Blöskraði hegðun ökumanna við Múlagöng Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. júlí 2021 15:01 Ólafsfjarðargöng eða Múlagöng eru um 3.400 metrar að lengd og er að finna milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Wikipedia Commons Slökkviliðsstjórinn í Dalvíkurbyggð biðlar til ökumanna að virða það þegar lokunarslá lokar fyrir umferð um Múlagöngin á milli Eyjafjarðar og Ólafsfjarðar. Í opnu bréfi til ökumanna sem Vilhelm Hallgrímsson, slökkviliðsstjórinn í Dalvíkurbyggð, segist hann hafa orðið vitni að því þegar minnst þrír bílar óku framhjá slá sem lokaði göngunum síðdegis síðastliðinn laugardag. Í bréfinu, sem birt er á vefnum Héðinsfjörður.is, lýsir Vilhelm því hvernig aðkoman var að göngunum Ólafsfjarðarmegin rétt fyrir klukkan fjögur á laugardaginn. „Rautt ljós blikkaði við gangnamunnan og lokunarslá var fyrir hægri akrein. Á upplýsingaskilti við slána stóð: LOKAÐ. SLYS – MENGUN,“ skrifar Vilhelm. Nokkur biðröð var við göngin og segir Vilhelm að útlit hafi verið fyrir að ökumenn hafi þurft að bíða í nokkra stund. Starfs síns vegna grennslaðist hann fyrir um ástæður lokunarinnar og kom í ljós að skömmu áður hafði sjúkrabíll farið í neyðarflutning um göngin, og gleymst hafi að opna þau aftur. Lokunarbúnaðinum er stýrt með rafrænum hætti. Hafði hann samband við lögreglu sem lét opna göngin á nýjan leik. „Þá kemur að því sem mér þótti merkilegast. Á meðan ég beið við gangnamunnan, þá tóku sig þrír bílar úr röðinni og var þeim ekið framhjá lokunarbúnaði og rakleitt í göngin. Eins og flestir vita eru Múlagöng einbreið og ekki hægt um vik að snúa þar við, spurði ég því sjálfan mig: Hvaða erindi á fólk svo brýnt að það sé reiðubúið að fórna sér og sínum með því að aka inn í einbreið göng sem eru merkt lokuð vegna slyss?“ skrifar Vilhelm. Getur gert björgunaraðilum erfitt um vik Í samtali við Vísi segir Vilhelm að sér hafi einfaldlega blöskrað að sjá þessa hegðun ökumanna, enda séu göngin þröng og erfitt að snúa við. Því hafi hann viljað vekja athygli ökumanna á að ástæða væri fyrir því að mikilvægt væri að virða merkingar þar sem fram komið að jargöngunum sé lokað „Að maður tali ekki um ef upp kæmi eldur, þar sem göngin eru klædd að hluta með klæðningu úr plasti sem myndar mjög eitraðan reyk við bruna. Þá er eftir að nefna hversu erfitt yrði fyrir björgunaraðila, slökkvilið og fleiri, að komast að slysstaðnum ef miklum fjölda bíla hefur verið ekið inn þrátt fyrir augljósa lokun. Vil ég því eindregið hvetja alla þá sem leið eiga um jarðgöng, sérstaklega þau einbreiðu, að virða skilyrðislaust merkingar um lokun.“ Pistil Vilhelms má lesa hér. Samgöngur Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Slökkvilið Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Í opnu bréfi til ökumanna sem Vilhelm Hallgrímsson, slökkviliðsstjórinn í Dalvíkurbyggð, segist hann hafa orðið vitni að því þegar minnst þrír bílar óku framhjá slá sem lokaði göngunum síðdegis síðastliðinn laugardag. Í bréfinu, sem birt er á vefnum Héðinsfjörður.is, lýsir Vilhelm því hvernig aðkoman var að göngunum Ólafsfjarðarmegin rétt fyrir klukkan fjögur á laugardaginn. „Rautt ljós blikkaði við gangnamunnan og lokunarslá var fyrir hægri akrein. Á upplýsingaskilti við slána stóð: LOKAÐ. SLYS – MENGUN,“ skrifar Vilhelm. Nokkur biðröð var við göngin og segir Vilhelm að útlit hafi verið fyrir að ökumenn hafi þurft að bíða í nokkra stund. Starfs síns vegna grennslaðist hann fyrir um ástæður lokunarinnar og kom í ljós að skömmu áður hafði sjúkrabíll farið í neyðarflutning um göngin, og gleymst hafi að opna þau aftur. Lokunarbúnaðinum er stýrt með rafrænum hætti. Hafði hann samband við lögreglu sem lét opna göngin á nýjan leik. „Þá kemur að því sem mér þótti merkilegast. Á meðan ég beið við gangnamunnan, þá tóku sig þrír bílar úr röðinni og var þeim ekið framhjá lokunarbúnaði og rakleitt í göngin. Eins og flestir vita eru Múlagöng einbreið og ekki hægt um vik að snúa þar við, spurði ég því sjálfan mig: Hvaða erindi á fólk svo brýnt að það sé reiðubúið að fórna sér og sínum með því að aka inn í einbreið göng sem eru merkt lokuð vegna slyss?“ skrifar Vilhelm. Getur gert björgunaraðilum erfitt um vik Í samtali við Vísi segir Vilhelm að sér hafi einfaldlega blöskrað að sjá þessa hegðun ökumanna, enda séu göngin þröng og erfitt að snúa við. Því hafi hann viljað vekja athygli ökumanna á að ástæða væri fyrir því að mikilvægt væri að virða merkingar þar sem fram komið að jargöngunum sé lokað „Að maður tali ekki um ef upp kæmi eldur, þar sem göngin eru klædd að hluta með klæðningu úr plasti sem myndar mjög eitraðan reyk við bruna. Þá er eftir að nefna hversu erfitt yrði fyrir björgunaraðila, slökkvilið og fleiri, að komast að slysstaðnum ef miklum fjölda bíla hefur verið ekið inn þrátt fyrir augljósa lokun. Vil ég því eindregið hvetja alla þá sem leið eiga um jarðgöng, sérstaklega þau einbreiðu, að virða skilyrðislaust merkingar um lokun.“ Pistil Vilhelms má lesa hér.
Samgöngur Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Slökkvilið Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira