Af þeim sem greindust í gær voru um 34 óbólusettir og rúmur helmingur var utan sóttkvíar
Tveir 90 ára og eldri hafa greinst með Covid og fjórir á aldrinum 80 til 89.
Um ellefu prósent fullorðinna sem hafa greinst með Covid síðustu tvær vikur eru óbólusettir samkvæmt upplýsingum fréttastofu.
91 starfsmaður Landspítalans er í einangrun og eitt smit greindist hjá inniliggjandi sjúklingi á blóð- og krabbameinslækningadeild. Deildinni hefur nú verið lokað tímabundið meðan skimun er í gangi.
Sóttvarnayfirvöld hafa horft til Ísraels þar sem faraldurinn geysar einnig hjá bólusettri þjóð en þar hefur um 1% af þeim sem smitast veikst alvarlega. Það er einmitt staða hér á landi.
Ísland er appelsínugultu á litakóðunarkorti sóttvarnastofnunar Evrópu en væri rautt ef miðað er við nýgengi smita í dag. Yfirlögregluþjónn hjá ríkislögrglustjóra segir útbreiðsla faraldursins mun meiri nú í samfélaginu en áður.
„Við erum að sjá smit um allt land í öllum póstnúmerum og víða innan þeirra svæða og miklu útbreiddara og stefnir í að vera miklu stærri bylgja en við höfum séð áður,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.