Segir hagsmuni ferðaþjónustunnar líka hagsmuni þjóðarinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2021 08:48 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Egill Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir ferðaþjónustuna hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum eftir að tilkynnt var að bólusettir ferðamenn yrðu krafðir um neikvætt Covid-19 próf við landamærin. Hagsmunir ferðaþjónustunnar séu ekki aðeins hennar, heldur þjóðarinnar allrar. „Hagsmunir ferðaþjónustunnar eru gríðarlegir í efnahagslegu tilliti fyrir þjóðarbúið og alla þjóðina. Þannig að það er ekki eins og þetta snúist um ferðaþjónustuna annars vegar og þjóðina hins vegar,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Bjarnheiður ræddi nýjar takmarkanir á landamærunum og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir allar takmarkanir á landamærum hafa letjandi áhrif á ferðaþjónustuna en enn eigi eftir að koma í ljós hver áhrif nýrra takmarkana verða. „Við vitum að allar svona takmarkanir hafa letjandi áhrif og geta jafnvel komið í veg fyrir að fólk bóki ferðir eða fái grundvallaða ástæðu til að afbóka feðrir sem það er að fara í en við vonum að það sé ekki þannig,“ segir Bjarnheiður. Breytingarnar voru tilkynntir í gær og munu taka gildi næsta mánudag. Allir ferðamenn, sama hvort þeir eru bólusettir eða staðfesta fyrri sýkingu, munu þurfa að framvísa neikvæðu PCR eða antigen hraðprófi sem ekki er eldra en 72 klukkustunda gamalt. Bjarnheiður segir nýjar takmarkanir ekki endilega jákvæðar, en borið hefur á því að ferðaþjónustan hafi vart ráðið við þann fjölda ferðamanna sem hingað hefur sótt undanfarnar vikur. „Það hafa komið nokkrir flöskuhálsar á ákveðnum sviðum en ég hef nú trú á því að við myndum leysa úr því eins og flestum áskorunum sem okkur hafa mætt í gegn um tíðina,“ segir Bjarnheiður. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, lýsti miklum vonbrigðum með nýjar takmarkanir í gær. Hann segir marga forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækja með kjálkann í gólfinu. „Þeim finnst bara hreinlega óskiljanlegt að það skuli vera lagt í svona ákvarðanir og telja að þetta muni hafa töluverð neikvæð áhrif,“ sagði Jóhannes Þór í samtali við fréttastofu í gær. Bjarnheiður tekur undir þetta og segir ferðaþjónustuna finna fyrir miklum vonbrigðum með það að stíga hafi þurft skref til baka. Þó sé fólk ánægt með að antigen prófin séu tekin gild. „Jafnframt er fólk ánægt með það að það skuli þó vera tekin gild þessi antigen próf. Ef það hefðu bara verið þessi PCR próf sem hefðu verið tekin gild hefði það verið miklu alvarlegra. Bæði þar sem það er bæði dýrara að fá þau og erfitt að nálgast þau. Það er ekki víst að fólk hefði náð þeim fyrir ferðina sína þannig að það er jákvætt. Þetta er ekki alls staðar eins aðgengilegt og þetta er hér.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hertar aðgerðir í ósamræmi við traust á bólusetningum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra óttast að aðgerðir innanlands verði hertar á ný þegar tilefni til þess sé ekki endilega til staðar. Hún virðist ekki sannfærð um réttmæti þeirra aðgerða á landamærunum sem kynntar voru í dag. 19. júlí 2021 22:00 Hissa að stjórnvöld hafi ekki staðið í lappirnar gagnvart sóttvarnalækni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það alvarleg vonbrigði að stjórnvöld hafi ákveðið að krefja bólusetta ferðamenn um neikvætt Covid-19 próf við landamærin. 19. júlí 2021 16:12 Talsvert veikir í farsóttarhúsi þrátt fyrir bólusetningu Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af sjö utan sóttkvíar. Mjög hefur fjölgað í farsóttarhúsi síðustu daga en á fjórða tug eru þar í einangrun vegna kórónuveirusmits. Forstöðumaður segir að fólkið sé talsvert veikt, þrátt fyrir bólusetningu. 17. júlí 2021 12:49 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
