Forseti Túnis búinn að reka forsætisráðherrann og rjúfa þing Eiður Þór Árnason skrifar 26. júlí 2021 00:02 Hörð mótmæli brutust út á sunnudag í nokkrum borgum í Túnis þegar fólk mótmælti ört versnandi stöðu heilbrigðis-, efnhags- og félagsmála í landinu. Ap/Hassene Dridi Kais Saied, forseti Túnis, rak í dag forsætisráðherrann og rauf þing en hann hyggst taka yfir stjórn landsins með aðstoð nýs forsætisráðherra. Stjórnarflokkurinn og þingforseti lýsa aðgerðunum sem valdaráni. Aðgerðir forsetans eru sagðar nýjasti vendipunkturinn í ört versnandi stjórnmálakreppu og ljóst að nú mun reyna verulega á stjórnarskrá landsins sem tók gildi eftir lýðræðisbyltinguna árið 2014. Kveður hún meðal annars á um lýðræðislega stjórnarhætti og valddreifingu milli forseta, forsætisráðherra og þings. Í kjölfar fregnanna fylltust götur höfuðborgarinnar af fólki sem sýndu stuðning sinn í verki með fagnaðarlátum og bílflautum. Í frétt Reuters er stemningin sögð minna á þá sem ríkti í byltingunni árið 2011 en sú kveikti neista mótmælabylgju í Mið-Austurlöndum sem kennd er við Arabíska vorið. Vaxandi óánægja með stjórnvöld Ekki liggur fyrir hvort róttækar aðgerðir forsetans njóti víðtæks stuðnings í landinu en hann varaði í kvöld við því gripið yrði til vopna. Sagði Saied að herafli landsins myndi svara hverju byssuskoti í sömu mynt. Áralöng stöðnun, pólitísk spilling og vaxandi atvinnuleysi er sagt hafa leitt til vaxandi óánægju meðal Túnisbúa, löngu áður en kórónuveirufaraldurinn skók efnahaginn og gerði illt verra. Mótmæli, sem skipulögð voru af aðgerðarsinnum með hjálp samfélagsmiðla, voru áberandi fyrr í dag en þau nutu ekki stuðnings neins af stóru stjórmálaflokkunum. Fram kemur í frétt Reuters að reiði mótmælenda hafi að mestu beinst að íslamska miðjuflokknum Ennahda sem er sá stærsti á þinginu. Kváðust margir mótmælendur vera fegin því að losna undir oki stjórnvalda. Túnis Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Sjá meira
Aðgerðir forsetans eru sagðar nýjasti vendipunkturinn í ört versnandi stjórnmálakreppu og ljóst að nú mun reyna verulega á stjórnarskrá landsins sem tók gildi eftir lýðræðisbyltinguna árið 2014. Kveður hún meðal annars á um lýðræðislega stjórnarhætti og valddreifingu milli forseta, forsætisráðherra og þings. Í kjölfar fregnanna fylltust götur höfuðborgarinnar af fólki sem sýndu stuðning sinn í verki með fagnaðarlátum og bílflautum. Í frétt Reuters er stemningin sögð minna á þá sem ríkti í byltingunni árið 2011 en sú kveikti neista mótmælabylgju í Mið-Austurlöndum sem kennd er við Arabíska vorið. Vaxandi óánægja með stjórnvöld Ekki liggur fyrir hvort róttækar aðgerðir forsetans njóti víðtæks stuðnings í landinu en hann varaði í kvöld við því gripið yrði til vopna. Sagði Saied að herafli landsins myndi svara hverju byssuskoti í sömu mynt. Áralöng stöðnun, pólitísk spilling og vaxandi atvinnuleysi er sagt hafa leitt til vaxandi óánægju meðal Túnisbúa, löngu áður en kórónuveirufaraldurinn skók efnahaginn og gerði illt verra. Mótmæli, sem skipulögð voru af aðgerðarsinnum með hjálp samfélagsmiðla, voru áberandi fyrr í dag en þau nutu ekki stuðnings neins af stóru stjórmálaflokkunum. Fram kemur í frétt Reuters að reiði mótmælenda hafi að mestu beinst að íslamska miðjuflokknum Ennahda sem er sá stærsti á þinginu. Kváðust margir mótmælendur vera fegin því að losna undir oki stjórnvalda.
Túnis Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Sjá meira