„Ekki jafn hræðilegt og við héldum fyrir viku“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. júlí 2021 13:49 Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar telur að nýr litakóði fyrir Ísland hafi ekki teljandi áhrif. Vísir/Vilhelm Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, virðist heilt yfir ekki hafa teljandi áhyggjur af því að Ísland sé komið á lista yfir appelsínugul ríki á litakorti Sóttvarnarstofnunar Evrópu. Ísland fer úr grænu yfir í appelsínugult á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu sem gefið var út rétt í dag, en aðildarríki Evrópusambandsins og tengd ríki eru hvött til þess að taka mið af kortinu og beita sambærilegum takmörkunum á landamærum út frá því. Appelsínuguli liturinn þýðir annað hvort að nýgengið sé undir 50 en hlutfall jákvæðra sé yfir 4 prósent eða þá að nýgengið sé á bilinu 25 til 150 og hlutfall jákvæðra sýna undi 4 prósent. Ísland fellur þar undir en búast má við í næstu uppfærslu muni Ísland verða rautt, enda er nýgengi smita hér á landi komið yfir 200. Í samtali við Vísi segir Bjarnheiður að áhyggjurnar yfir þessari þróun af hálfu ferðaþjónustunnar séu minni nú en þegar litakóðakerfið var fyrst sett á. „Það er að verða tilfærsla í þessu þannig að við höfum trú á því að þetta verði endurskilgreint, að það verði farið að taka tillit til fleiri þátta en smittíðni og flutfall greindra smita af sýnatöku eins og þetta hefur byggt á hingað til. Að það verði farið að taka tillit til bólusetningarhlutfalls í viðkomandi landi og svo framvegis. Við erum í millibilsástandi núna þannig að ég hef nú trú á því að þetta muni breytast,“ segir Bjarnheiður. Ekki jafn mikið horft til litakóðans Segist hún hafa fundið fyrir því á erlendum mörkuðum að ekki sé jafn mikið horft til litakóðakerfisins eins og áður „Þetta eru bara bólusettir ferðamenn sem eru að ferðast og þeir eru bara meðhöndlaðir öðruvísi heldur en óbólusettir. Það er annað landslag núna en þegar það var byrjað með þetta,“ segir Bjarnheiður. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill 99 prósent þeirra ferðamanna sem hingað koma eru bólusettir að sögn Bjarnheiðar. Þá sé ekki tekið mið af þessu evrópska kerfi í Bandaríkjunum, en þaðan streyma ferðamenn til Íslands um þessar mundir. Segist Bjarnheiður einnig fá upplýsingar frá Evrópu um að ekki sé jafn mikið horft til litakóðans og áður. „Ég hef fengið það staðfest frá mínum samstarfsaðilum í Þýskalandi að þetta yrði ekki einhver dauðadómur ef Ísland yrði rautt,“ segir hún. Bætir hún þó við að reglurnar séu síbreytilegar í hverju landi fyrir sig og að erfitt sé að hafa yfirsýn yfir hvaða reglur gildi hvar á hverjum tíma, en áhyggjurnar séu minni nú en áður yfir litakóðanum hverju sinni. „Svo fer þetta líka eftir því hvað fólk sjálft er að hugsa, manneskjurnar sem eru að ferðast hingað. Maður veit ekki hvaða áhrif þetta hefur á þær en heilt yfir held ég að þetta sé ekki jafn hræðilegt og við héldum fyrir viku.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira
Ísland fer úr grænu yfir í appelsínugult á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu sem gefið var út rétt í dag, en aðildarríki Evrópusambandsins og tengd ríki eru hvött til þess að taka mið af kortinu og beita sambærilegum takmörkunum á landamærum út frá því. Appelsínuguli liturinn þýðir annað hvort að nýgengið sé undir 50 en hlutfall jákvæðra sé yfir 4 prósent eða þá að nýgengið sé á bilinu 25 til 150 og hlutfall jákvæðra sýna undi 4 prósent. Ísland fellur þar undir en búast má við í næstu uppfærslu muni Ísland verða rautt, enda er nýgengi smita hér á landi komið yfir 200. Í samtali við Vísi segir Bjarnheiður að áhyggjurnar yfir þessari þróun af hálfu ferðaþjónustunnar séu minni nú en þegar litakóðakerfið var fyrst sett á. „Það er að verða tilfærsla í þessu þannig að við höfum trú á því að þetta verði endurskilgreint, að það verði farið að taka tillit til fleiri þátta en smittíðni og flutfall greindra smita af sýnatöku eins og þetta hefur byggt á hingað til. Að það verði farið að taka tillit til bólusetningarhlutfalls í viðkomandi landi og svo framvegis. Við erum í millibilsástandi núna þannig að ég hef nú trú á því að þetta muni breytast,“ segir Bjarnheiður. Ekki jafn mikið horft til litakóðans Segist hún hafa fundið fyrir því á erlendum mörkuðum að ekki sé jafn mikið horft til litakóðakerfisins eins og áður „Þetta eru bara bólusettir ferðamenn sem eru að ferðast og þeir eru bara meðhöndlaðir öðruvísi heldur en óbólusettir. Það er annað landslag núna en þegar það var byrjað með þetta,“ segir Bjarnheiður. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill 99 prósent þeirra ferðamanna sem hingað koma eru bólusettir að sögn Bjarnheiðar. Þá sé ekki tekið mið af þessu evrópska kerfi í Bandaríkjunum, en þaðan streyma ferðamenn til Íslands um þessar mundir. Segist Bjarnheiður einnig fá upplýsingar frá Evrópu um að ekki sé jafn mikið horft til litakóðans og áður. „Ég hef fengið það staðfest frá mínum samstarfsaðilum í Þýskalandi að þetta yrði ekki einhver dauðadómur ef Ísland yrði rautt,“ segir hún. Bætir hún þó við að reglurnar séu síbreytilegar í hverju landi fyrir sig og að erfitt sé að hafa yfirsýn yfir hvaða reglur gildi hvar á hverjum tíma, en áhyggjurnar séu minni nú en áður yfir litakóðanum hverju sinni. „Svo fer þetta líka eftir því hvað fólk sjálft er að hugsa, manneskjurnar sem eru að ferðast hingað. Maður veit ekki hvaða áhrif þetta hefur á þær en heilt yfir held ég að þetta sé ekki jafn hræðilegt og við héldum fyrir viku.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira