Vill að kennarar fái forgang þegar byrjað verður að gefa aukaskammta Eiður Þór Árnason skrifar 23. júlí 2021 15:10 Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, segir stjórnendur vona það besta. Samsett Stjórnendur grunnskóla fylgjast vel með þróun kórónuveirufaraldursins þessa dagana og óttast sumir að sóttvarnatakmakmarkanir muni varpa skugga á komandi skólavetur. Formaður Skólastjórafélags Íslands treystir því að kennarar verði settir í forgang þegar kemur að því bjóða fólki með Janssen-bóluefnið upp á aukaskammt. Ekki stendur til að hefja bólusetningu barna á aldrinum tólf til fimmtán ára fyrr en í lok ágúst. Stór hluti kennara og starfsfólks grunnskóla hefur fengið Janssen-efnið en vísbendingar eru um að bóluefnið veiti síðri vernd gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar en önnur bóluefni. Sóttvarnalæknir tilkynnti í gær að einstaklingar sem hafa fengið Janssen-efnið eða sýnt veikt ónæmissvar við öðrum bóluefnum verði líklega boðið að fá bóluefni Pfizer/BioNTech til að auka vernd þeirra gegn veirunni. Ekki liggur fyrir hvenær sú bólusetning hefst en Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, vonar að starfsmenn skóla geti fengið skammtinn áður en grunnskólar verða settir þann 22. ágúst. Þróunin veldur áhyggjum Þorsteinn segir að skólastjórnendur hafi skiljanlega áhyggjur af ástandinu og óttist að skólahald verði háð einhverjum takmörkunum þegar grunnskólar verða settir í lok ágúst. „Ef þróunin verður áfram á þann veg sem maður er að upplifa núna síðustu daga þá auðvitað veldur það verulegum áhyggjum.“ „Það sem er auðvitað okkur öllum efst í huga núna er að við förum ekki að fara í annan vetur eins og síðastliðinn vetur. Það er alveg ljóst að það ástand og þær takmarkanir sem við bjuggum við í skólastarfinu fóru ekki vel með alla nemendur okkar.“ Vonar að faraldurinn komist aftur á rétta braut Þorsteinn vonar að aðgerðir heilbrigðisyfirvalda og samstillt átak landsmanna verði til þess að staðan verði önnur um miðjan ágúst. „Ég er allavega bjartsýnn gagnvart þeim aðgerðum sem sóttvarnalæknir kann að grípa til núna sem vonandi leiðir okkur inn á réttar brautir á næstu tveimur til þremur vikum. Við vonum að þetta náist.“ Þróunin síðustu daga hefur ekki verið rædd formlega á vettvangi Skólastjórafélagsins en flestir skólastjórnendur eru í sumarleyfi þessa dagana og snúa aftur til vinnu eftir verslunarmannahelgi. „Þá verðum við að taka stöðuna á landsvísu og sjá hvernig staðan er,“ segir Þorsteinn. Staðan komið skólastjórnendum á óvart Þorsteinn segir að það hafi komið skólastjórnendum nokkuð á óvart að þjóðin sé komin aftur á þennan stað í faraldrinum þrátt fyrir hátt hlutfall bólusettra. „Ég held að stjórnendur í skólum hafi verið á sama stað og við öll fyrir mánuði síðan; bjartsýn á að við værum komin sem mest fyrir þetta hér á landi. Auðvitað veldur það okkur vonbrigðum eins og öllum öðrum að við skulum hafa dottið í þetta far á síðustu fjórum, fimm dögum. En við verðum bara að krossa fingur og vona að það verði gripið til einhverra aðgerða núna sem leiða okkur aftur inn á rétta braut. Við erum bara öll að vona það besta.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Tengdar fréttir Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar. 22. júlí 2021 11:31 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Formaður Skólastjórafélags Íslands treystir því að kennarar verði settir í forgang þegar kemur að því bjóða fólki með Janssen-bóluefnið upp á aukaskammt. Ekki stendur til að hefja bólusetningu barna á aldrinum tólf til fimmtán ára fyrr en í lok ágúst. Stór hluti kennara og starfsfólks grunnskóla hefur fengið Janssen-efnið en vísbendingar eru um að bóluefnið veiti síðri vernd gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar en önnur bóluefni. Sóttvarnalæknir tilkynnti í gær að einstaklingar sem hafa fengið Janssen-efnið eða sýnt veikt ónæmissvar við öðrum bóluefnum verði líklega boðið að fá bóluefni Pfizer/BioNTech til að auka vernd þeirra gegn veirunni. Ekki liggur fyrir hvenær sú bólusetning hefst en Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, vonar að starfsmenn skóla geti fengið skammtinn áður en grunnskólar verða settir þann 22. ágúst. Þróunin veldur áhyggjum Þorsteinn segir að skólastjórnendur hafi skiljanlega áhyggjur af ástandinu og óttist að skólahald verði háð einhverjum takmörkunum þegar grunnskólar verða settir í lok ágúst. „Ef þróunin verður áfram á þann veg sem maður er að upplifa núna síðustu daga þá auðvitað veldur það verulegum áhyggjum.“ „Það sem er auðvitað okkur öllum efst í huga núna er að við förum ekki að fara í annan vetur eins og síðastliðinn vetur. Það er alveg ljóst að það ástand og þær takmarkanir sem við bjuggum við í skólastarfinu fóru ekki vel með alla nemendur okkar.“ Vonar að faraldurinn komist aftur á rétta braut Þorsteinn vonar að aðgerðir heilbrigðisyfirvalda og samstillt átak landsmanna verði til þess að staðan verði önnur um miðjan ágúst. „Ég er allavega bjartsýnn gagnvart þeim aðgerðum sem sóttvarnalæknir kann að grípa til núna sem vonandi leiðir okkur inn á réttar brautir á næstu tveimur til þremur vikum. Við vonum að þetta náist.“ Þróunin síðustu daga hefur ekki verið rædd formlega á vettvangi Skólastjórafélagsins en flestir skólastjórnendur eru í sumarleyfi þessa dagana og snúa aftur til vinnu eftir verslunarmannahelgi. „Þá verðum við að taka stöðuna á landsvísu og sjá hvernig staðan er,“ segir Þorsteinn. Staðan komið skólastjórnendum á óvart Þorsteinn segir að það hafi komið skólastjórnendum nokkuð á óvart að þjóðin sé komin aftur á þennan stað í faraldrinum þrátt fyrir hátt hlutfall bólusettra. „Ég held að stjórnendur í skólum hafi verið á sama stað og við öll fyrir mánuði síðan; bjartsýn á að við værum komin sem mest fyrir þetta hér á landi. Auðvitað veldur það okkur vonbrigðum eins og öllum öðrum að við skulum hafa dottið í þetta far á síðustu fjórum, fimm dögum. En við verðum bara að krossa fingur og vona að það verði gripið til einhverra aðgerða núna sem leiða okkur aftur inn á rétta braut. Við erum bara öll að vona það besta.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Tengdar fréttir Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar. 22. júlí 2021 11:31 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar. 22. júlí 2021 11:31