„Hagsmunir ferðaþjónustunnar eru gríðarlegir í efnahagslegu tilliti fyrir þjóðarbúið og alla þjóðina. Þannig að það er ekki eins og þetta snúist um ferðaþjónustuna annars vegar og þjóðina hins vegar,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Bjarnheiður ræddi nýjar takmarkanir á landamærunum og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir allar takmarkanir á landamærum hafa letjandi áhrif á ferðaþjónustuna en enn eigi eftir að koma í ljós hver áhrif nýrra takmarkana verða. „Við vitum að allar svona takmarkanir hafa letjandi áhrif og geta jafnvel komið í veg fyrir að fólk bóki ferðir eða fái grundvallaða ástæðu til að afbóka feðrir sem það er að fara í en við vonum að það sé ekki þannig,“ segir Bjarnheiður. Breytingarnar voru tilkynntir í gær og munu taka gildi næsta mánudag. Allir ferðamenn, sama hvort þeir eru bólusettir eða staðfesta fyrri sýkingu, munu þurfa að framvísa neikvæðu PCR eða antigen hraðprófi sem ekki er eldra en 72 klukkustunda gamalt. Bjarnheiður segir nýjar takmarkanir ekki endilega jákvæðar, en borið hefur á því að ferðaþjónustan hafi vart ráðið við þann fjölda ferðamanna sem hingað hefur sótt undanfarnar vikur. „Það hafa komið nokkrir flöskuhálsar á ákveðnum sviðum en ég hef nú trú á því að við myndum leysa úr því eins og flestum áskorunum sem okkur hafa mætt í gegn um tíðina,“ segir Bjarnheiður. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, lýsti miklum vonbrigðum með nýjar takmarkanir í gær. Hann segir marga forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækja með kjálkann í gólfinu. „Þeim finnst bara hreinlega óskiljanlegt að það skuli vera lagt í svona ákvarðanir og telja að þetta muni hafa töluverð neikvæð áhrif,“ sagði Jóhannes Þór í samtali við fréttastofu í gær. Bjarnheiður tekur undir þetta og segir ferðaþjónustuna finna fyrir miklum vonbrigðum með það að stíga hafi þurft skref til baka. Þó sé fólk ánægt með að antigen prófin séu tekin gild. „Jafnframt er fólk ánægt með það að það skuli þó vera tekin gild þessi antigen próf. Ef það hefðu bara verið þessi PCR próf sem hefðu verið tekin gild hefði það verið miklu alvarlegra. Bæði þar sem það er bæði dýrara að fá þau og erfitt að nálgast þau. Það er ekki víst að fólk hefði náð þeim fyrir ferðina sína þannig að það er jákvætt. Þetta er ekki alls staðar eins aðgengilegt og þetta er hér.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hertar aðgerðir í ósamræmi við traust á bólusetningum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra óttast að aðgerðir innanlands verði hertar á ný þegar tilefni til þess sé ekki endilega til staðar. Hún virðist ekki sannfærð um réttmæti þeirra aðgerða á landamærunum sem kynntar voru í dag. 19. júlí 2021 22:00 Hissa að stjórnvöld hafi ekki staðið í lappirnar gagnvart sóttvarnalækni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það alvarleg vonbrigði að stjórnvöld hafi ákveðið að krefja bólusetta ferðamenn um neikvætt Covid-19 próf við landamærin. 19. júlí 2021 16:12 Talsvert veikir í farsóttarhúsi þrátt fyrir bólusetningu Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af sjö utan sóttkvíar. Mjög hefur fjölgað í farsóttarhúsi síðustu daga en á fjórða tug eru þar í einangrun vegna kórónuveirusmits. Forstöðumaður segir að fólkið sé talsvert veikt, þrátt fyrir bólusetningu. 17. júlí 2021 12:49 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Hertar aðgerðir í ósamræmi við traust á bólusetningum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra óttast að aðgerðir innanlands verði hertar á ný þegar tilefni til þess sé ekki endilega til staðar. Hún virðist ekki sannfærð um réttmæti þeirra aðgerða á landamærunum sem kynntar voru í dag. 19. júlí 2021 22:00
Hissa að stjórnvöld hafi ekki staðið í lappirnar gagnvart sóttvarnalækni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það alvarleg vonbrigði að stjórnvöld hafi ákveðið að krefja bólusetta ferðamenn um neikvætt Covid-19 próf við landamærin. 19. júlí 2021 16:12
Talsvert veikir í farsóttarhúsi þrátt fyrir bólusetningu Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af sjö utan sóttkvíar. Mjög hefur fjölgað í farsóttarhúsi síðustu daga en á fjórða tug eru þar í einangrun vegna kórónuveirusmits. Forstöðumaður segir að fólkið sé talsvert veikt, þrátt fyrir bólusetningu. 17. júlí 2021 12:49