Á fundinum fara Kamilla S. Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis, Alma D. Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi.
Þetta er 185. upplýsingafundurinn frá því faraldurinn hófst hér á landi.
Fréttamenn spyrja spurninga að því loknu. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi, í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi og verður textalýsing hér fyrir neðan.
Uppfært: Fundinum er lokið en hér að neðan má sjá upptöku af honum í heild sinni.