Schoenmaker með fyrsta heimsmet einstaklinga á þessum Ólympíuleikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2021 08:00 Tatjana Schoenmaker sér hér að hún er ekki aðeins Ólympíumeistari heldur líka búin að setja nýtt heimsmet. AP/Gregory Bull Það var fjör í sundlauginni á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt þar sem sigurganga Ástrala á leikunum hélt áfram, sundkona frá Suður-Afríku sló heimsmet sem hafði lifað í átta ár og Rússinn Evgeny Rylov tryggði sér sín önnur gullverðlaun á leikunum. Tatjana Schoenmaker frá Suður-Afríku tryggði sér sigur í 200 metra bringusundi með því að koma í mark á nýju heimsmeti, 2 mínútum og 18,95 sekúndum. Metið er því ekki lengur í eigu hinnar dönsku Rikke Moller Pedersen en það var 2:19,11 mín og hafði lifað frá árinu 2013. What. A. Moment.An unbelievable swim and a new World Record from Tatjana Schoenmaker in the women's 200m breaststroke, handing #RSA their first gold medal of #Tokyo2020!@fina1908 @TeamSA2020 #Swimming pic.twitter.com/P4xroaAx0d— Olympics (@Olympics) July 30, 2021 Schoenmaker kom á undan þeim bandarísku Lilly King og Annie Lazor sem fengu silfur og brons. King missti því af gullinu í báðum bringusundunum en hún varð þriðja í 100 metra bringusundinu. Þetta var þriðja heimsmetið í sundkeppni Ólympíuleikanna en það fyrsta sem fellur í einstaklingskeppni þar sem hin tvö komu í boðsundum. Moments like these After setting the WORLD RECORD and winning gold in the women s 200m breaststroke, South Africa s Tatjana Schoenmaker is embraced by her teammate Kaylene Corbett as well as USA s Lilly King and Annie Lazor. pic.twitter.com/Epyht4wkW9— ESPN (@espn) July 30, 2021 Rússinn Evgeny Rylov fylgdi eftir sigri í 100 metra baksundi með því að vinna 200 metra baksundið í nótt. Hann synti á 1:53,29 mín. og setti nýtt Ólympíumet. Ryan Murphy frá Bandaríkjunum féll silfur og Bretinn Luke Greenbank tók bronsið. Bandaríkjamenn höfðu unnið öll baksund á síðustu sex Ólympíuleikum en Rylov endaði þá sigurgöngu með þessum gullverðlaunum sínum. Ástralinn Emma McKeon setti Ólympíumet þegar hún vann 100 metra skriðsundið á 51,96 sekúndum en hún varð aðeins önnur konan til að synda undir 52 sekúndum. Heimsmetið á enn hin sænska Sarah Sjöström sem endaði fjórða í sundinu í nótt. Ástralar hafa nú unnið sex gullverðlaun í sundlauginni á leikunum en konurnar hafa unnið fimm þeirra. Swimmers keep breaking Olympic records in Tokyo! AUS's Emma McKeon in the women's 100m freestyle ROC's Evgeny Rylov in the men's 200m backstroke pic.twitter.com/0pCY0l923R— SportsCenter (@SportsCenter) July 30, 2021 Siobhán Haughey frá Hong Kong fékk silfrið og hin ástralska Cate Campbell fékk bronsverðlaunin. Þetta var annað silfur Haughey á leikunum en hún varð líka önnur í 200 metra skriðsundi en þá á eftir öðrum Ástrala, Ariarne Titmus. Kínverjinn Wang Shun vann 200 metra fjórsund karla á nýju asísku meti en Bretinn Duncan Scott fékk silfur og Svisslendingurinn Jérémy Desplanches tók bronsið. Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira
Tatjana Schoenmaker frá Suður-Afríku tryggði sér sigur í 200 metra bringusundi með því að koma í mark á nýju heimsmeti, 2 mínútum og 18,95 sekúndum. Metið er því ekki lengur í eigu hinnar dönsku Rikke Moller Pedersen en það var 2:19,11 mín og hafði lifað frá árinu 2013. What. A. Moment.An unbelievable swim and a new World Record from Tatjana Schoenmaker in the women's 200m breaststroke, handing #RSA their first gold medal of #Tokyo2020!@fina1908 @TeamSA2020 #Swimming pic.twitter.com/P4xroaAx0d— Olympics (@Olympics) July 30, 2021 Schoenmaker kom á undan þeim bandarísku Lilly King og Annie Lazor sem fengu silfur og brons. King missti því af gullinu í báðum bringusundunum en hún varð þriðja í 100 metra bringusundinu. Þetta var þriðja heimsmetið í sundkeppni Ólympíuleikanna en það fyrsta sem fellur í einstaklingskeppni þar sem hin tvö komu í boðsundum. Moments like these After setting the WORLD RECORD and winning gold in the women s 200m breaststroke, South Africa s Tatjana Schoenmaker is embraced by her teammate Kaylene Corbett as well as USA s Lilly King and Annie Lazor. pic.twitter.com/Epyht4wkW9— ESPN (@espn) July 30, 2021 Rússinn Evgeny Rylov fylgdi eftir sigri í 100 metra baksundi með því að vinna 200 metra baksundið í nótt. Hann synti á 1:53,29 mín. og setti nýtt Ólympíumet. Ryan Murphy frá Bandaríkjunum féll silfur og Bretinn Luke Greenbank tók bronsið. Bandaríkjamenn höfðu unnið öll baksund á síðustu sex Ólympíuleikum en Rylov endaði þá sigurgöngu með þessum gullverðlaunum sínum. Ástralinn Emma McKeon setti Ólympíumet þegar hún vann 100 metra skriðsundið á 51,96 sekúndum en hún varð aðeins önnur konan til að synda undir 52 sekúndum. Heimsmetið á enn hin sænska Sarah Sjöström sem endaði fjórða í sundinu í nótt. Ástralar hafa nú unnið sex gullverðlaun í sundlauginni á leikunum en konurnar hafa unnið fimm þeirra. Swimmers keep breaking Olympic records in Tokyo! AUS's Emma McKeon in the women's 100m freestyle ROC's Evgeny Rylov in the men's 200m backstroke pic.twitter.com/0pCY0l923R— SportsCenter (@SportsCenter) July 30, 2021 Siobhán Haughey frá Hong Kong fékk silfrið og hin ástralska Cate Campbell fékk bronsverðlaunin. Þetta var annað silfur Haughey á leikunum en hún varð líka önnur í 200 metra skriðsundi en þá á eftir öðrum Ástrala, Ariarne Titmus. Kínverjinn Wang Shun vann 200 metra fjórsund karla á nýju asísku meti en Bretinn Duncan Scott fékk silfur og Svisslendingurinn Jérémy Desplanches tók bronsið.
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira