Kopardrottningin sem ætlar að verða best í heimi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2021 09:01 Barbra Banda hefur skorað tvær þrennur á Ólympíuleikunum. getty/Pablo Morano Ein óvæntasta stjarna Ólympíuleikanna í Tókýó er fótboltakonan Barbra Banda frá Sambíu. Hún hefur þegar skráð nafn sitt í sögubækur Ólympíuleikanna. Hin 21 árs Banda hefur skorað þrennu í fyrstu tveimur leikjum Sambíu á Ólympíuleikunum. Kopardrottningarnar, eins og sambíska liðið er stundum kallaðar, hefur samt bara náð í eitt stig í F-riðli Ólympíuleikanna. Banda skoraði öll þrjú mörk Sambíu í 10-3 tapi fyrir Evrópumeisturum Hollands í 1. umferð riðlakeppninnar. Hún skoraði svo aðra þrennu í ævintýralegu 4-4 jafntefli við Kína í 2. umferðinni. Barbra Banda's #Tokyo2020 so far: Wednesday: Saturday: It's her world, and we're all just living in it. #StrongerTogether | #ZAM | @FIFAWWC @FAZFootball pic.twitter.com/il479QYnfZ— Olympics (@Olympics) July 24, 2021 Banda er fyrsti leikmaðurinn sem skorar þrennu í tveimur leikjum á Ólympíuleikum og er þegar búin að jafna metið yfir flest mörk skoruð á einum leikum. Hún er markahæst á Ólympíuleikunum í Tókýó ásamt hinni hollensku Vivianne Miedema. Þá hefur enginn afrískur leikmaður skorað meira á Ólympíuleikunum en Banda. Barbra Banda is now tied for the most goals scored by an African player at an @Olympics. Male or female. Kalusha Bwalya (Zambia, 1988) and Kwame Ayew (Ghana, 1992) also scored six goals. pic.twitter.com/Eklvmn6hY4— Craig Hadley (@craighadlee) July 24, 2021 Sambía er engin fótboltastórþjóð. Kvennalandsliðið hefur aldrei komist á HM og er í 104. sæti heimslistans. Til samanburðar er Ísland í 17. sæti listans. Sambía mætti Kamerún í úrslitum umspils um sæti á Ólympíuleikunum. Kamerún vann fyrri leikinn, 3-2, en Sambía þann seinni, 2-1. Sambíska liðið komst því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Banda lagði upp tvö af fjórum mörkum Sambíu í umspilinu. Banda leikur með Shanghai Shengli í kínversku úrvalsdeildinni en félagið gerði hana að þriðju dýrustu fótboltakonu allra tíma þegar það keypti hana frá spænska liðinu Logrono. Banda var markahæst í kínversku deildinni á síðasta tímabili með átján mörk í þrettán leikjum. Banda er ekki bara aðalmarkaskorari Sambíu heldur einnig fyrirliði liðsins.getty/Pablo Morano Helsta átrúnaðargoð Böndu er Cristiano Ronaldo, fyrirliði portúgalska landsliðsins og leikmaður Juventus. „Ég er hrifin af því hvernig Ronaldo spilar. Við búum yfir sömu styrkleikum. Ég hleyp mikið og gerir gabbhreyfingar, eitthvað óvænt sem þú býst ekki við,“ sagði Banda. Í lokaumferð riðlakeppninnar í dag mæta Banda og stöllur hennar í sambíska liðinu Brasilíu. Leikurinn hefst klukkan 11:30. Sambía þarf sigur til að eiga möguleika á að komast áfram sem annað tveggja liða með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Líkurnar eru ekki með Sambíu í liði, enda liðið með sjö mörk í mínus, en Banda er allavega búin að stimpla sig inn á stóra sviðinu eins og hún ætlaði að gera. Og hún er ekki hætt. Hún stefnir hátt og alla leið á toppinn. Banda skoraði þrennu gegn hollensku Evrópumeisturunum.getty/Pablo Morano „Það er gott að skrifa sig í sögubækurnar þegar tækifærið gefst og ég verð bara að halda áfram að leggja hart að mér og setja fleiri met,“ sagði Banda. „Ég á enn langa leið fyrir höndum og verð að vera öguð því ég stefni að því að verða best í heimi.“ Banda var ánægð með hversu mikið sambíska liðið hefur bætt sig frá tapinu stóra fyrir Hollandi í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum. „Við sýndum miklar framfarir frá fyrsta leiknum. Við vildum vinna Kína en urðum að sætta okkur við jafntefli. Liðsandinn er góður. Við vinnum saman sem lið og hlökkum til leiksins gegn Brasilíu. Við trúum enn að við getum gert eitthvað í þeim leik,“ sagði Banda. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Fótbolti Sambía Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Sjá meira
