Bandaríska körfuboltalandsliðið svaraði fyrir sig með risasigri í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2021 07:30 Damian Lillard skoraði fimmtán af stigum sínum í fyrri hálfleiknum. AP/Charlie Neibergall Bandaríska körfuboltalandsliðið er komið á blað á Ólympíuleikunum í Tókýó eftir 54 stiga sigur á Íran, 120-66, í öðrum leik sínum á leikunum. Bandaríska liðið tapaði fyrsta leik sínum á mótinu sem var á móti Frökkum en það var fyrsta tap Bandaríkjamanna í körfuboltakeppni Ólympíuleikanna í næstum því tuttugu ár. 25 leikja sigurganga liðsins á ÓL endaði í fyrsta leik en í nótt var allt annað að sjá til leikmanna liðsins. Bandaríkjamenn keyrðu yfir Írana og voru komnir með þrjátíu stiga forskot í hálfleik, 60-30. Final from #Tokyo2020 #Basketball Preliminary Round action:#USABMNT 120, Iran 66Damian Lillard: 21 PTS (7 3PM)Devin Booker: 16 PTSJayson Tatum: 14 PTSZach LaVine: 13 PTSKevin Durant: 10 PTS, 5 AST, 3 BLK pic.twitter.com/mMd4FkYCAM— NBA (@NBA) July 28, 2021 Damian Lillard var stigahæstur með 21 stig á 23 mínútum en hann skoraði sjö þrista í leiknum og gaf einnig fimm stoðsendingar. Devin Booker var með 16 stig á 19 mínútum, Jayson Tatum skoraði 14 stig og Zach Lavine var með 13 stig og 8 stoðsendingar. Kevin Durant var síðan með 10 stig, 5 fráköst, 5 stoðsendingar, 3 varin skot og 2 stolna bolta á 19 mínútum. Damian Lillard is the 4th player in Men's United States Basketball history to make 7 3-pointers in an Olympics game, joining Kevin Durant, Carmelo Anthony, and Klay Thompson. Anthony has the record for a single game with 10. pic.twitter.com/I53me8O9Gb— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 28, 2021 Gregg Popovich, þjálfari bandaríska liðsins, gerði meðal annars tvær breytingar á byrjunarliðinu sínu frá því í Frakkleiknum því þeir Jrue Holiday og Devin Booker komu báðir inn í liðið. Með því kom betra jafnvægi og meiri hraði í liðið enda skoraði liðið 19 hraðaupphlaupsstig í fyrri hálfleiknum. Sex leikmenn bandaríska liðsins skoruðu fleiri en eina þriggja stiga körfu og liðið skorað alls nítján þrista í leiknum. Bandaríkjamenn geta því tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á Tékkum í næsta leik. Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Sjá meira
Bandaríska liðið tapaði fyrsta leik sínum á mótinu sem var á móti Frökkum en það var fyrsta tap Bandaríkjamanna í körfuboltakeppni Ólympíuleikanna í næstum því tuttugu ár. 25 leikja sigurganga liðsins á ÓL endaði í fyrsta leik en í nótt var allt annað að sjá til leikmanna liðsins. Bandaríkjamenn keyrðu yfir Írana og voru komnir með þrjátíu stiga forskot í hálfleik, 60-30. Final from #Tokyo2020 #Basketball Preliminary Round action:#USABMNT 120, Iran 66Damian Lillard: 21 PTS (7 3PM)Devin Booker: 16 PTSJayson Tatum: 14 PTSZach LaVine: 13 PTSKevin Durant: 10 PTS, 5 AST, 3 BLK pic.twitter.com/mMd4FkYCAM— NBA (@NBA) July 28, 2021 Damian Lillard var stigahæstur með 21 stig á 23 mínútum en hann skoraði sjö þrista í leiknum og gaf einnig fimm stoðsendingar. Devin Booker var með 16 stig á 19 mínútum, Jayson Tatum skoraði 14 stig og Zach Lavine var með 13 stig og 8 stoðsendingar. Kevin Durant var síðan með 10 stig, 5 fráköst, 5 stoðsendingar, 3 varin skot og 2 stolna bolta á 19 mínútum. Damian Lillard is the 4th player in Men's United States Basketball history to make 7 3-pointers in an Olympics game, joining Kevin Durant, Carmelo Anthony, and Klay Thompson. Anthony has the record for a single game with 10. pic.twitter.com/I53me8O9Gb— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 28, 2021 Gregg Popovich, þjálfari bandaríska liðsins, gerði meðal annars tvær breytingar á byrjunarliðinu sínu frá því í Frakkleiknum því þeir Jrue Holiday og Devin Booker komu báðir inn í liðið. Með því kom betra jafnvægi og meiri hraði í liðið enda skoraði liðið 19 hraðaupphlaupsstig í fyrri hálfleiknum. Sex leikmenn bandaríska liðsins skoruðu fleiri en eina þriggja stiga körfu og liðið skorað alls nítján þrista í leiknum. Bandaríkjamenn geta því tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á Tékkum í næsta leik.
Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Sjá meira