 322 stig. Bandaríkjamaðurinn Justin Medeiros (313 stig) og Finninn Jonne Koski (310 stig) eru síðan bara rétt á undan okkar manni. Eftir mjög erfiðan fyrsta dag með fjórum krefjandi greinum fengu keppendur að safna orku í gær. Björgvin Karl notaði líka tækifærið og gerði upp fyrsta daginn í pistli á Instagram síðu sinni. „Ég vil byrja á að segja það að ég áttaði mig ekki á því hversu mikið ég hafði saknað þess að keppa við menn á staðnum,“ skrifaði Björgvin Karl en undanfarin ár hefur öll hans keppni í CrossFit farið í gegnum netið. „Þetta er búinn að vera svo langur tími að maður hafði bara gleymt því hversu mikla orku maður fær á áhorfendum og hversu gott er að geta borið sig saman við keppendurna í kringum mann. Ég elskaði það að keppa á þessum fyrsta degi,“ skrifaði Björgvin Karl og hann fór síðan yfir þessar fjórar fyrstu greinar eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Björgvin Karl var ánægður með að ná sjötta sætinu í fyrstu greininni. „Ég syndi mikið og naut þess að synda í vatninu og þetta var grein sem ég hlakkaði til að keppa í. Kajakinn líka. Ég er fæddur á Stokkseyri og þar er algengt að vera á kajak. Þetta voru því ekki mín fyrstu kynni af kajak,“ skrifaði Björgvin Karl. Hann var líka ánægður með að ná níunda sætinu í grein númer tvö. Björgvin vann sinn riðil í þriðju greininni sem var 550 metra sprettur en endaði áttundi samanlagt. Það er hugur í Björgvini sem ætlar sér mikið á þessum leikum nú þegar fimmfaldur heimsmeistari Matt Fraser hefur lagt skóna á hilluna. Björgvini fannst að hann hefði átt að fá forystutreyjuna eftir þriðju grein þar sem hann komst þá í efsta sætið. „Ég vil byrja á því að segja hversu ömurlegt það er að ég fékk ekki forystutreyjuna fyrir fjórðu greinina því ég hafði unnið fyrir henni. Fjórða greinin var samt leiðinlegasta greinin mín á þessum fyrsta degi en ég reyndi að gera mitt besta sem og ég gerði,“ skrifaði Björgvin Karl. Hann endaði í tólfta sæti í grein fjögur og var því fjórði eftir fyrsta daginn. Keppni á heimsleikunum heldur áfram í dag og verður hægt að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér á Vísi.
CrossFit Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Sjá meira