Hin 21 árs Banda hefur skorað þrennu í fyrstu tveimur leikjum Sambíu á Ólympíuleikunum. Kopardrottningarnar, eins og sambíska liðið er stundum kallaðar, hefur samt bara náð í eitt stig í F-riðli Ólympíuleikanna. Banda skoraði öll þrjú mörk Sambíu í 10-3 tapi fyrir Evrópumeisturum Hollands í 1. umferð riðlakeppninnar. Hún skoraði svo aðra þrennu í ævintýralegu 4-4 jafntefli við Kína í 2. umferðinni. Barbra Banda's #Tokyo2020 so far: Wednesday: Saturday: It's her world, and we're all just living in it. #StrongerTogether | #ZAM | @FIFAWWC @FAZFootball pic.twitter.com/il479QYnfZ— Olympics (@Olympics) July 24, 2021 Banda er fyrsti leikmaðurinn sem skorar þrennu í tveimur leikjum á Ólympíuleikum og er þegar búin að jafna metið yfir flest mörk skoruð á einum leikum. Hún er markahæst á Ólympíuleikunum í Tókýó ásamt hinni hollensku Vivianne Miedema. Þá hefur enginn afrískur leikmaður skorað meira á Ólympíuleikunum en Banda. Barbra Banda is now tied for the most goals scored by an African player at an @Olympics. Male or female. Kalusha Bwalya (Zambia, 1988) and Kwame Ayew (Ghana, 1992) also scored six goals. pic.twitter.com/Eklvmn6hY4— Craig Hadley (@craighadlee) July 24, 2021 Sambía er engin fótboltastórþjóð. Kvennalandsliðið hefur aldrei komist á HM og er í 104. sæti heimslistans. Til samanburðar er Ísland í 17. sæti listans. Sambía mætti Kamerún í úrslitum umspils um sæti á Ólympíuleikunum. Kamerún vann fyrri leikinn, 3-2, en Sambía þann seinni, 2-1. Sambíska liðið komst því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Banda lagði upp tvö af fjórum mörkum Sambíu í umspilinu. Banda leikur með Shanghai Shengli í kínversku úrvalsdeildinni en félagið gerði hana að þriðju dýrustu fótboltakonu allra tíma þegar það keypti hana frá spænska liðinu Logrono. Banda var markahæst í kínversku deildinni á síðasta tímabili með átján mörk í þrettán leikjum. Banda er ekki bara aðalmarkaskorari Sambíu heldur einnig fyrirliði liðsins.getty/Pablo Morano Helsta átrúnaðargoð Böndu er Cristiano Ronaldo, fyrirliði portúgalska landsliðsins og leikmaður Juventus. „Ég er hrifin af því hvernig Ronaldo spilar. Við búum yfir sömu styrkleikum. Ég hleyp mikið og gerir gabbhreyfingar, eitthvað óvænt sem þú býst ekki við,“ sagði Banda. Í lokaumferð riðlakeppninnar í dag mæta Banda og stöllur hennar í sambíska liðinu Brasilíu. Leikurinn hefst klukkan 11:30. Sambía þarf sigur til að eiga möguleika á að komast áfram sem annað tveggja liða með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Líkurnar eru ekki með Sambíu í liði, enda liðið með sjö mörk í mínus, en Banda er allavega búin að stimpla sig inn á stóra sviðinu eins og hún ætlaði að gera. Og hún er ekki hætt. Hún stefnir hátt og alla leið á toppinn. Banda skoraði þrennu gegn hollensku Evrópumeisturunum.getty/Pablo Morano „Það er gott að skrifa sig í sögubækurnar þegar tækifærið gefst og ég verð bara að halda áfram að leggja hart að mér og setja fleiri met,“ sagði Banda. „Ég á enn langa leið fyrir höndum og verð að vera öguð því ég stefni að því að verða best í heimi.“ Banda var ánægð með hversu mikið sambíska liðið hefur bætt sig frá tapinu stóra fyrir Hollandi í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum. „Við sýndum miklar framfarir frá fyrsta leiknum. Við vildum vinna Kína en urðum að sætta okkur við jafntefli. Liðsandinn er góður. Við vinnum saman sem lið og hlökkum til leiksins gegn Brasilíu. Við trúum enn að við getum gert eitthvað í þeim leik,“ sagði Banda.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Fótbolti Sambía Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn