Skipuleggjendur Reykjavíkurmaraþonsins liggja undir feldi Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 28. júlí 2021 11:52 Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur, segir að venjulega taki um fimmtán þúsund manns þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Stjórnendur Íþróttabandalags Reykjavíkur skoða nú hvernig mögulegt sé að útfæra Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka með tilliti til hertra sóttvarnaaðgerða. Reykjavíkurmaraþonið var ekki haldið á síðasta ári vegna þágildandi sóttvarnaráðstafana. Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi ÍBR, segir starfsfólk Íþróttabandalagsins ennþá vera að meta stöðuna í samráði við almannavarnir. „Við erum eiginlega bara undir mjög stórum feldi með mjög mörgum að taka stöðuna á málinu.“ Reykjavíkurmaraþonið er stærsta hlaup ársins og á að fara fram þann 21. ágúst næstkomandi. Um 15 þúsund manns taka þátt í hlaupinu ár hvert en eins og kunnugt er kveða núgildandi sóttvarnaraðgerðir á um tvö hundruð manna fjöldatakmark. Núgildandi sóttvarnaraðgerðir gilda til 13. ágúst og mikil óvissa ríkir um hvað tekur við eftir það. „Við vorum ansi bjartsýn að geta haldið hlaupið í ár en við erum bara að skoða þetta. En við erum ennþá nokkuð bjartsýn.“ Reykjavíkurmaraþoninu var aflýst í fyrra sökum þágildandi sóttvarnaráðstafana. Hins vegar var blásið til átaksins Hlauptu þín leið! þar sem hlaupurum bauðst að hlaupa á eigin vegum og taka þátt í áheitasöfnun. Silja segir alls kyns teikningar vera uppi á borðunum hjá þeim en getur ekkert tjáð sig um það hvaða útfærslur það eru sem verið er að skoða. Það muni hins vegar koma í ljós von bráðar. „Draumurinn er náttúrlega að geta haldið maraþonið, af því að söfnunin skiptir svo gríðarlega miklu máli fyrir öll góðgerðafélögin.“ Silja segist þó ekki hafa fundið fyrir miklum áhyggjum hjá þeim hlaupurum sem hafa skráð sig til leiks í ár. „Ég held bara að fólk sé orðið ansi sjóað í þessu og viti að fólk gefur sér smá tíma til þess að taka ákvarðanir um svona hluti.“ Íþróttabandalag Reykjavíkur mun tilkynna ákvörðun sína á næstu dögum. Reykjavíkurmaraþon Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi ÍBR, segir starfsfólk Íþróttabandalagsins ennþá vera að meta stöðuna í samráði við almannavarnir. „Við erum eiginlega bara undir mjög stórum feldi með mjög mörgum að taka stöðuna á málinu.“ Reykjavíkurmaraþonið er stærsta hlaup ársins og á að fara fram þann 21. ágúst næstkomandi. Um 15 þúsund manns taka þátt í hlaupinu ár hvert en eins og kunnugt er kveða núgildandi sóttvarnaraðgerðir á um tvö hundruð manna fjöldatakmark. Núgildandi sóttvarnaraðgerðir gilda til 13. ágúst og mikil óvissa ríkir um hvað tekur við eftir það. „Við vorum ansi bjartsýn að geta haldið hlaupið í ár en við erum bara að skoða þetta. En við erum ennþá nokkuð bjartsýn.“ Reykjavíkurmaraþoninu var aflýst í fyrra sökum þágildandi sóttvarnaráðstafana. Hins vegar var blásið til átaksins Hlauptu þín leið! þar sem hlaupurum bauðst að hlaupa á eigin vegum og taka þátt í áheitasöfnun. Silja segir alls kyns teikningar vera uppi á borðunum hjá þeim en getur ekkert tjáð sig um það hvaða útfærslur það eru sem verið er að skoða. Það muni hins vegar koma í ljós von bráðar. „Draumurinn er náttúrlega að geta haldið maraþonið, af því að söfnunin skiptir svo gríðarlega miklu máli fyrir öll góðgerðafélögin.“ Silja segist þó ekki hafa fundið fyrir miklum áhyggjum hjá þeim hlaupurum sem hafa skráð sig til leiks í ár. „Ég held bara að fólk sé orðið ansi sjóað í þessu og viti að fólk gefur sér smá tíma til þess að taka ákvarðanir um svona hluti.“ Íþróttabandalag Reykjavíkur mun tilkynna ákvörðun sína á næstu dögum.
Reykjavíkurmaraþon Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira