Joey Jordison trommari Slipknot er dáinn Samúel Karl Ólason skrifar 27. júlí 2021 23:10 Joey Jordison á tónleikum með Vimic árið 2017. Getty/Jeff Hahne Joey Jordison, trommari og einn stofnenda hljómsveitarinnar Slipknot, er dáinn. Hann var 46 ára gamall og er sagður hafa dáið friðsamlega í svefni. Dánarorsök liggur ekki fyrir. Í frétt Rolling Stone er vitnað í tilkynningu frá fjölskyldu Jordison þar sem fjölskyldan biður um næði og kemur fram að útför verði haldin í kyrrþey. Jordison var áður í þungarokkshljómsveit sem kallaðist the Pale Ones eða „hinir fölu“ og seinna meir Meld. Árið 1995 breyttu þeir nafni hljómsveitarinnar í Slipknot. Á sviði báru meðlimir hljómsveitarinnar grímur og innan nokkurra ára náði hljómsveitin miklum vinsældum í heimi þungarokksins og jafnvel víðar. Árið 2013 yfirgaf Jordison hljómsveitin af heilsufarsástæðum. Rolling Stone vitnar í viðtal við Jordison frá 2016 þar sem hann sagðist hafa greinst með form af MS sem hafi komið í veg fyrir að hann gæti spilað á trommur. Jordison sagðist hafa reynt að vinna á sjúkdómnum og finna sig í tónlistinni aftur með hljómsveit sem kallaðist Vimic. Auk þess spilaði hann með öðrum hljómsveitum í gegnum árin og stundum spilaði hann á gítar. Eitt vinsælasta lag Slipknot er Wait and Bleed. Andlát Bandaríkin Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Í frétt Rolling Stone er vitnað í tilkynningu frá fjölskyldu Jordison þar sem fjölskyldan biður um næði og kemur fram að útför verði haldin í kyrrþey. Jordison var áður í þungarokkshljómsveit sem kallaðist the Pale Ones eða „hinir fölu“ og seinna meir Meld. Árið 1995 breyttu þeir nafni hljómsveitarinnar í Slipknot. Á sviði báru meðlimir hljómsveitarinnar grímur og innan nokkurra ára náði hljómsveitin miklum vinsældum í heimi þungarokksins og jafnvel víðar. Árið 2013 yfirgaf Jordison hljómsveitin af heilsufarsástæðum. Rolling Stone vitnar í viðtal við Jordison frá 2016 þar sem hann sagðist hafa greinst með form af MS sem hafi komið í veg fyrir að hann gæti spilað á trommur. Jordison sagðist hafa reynt að vinna á sjúkdómnum og finna sig í tónlistinni aftur með hljómsveit sem kallaðist Vimic. Auk þess spilaði hann með öðrum hljómsveitum í gegnum árin og stundum spilaði hann á gítar. Eitt vinsælasta lag Slipknot er Wait and Bleed.
Andlát Bandaríkin Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“