Segja að Valur spili varnarsinnað 4-4-2 leikkerfi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júlí 2021 17:00 Úr leik Vals og Dinamo Zagreb í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Valur féll þar úr leik og leikur á fimmtudag gegn Bodø/Glimt í forkeppni Sambandsdeild Evrópu. Vísir/Bára Dröfn Noregsmeistarar Bodø/Glimt mæta Íslandsmeisturum Vals í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á fimmtudaginn kemur. Hitað var upp fyrir leikinn á vefsíðu liðsins þar sem farið er yfir að íslenska deildin sé spiluð yfir sumartímann, varnarsinnað upplegg Vals og Hannes Þór Halldórsson. Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted og félagar í Bodø/Glimt duttu út úr Meistaradeild Evrópu gegn Legia Varsjá. Lauk einvíginu með 5-2 sigri Legia og því er Bodø/Glimt komið í Sambandsdeildina Evrópu þar sem liðið mætir Val. Á vefsíðu Bodø/Glimt er tekið fram að liðið fari úr 30 stiga hita í Varsjá yfir í grámygluna í Reykjavík. Þar segir að íslenska deildin sé í fullu fjöri þessa dagana og að Íslandsmeistarar Vals tróni á toppi deildarinnar nú þegar 13 umferðir eru búnar af Pepsi Max deildinni. Hannes Þór Halldórsson er nefndur á nafn en hann var þar á láni árið 2016. Alls lék hann 14 leiki fyrir félagið. Á vefnum er minnst á óvænt 2-1 tap Vals gegn ÍA um liðna helgi og tekið sérstaklega fram að Skagamenn séu í „júmbósætinu“ eða neðsta sæti deildarinnar. Les deg opp på torsdagens motstander her PS! Husk trekning klokken 14:00 https://t.co/c5IMhATZAP— FK Bodø/Glimt (@Glimt) July 19, 2021 Mjög íslenskt lið „Valur, líkt og mörg önnur íslensk fótboltalið, er orkumikið lið sem leggur hart að sér. Liðið stillir venjulega upp í varnarsinnað 4-4-2 leikkerfi og mun eflaust leyfa gestunum frá Bodø að vera meira með boltann,“ segir um Valsliðið. Hvort Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, komi á óvart og stilli upp í 4-4-2 á eftir að koma í ljós en reikna má með að liðið verði í hefðbundnu 4-2-3-1 leikkerfi í leiknum sem fram fer á fimmtudag. Leikur Vals og Bodø/Glimt í Sambandsdeild Evrópu er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst 18.45 og leikurinn sjálfur klukkan 19.00. Alfons Sampsted leikur með Noregsmeisturum Bodø/Glimt sem og íslenska landsliðinu. Boris Streubel/Getty Images Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira
Hitað var upp fyrir leikinn á vefsíðu liðsins þar sem farið er yfir að íslenska deildin sé spiluð yfir sumartímann, varnarsinnað upplegg Vals og Hannes Þór Halldórsson. Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted og félagar í Bodø/Glimt duttu út úr Meistaradeild Evrópu gegn Legia Varsjá. Lauk einvíginu með 5-2 sigri Legia og því er Bodø/Glimt komið í Sambandsdeildina Evrópu þar sem liðið mætir Val. Á vefsíðu Bodø/Glimt er tekið fram að liðið fari úr 30 stiga hita í Varsjá yfir í grámygluna í Reykjavík. Þar segir að íslenska deildin sé í fullu fjöri þessa dagana og að Íslandsmeistarar Vals tróni á toppi deildarinnar nú þegar 13 umferðir eru búnar af Pepsi Max deildinni. Hannes Þór Halldórsson er nefndur á nafn en hann var þar á láni árið 2016. Alls lék hann 14 leiki fyrir félagið. Á vefnum er minnst á óvænt 2-1 tap Vals gegn ÍA um liðna helgi og tekið sérstaklega fram að Skagamenn séu í „júmbósætinu“ eða neðsta sæti deildarinnar. Les deg opp på torsdagens motstander her PS! Husk trekning klokken 14:00 https://t.co/c5IMhATZAP— FK Bodø/Glimt (@Glimt) July 19, 2021 Mjög íslenskt lið „Valur, líkt og mörg önnur íslensk fótboltalið, er orkumikið lið sem leggur hart að sér. Liðið stillir venjulega upp í varnarsinnað 4-4-2 leikkerfi og mun eflaust leyfa gestunum frá Bodø að vera meira með boltann,“ segir um Valsliðið. Hvort Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, komi á óvart og stilli upp í 4-4-2 á eftir að koma í ljós en reikna má með að liðið verði í hefðbundnu 4-2-3-1 leikkerfi í leiknum sem fram fer á fimmtudag. Leikur Vals og Bodø/Glimt í Sambandsdeild Evrópu er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst 18.45 og leikurinn sjálfur klukkan 19.00. Alfons Sampsted leikur með Noregsmeisturum Bodø/Glimt sem og íslenska landsliðinu. Boris Streubel/Getty Images
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira