Pelé hrósaði Mörtu fyrir að hvetja milljónir um heim allan og skapa betri heim Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2021 14:30 Marta fékk mikið hrós frá samlanda sínum Pelé eftir að skora á sínum fimmtu Ólympíuleikum. Pablo Moranoy/Getty Images Brasilíska goðsögnin Pelé hrósaði samlöndu sinni Mörtu fyrir þá hvatningu sem hún veitir fólki um heim allan. Marta er af mörgum talin ein albesta knattspyrnu heims og jafnvel frá upphafi. Hin 35 ára gamla Marta Vieira da Silva skoraði tvö af fimm mörkum Brasilíu í þægilegum 5-0 sigri á Kína í gær er þjóðirnar hófu leik á Ólympíuleikunum sem fram fara í Tókýó í Japan að þessu sinni. Marta hefur nú skorað 111 mörk í 160 leikjum fyrir Brasilíu. Þá voru þetta fimmtu Ólympíuleikarnir sem hún skorar á en það er met. Uppskar hún í kjölfarið mikið hrós frá hinum áttræða Edson Arantes do Nascimento, Pelé, en hann birti hugljúfa færslu á Instagram-síðu sinni eftir leikinn. „Hæ Marta. Þú ert eflaust sofandi núna þar sem þú ert hinum megin á hnettinum. Ég vona að þig dreymi það sem þú áorkaðir fyrir aðeins nokkrum klukkutímum. Talandi um drauma, hversu marga slíka heldur þú að þú hafir haft áhrif á í nótt?“ „Afrek þín eru svo miklu meira en persónuleg met. Þetta augnablik hvetur milljónir íþróttafólks um heim allan. Til hamingju með uppgang þinn og arfleið. Til hamingju, þú ert miklu meira en knattspyrnukona. Þú hefur hjálpað til við að byggja betri heim með hæfileikum þínum. Heim þar sem konur fá meira pláss,“ segir í færslu Pelé á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Pele (@pele) Marta er eflaust hvergi nærri hætt en þrátt fyrir að skora á fimm Ólympíuleikum hefur þessi magnaði framherji aldrei staðið uppi sem sigurvegari. Tvívegis hefur þurft að lúta í gras í úrslitum. Hver veit nema það breytist í sumar. Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Hin 35 ára gamla Marta Vieira da Silva skoraði tvö af fimm mörkum Brasilíu í þægilegum 5-0 sigri á Kína í gær er þjóðirnar hófu leik á Ólympíuleikunum sem fram fara í Tókýó í Japan að þessu sinni. Marta hefur nú skorað 111 mörk í 160 leikjum fyrir Brasilíu. Þá voru þetta fimmtu Ólympíuleikarnir sem hún skorar á en það er met. Uppskar hún í kjölfarið mikið hrós frá hinum áttræða Edson Arantes do Nascimento, Pelé, en hann birti hugljúfa færslu á Instagram-síðu sinni eftir leikinn. „Hæ Marta. Þú ert eflaust sofandi núna þar sem þú ert hinum megin á hnettinum. Ég vona að þig dreymi það sem þú áorkaðir fyrir aðeins nokkrum klukkutímum. Talandi um drauma, hversu marga slíka heldur þú að þú hafir haft áhrif á í nótt?“ „Afrek þín eru svo miklu meira en persónuleg met. Þetta augnablik hvetur milljónir íþróttafólks um heim allan. Til hamingju með uppgang þinn og arfleið. Til hamingju, þú ert miklu meira en knattspyrnukona. Þú hefur hjálpað til við að byggja betri heim með hæfileikum þínum. Heim þar sem konur fá meira pláss,“ segir í færslu Pelé á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Pele (@pele) Marta er eflaust hvergi nærri hætt en þrátt fyrir að skora á fimm Ólympíuleikum hefur þessi magnaði framherji aldrei staðið uppi sem sigurvegari. Tvívegis hefur þurft að lúta í gras í úrslitum. Hver veit nema það breytist í sumar.
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira