Hugur í BKG á heimsleikunum í CrossFit: Svekktur að fá ekki forystutreyjuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2021 11:30 Björgvin Karl Guðmundsson er að byrja vel á heimsleikunum í ár. Instagram/@bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson er aðeins fimmtán stigum frá efsta manni eftir fyrsta daginn á heimsleikunum í CrossFit en keppni heldur áfram í dag eftir hvíldardag í gær. Björgvin Karl er með 307 stig en í forystunni er Kanadamaðurinn Brent Fikowski með 322 stig. Bandaríkjamaðurinn Justin Medeiros (313 stig) og Finninn Jonne Koski (310 stig) eru síðan bara rétt á undan okkar manni. Eftir mjög erfiðan fyrsta dag með fjórum krefjandi greinum fengu keppendur að safna orku í gær. Björgvin Karl notaði líka tækifærið og gerði upp fyrsta daginn í pistli á Instagram síðu sinni. „Ég vil byrja á að segja það að ég áttaði mig ekki á því hversu mikið ég hafði saknað þess að keppa við menn á staðnum,“ skrifaði Björgvin Karl en undanfarin ár hefur öll hans keppni í CrossFit farið í gegnum netið. „Þetta er búinn að vera svo langur tími að maður hafði bara gleymt því hversu mikla orku maður fær á áhorfendum og hversu gott er að geta borið sig saman við keppendurna í kringum mann. Ég elskaði það að keppa á þessum fyrsta degi,“ skrifaði Björgvin Karl og hann fór síðan yfir þessar fjórar fyrstu greinar eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Björgvin Karl var ánægður með að ná sjötta sætinu í fyrstu greininni. „Ég syndi mikið og naut þess að synda í vatninu og þetta var grein sem ég hlakkaði til að keppa í. Kajakinn líka. Ég er fæddur á Stokkseyri og þar er algengt að vera á kajak. Þetta voru því ekki mín fyrstu kynni af kajak,“ skrifaði Björgvin Karl. Hann var líka ánægður með að ná níunda sætinu í grein númer tvö. Björgvin vann sinn riðil í þriðju greininni sem var 550 metra sprettur en endaði áttundi samanlagt. Það er hugur í Björgvini sem ætlar sér mikið á þessum leikum nú þegar fimmfaldur heimsmeistari Matt Fraser hefur lagt skóna á hilluna. Björgvini fannst að hann hefði átt að fá forystutreyjuna eftir þriðju grein þar sem hann komst þá í efsta sætið. „Ég vil byrja á því að segja hversu ömurlegt það er að ég fékk ekki forystutreyjuna fyrir fjórðu greinina því ég hafði unnið fyrir henni. Fjórða greinin var samt leiðinlegasta greinin mín á þessum fyrsta degi en ég reyndi að gera mitt besta sem og ég gerði,“ skrifaði Björgvin Karl. Hann endaði í tólfta sæti í grein fjögur og var því fjórði eftir fyrsta daginn. Keppni á heimsleikunum heldur áfram í dag og verður hægt að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér á Vísi. CrossFit Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Sjá meira
Björgvin Karl er með 307 stig en í forystunni er Kanadamaðurinn Brent Fikowski með 322 stig. Bandaríkjamaðurinn Justin Medeiros (313 stig) og Finninn Jonne Koski (310 stig) eru síðan bara rétt á undan okkar manni. Eftir mjög erfiðan fyrsta dag með fjórum krefjandi greinum fengu keppendur að safna orku í gær. Björgvin Karl notaði líka tækifærið og gerði upp fyrsta daginn í pistli á Instagram síðu sinni. „Ég vil byrja á að segja það að ég áttaði mig ekki á því hversu mikið ég hafði saknað þess að keppa við menn á staðnum,“ skrifaði Björgvin Karl en undanfarin ár hefur öll hans keppni í CrossFit farið í gegnum netið. „Þetta er búinn að vera svo langur tími að maður hafði bara gleymt því hversu mikla orku maður fær á áhorfendum og hversu gott er að geta borið sig saman við keppendurna í kringum mann. Ég elskaði það að keppa á þessum fyrsta degi,“ skrifaði Björgvin Karl og hann fór síðan yfir þessar fjórar fyrstu greinar eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Björgvin Karl var ánægður með að ná sjötta sætinu í fyrstu greininni. „Ég syndi mikið og naut þess að synda í vatninu og þetta var grein sem ég hlakkaði til að keppa í. Kajakinn líka. Ég er fæddur á Stokkseyri og þar er algengt að vera á kajak. Þetta voru því ekki mín fyrstu kynni af kajak,“ skrifaði Björgvin Karl. Hann var líka ánægður með að ná níunda sætinu í grein númer tvö. Björgvin vann sinn riðil í þriðju greininni sem var 550 metra sprettur en endaði áttundi samanlagt. Það er hugur í Björgvini sem ætlar sér mikið á þessum leikum nú þegar fimmfaldur heimsmeistari Matt Fraser hefur lagt skóna á hilluna. Björgvini fannst að hann hefði átt að fá forystutreyjuna eftir þriðju grein þar sem hann komst þá í efsta sætið. „Ég vil byrja á því að segja hversu ömurlegt það er að ég fékk ekki forystutreyjuna fyrir fjórðu greinina því ég hafði unnið fyrir henni. Fjórða greinin var samt leiðinlegasta greinin mín á þessum fyrsta degi en ég reyndi að gera mitt besta sem og ég gerði,“ skrifaði Björgvin Karl. Hann endaði í tólfta sæti í grein fjögur og var því fjórði eftir fyrsta daginn. Keppni á heimsleikunum heldur áfram í dag og verður hægt að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér á Vísi.
CrossFit Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Sjá meira