Hugur í BKG á heimsleikunum í CrossFit: Svekktur að fá ekki forystutreyjuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2021 11:30 Björgvin Karl Guðmundsson er að byrja vel á heimsleikunum í ár. Instagram/@bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson er aðeins fimmtán stigum frá efsta manni eftir fyrsta daginn á heimsleikunum í CrossFit en keppni heldur áfram í dag eftir hvíldardag í gær. Björgvin Karl er með 307 stig en í forystunni er Kanadamaðurinn Brent Fikowski með 322 stig. Bandaríkjamaðurinn Justin Medeiros (313 stig) og Finninn Jonne Koski (310 stig) eru síðan bara rétt á undan okkar manni. Eftir mjög erfiðan fyrsta dag með fjórum krefjandi greinum fengu keppendur að safna orku í gær. Björgvin Karl notaði líka tækifærið og gerði upp fyrsta daginn í pistli á Instagram síðu sinni. „Ég vil byrja á að segja það að ég áttaði mig ekki á því hversu mikið ég hafði saknað þess að keppa við menn á staðnum,“ skrifaði Björgvin Karl en undanfarin ár hefur öll hans keppni í CrossFit farið í gegnum netið. „Þetta er búinn að vera svo langur tími að maður hafði bara gleymt því hversu mikla orku maður fær á áhorfendum og hversu gott er að geta borið sig saman við keppendurna í kringum mann. Ég elskaði það að keppa á þessum fyrsta degi,“ skrifaði Björgvin Karl og hann fór síðan yfir þessar fjórar fyrstu greinar eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Björgvin Karl var ánægður með að ná sjötta sætinu í fyrstu greininni. „Ég syndi mikið og naut þess að synda í vatninu og þetta var grein sem ég hlakkaði til að keppa í. Kajakinn líka. Ég er fæddur á Stokkseyri og þar er algengt að vera á kajak. Þetta voru því ekki mín fyrstu kynni af kajak,“ skrifaði Björgvin Karl. Hann var líka ánægður með að ná níunda sætinu í grein númer tvö. Björgvin vann sinn riðil í þriðju greininni sem var 550 metra sprettur en endaði áttundi samanlagt. Það er hugur í Björgvini sem ætlar sér mikið á þessum leikum nú þegar fimmfaldur heimsmeistari Matt Fraser hefur lagt skóna á hilluna. Björgvini fannst að hann hefði átt að fá forystutreyjuna eftir þriðju grein þar sem hann komst þá í efsta sætið. „Ég vil byrja á því að segja hversu ömurlegt það er að ég fékk ekki forystutreyjuna fyrir fjórðu greinina því ég hafði unnið fyrir henni. Fjórða greinin var samt leiðinlegasta greinin mín á þessum fyrsta degi en ég reyndi að gera mitt besta sem og ég gerði,“ skrifaði Björgvin Karl. Hann endaði í tólfta sæti í grein fjögur og var því fjórði eftir fyrsta daginn. Keppni á heimsleikunum heldur áfram í dag og verður hægt að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér á Vísi. CrossFit Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Sjá meira
Björgvin Karl er með 307 stig en í forystunni er Kanadamaðurinn Brent Fikowski með 322 stig. Bandaríkjamaðurinn Justin Medeiros (313 stig) og Finninn Jonne Koski (310 stig) eru síðan bara rétt á undan okkar manni. Eftir mjög erfiðan fyrsta dag með fjórum krefjandi greinum fengu keppendur að safna orku í gær. Björgvin Karl notaði líka tækifærið og gerði upp fyrsta daginn í pistli á Instagram síðu sinni. „Ég vil byrja á að segja það að ég áttaði mig ekki á því hversu mikið ég hafði saknað þess að keppa við menn á staðnum,“ skrifaði Björgvin Karl en undanfarin ár hefur öll hans keppni í CrossFit farið í gegnum netið. „Þetta er búinn að vera svo langur tími að maður hafði bara gleymt því hversu mikla orku maður fær á áhorfendum og hversu gott er að geta borið sig saman við keppendurna í kringum mann. Ég elskaði það að keppa á þessum fyrsta degi,“ skrifaði Björgvin Karl og hann fór síðan yfir þessar fjórar fyrstu greinar eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Björgvin Karl var ánægður með að ná sjötta sætinu í fyrstu greininni. „Ég syndi mikið og naut þess að synda í vatninu og þetta var grein sem ég hlakkaði til að keppa í. Kajakinn líka. Ég er fæddur á Stokkseyri og þar er algengt að vera á kajak. Þetta voru því ekki mín fyrstu kynni af kajak,“ skrifaði Björgvin Karl. Hann var líka ánægður með að ná níunda sætinu í grein númer tvö. Björgvin vann sinn riðil í þriðju greininni sem var 550 metra sprettur en endaði áttundi samanlagt. Það er hugur í Björgvini sem ætlar sér mikið á þessum leikum nú þegar fimmfaldur heimsmeistari Matt Fraser hefur lagt skóna á hilluna. Björgvini fannst að hann hefði átt að fá forystutreyjuna eftir þriðju grein þar sem hann komst þá í efsta sætið. „Ég vil byrja á því að segja hversu ömurlegt það er að ég fékk ekki forystutreyjuna fyrir fjórðu greinina því ég hafði unnið fyrir henni. Fjórða greinin var samt leiðinlegasta greinin mín á þessum fyrsta degi en ég reyndi að gera mitt besta sem og ég gerði,“ skrifaði Björgvin Karl. Hann endaði í tólfta sæti í grein fjögur og var því fjórði eftir fyrsta daginn. Keppni á heimsleikunum heldur áfram í dag og verður hægt að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér á Vísi.
CrossFit Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Sjá meira