Pelé hrósaði Mörtu fyrir að hvetja milljónir um heim allan og skapa betri heim Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2021 14:30 Marta fékk mikið hrós frá samlanda sínum Pelé eftir að skora á sínum fimmtu Ólympíuleikum. Pablo Moranoy/Getty Images Brasilíska goðsögnin Pelé hrósaði samlöndu sinni Mörtu fyrir þá hvatningu sem hún veitir fólki um heim allan. Marta er af mörgum talin ein albesta knattspyrnu heims og jafnvel frá upphafi. Hin 35 ára gamla Marta Vieira da Silva skoraði tvö af fimm mörkum Brasilíu í þægilegum 5-0 sigri á Kína í gær er þjóðirnar hófu leik á Ólympíuleikunum sem fram fara í Tókýó í Japan að þessu sinni. Marta hefur nú skorað 111 mörk í 160 leikjum fyrir Brasilíu. Þá voru þetta fimmtu Ólympíuleikarnir sem hún skorar á en það er met. Uppskar hún í kjölfarið mikið hrós frá hinum áttræða Edson Arantes do Nascimento, Pelé, en hann birti hugljúfa færslu á Instagram-síðu sinni eftir leikinn. „Hæ Marta. Þú ert eflaust sofandi núna þar sem þú ert hinum megin á hnettinum. Ég vona að þig dreymi það sem þú áorkaðir fyrir aðeins nokkrum klukkutímum. Talandi um drauma, hversu marga slíka heldur þú að þú hafir haft áhrif á í nótt?“ „Afrek þín eru svo miklu meira en persónuleg met. Þetta augnablik hvetur milljónir íþróttafólks um heim allan. Til hamingju með uppgang þinn og arfleið. Til hamingju, þú ert miklu meira en knattspyrnukona. Þú hefur hjálpað til við að byggja betri heim með hæfileikum þínum. Heim þar sem konur fá meira pláss,“ segir í færslu Pelé á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Pele (@pele) Marta er eflaust hvergi nærri hætt en þrátt fyrir að skora á fimm Ólympíuleikum hefur þessi magnaði framherji aldrei staðið uppi sem sigurvegari. Tvívegis hefur þurft að lúta í gras í úrslitum. Hver veit nema það breytist í sumar. Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Sjá meira
Hin 35 ára gamla Marta Vieira da Silva skoraði tvö af fimm mörkum Brasilíu í þægilegum 5-0 sigri á Kína í gær er þjóðirnar hófu leik á Ólympíuleikunum sem fram fara í Tókýó í Japan að þessu sinni. Marta hefur nú skorað 111 mörk í 160 leikjum fyrir Brasilíu. Þá voru þetta fimmtu Ólympíuleikarnir sem hún skorar á en það er met. Uppskar hún í kjölfarið mikið hrós frá hinum áttræða Edson Arantes do Nascimento, Pelé, en hann birti hugljúfa færslu á Instagram-síðu sinni eftir leikinn. „Hæ Marta. Þú ert eflaust sofandi núna þar sem þú ert hinum megin á hnettinum. Ég vona að þig dreymi það sem þú áorkaðir fyrir aðeins nokkrum klukkutímum. Talandi um drauma, hversu marga slíka heldur þú að þú hafir haft áhrif á í nótt?“ „Afrek þín eru svo miklu meira en persónuleg met. Þetta augnablik hvetur milljónir íþróttafólks um heim allan. Til hamingju með uppgang þinn og arfleið. Til hamingju, þú ert miklu meira en knattspyrnukona. Þú hefur hjálpað til við að byggja betri heim með hæfileikum þínum. Heim þar sem konur fá meira pláss,“ segir í færslu Pelé á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Pele (@pele) Marta er eflaust hvergi nærri hætt en þrátt fyrir að skora á fimm Ólympíuleikum hefur þessi magnaði framherji aldrei staðið uppi sem sigurvegari. Tvívegis hefur þurft að lúta í gras í úrslitum. Hver veit nema það breytist í sumar.
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Sjá meira