„Hafið enn ekki séð það besta frá mér“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júlí 2021 22:30 Dagný segist eiga mikið inni fyrir komandi leiktíð hjá West Ham. West Ham Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður West Ham United, segir að meiðsli og COVID-smit hafi hamlað sér á síðustu leiktíð með enska liðinu. Hún býst við að sýna sitt rétta andlit á komandi leiktíð í ensku ofurdeildinni. Dagný samdi við West Ham í upphafi árs en hún var mikill stuðningsmaður félagsins í æsku. Það var því ákveðinn draumur að rætast þegar hún gekk í raðir Hamranna í Lundúnum. „Ég bjóst aldrei við því sem ung stúlka að ég myndi spila leik fyrir West Ham. Besti vinur minn og pabbi hans, sem ég byrjaði að spila fótbolta með, voru miklir West Ham United stuðningsmenn,“ er haft eftir Dagnýju í viðtali við Daily Mail. „Ég man að þegar ég var 15-16 ára, þá sýndu þeir mér að það væri í boði að fara til reynslu hjá kvennaliði West Ham. Hins vegar var það ekki atvinnumannalið þá. Ég man að hafa hugsað nei, ég get ekki farið þangað núna þar sem það er ekki atvinnumannalið, en það er skondið að hugsa til þess að ég hafi endað hér sem West Ham stuðningsmaður,“ Then Now https://t.co/dlaPHkTJQJ#BringItOnWHU | @UmbroUK pic.twitter.com/Tsi65Deadd— West Ham United Women (@westhamwomen) July 16, 2021 West Ham var í mikilli fallbaráttu á síðustu leiktíð en tókst að bjarga sér frá falli á lokakafla tímabilsins. Dagný segist búast við sterkara liði í ár, þar sem vel hafi gengið á undirbúningstímabilinu, en hún segist einnig búast við að spila sjálf betur en hún gerði í fyrra. „Þið hafið enn ekki séð það besta frá mér. Ég kom hingað meidd og smitaðist svo af Covid, svo að í hvert skipti sem ég var að nálgast fyrra form kom eitthvað upp, segir Dagný viðtalinu sem lýsir sér sem leikmanni.“ „Ég tel mig búa yfir mikilli vinnslu og einn af mínum helstu styrkleikum sem miðjumaður er að ég get skorað mörk, og venjulega er ég öflug í því... jafnvel þó ég hafi ekki staðið mig vel í því á síðasta tímabili,“ segir Dagný. Fleira kemur fram í viðtalinu við Dagnýju, þar sem hún fer meðal annars yfir upphafsár sín í boltanum. Viðtalið má nálgast hér. West Ham hafnaði í níunda sæti ensku Ofurdeildarinnar í fyrra, með 15 stig úr 22 leikjum. Liðið var aðeins þremur stigum frá botnliði Bristol City, í því tólfta, sem var eina liðið sem féll. Næsta leiktíð hefst 3. september næst komandi. Enski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Loks vann Tottenham Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Sjá meira
Dagný samdi við West Ham í upphafi árs en hún var mikill stuðningsmaður félagsins í æsku. Það var því ákveðinn draumur að rætast þegar hún gekk í raðir Hamranna í Lundúnum. „Ég bjóst aldrei við því sem ung stúlka að ég myndi spila leik fyrir West Ham. Besti vinur minn og pabbi hans, sem ég byrjaði að spila fótbolta með, voru miklir West Ham United stuðningsmenn,“ er haft eftir Dagnýju í viðtali við Daily Mail. „Ég man að þegar ég var 15-16 ára, þá sýndu þeir mér að það væri í boði að fara til reynslu hjá kvennaliði West Ham. Hins vegar var það ekki atvinnumannalið þá. Ég man að hafa hugsað nei, ég get ekki farið þangað núna þar sem það er ekki atvinnumannalið, en það er skondið að hugsa til þess að ég hafi endað hér sem West Ham stuðningsmaður,“ Then Now https://t.co/dlaPHkTJQJ#BringItOnWHU | @UmbroUK pic.twitter.com/Tsi65Deadd— West Ham United Women (@westhamwomen) July 16, 2021 West Ham var í mikilli fallbaráttu á síðustu leiktíð en tókst að bjarga sér frá falli á lokakafla tímabilsins. Dagný segist búast við sterkara liði í ár, þar sem vel hafi gengið á undirbúningstímabilinu, en hún segist einnig búast við að spila sjálf betur en hún gerði í fyrra. „Þið hafið enn ekki séð það besta frá mér. Ég kom hingað meidd og smitaðist svo af Covid, svo að í hvert skipti sem ég var að nálgast fyrra form kom eitthvað upp, segir Dagný viðtalinu sem lýsir sér sem leikmanni.“ „Ég tel mig búa yfir mikilli vinnslu og einn af mínum helstu styrkleikum sem miðjumaður er að ég get skorað mörk, og venjulega er ég öflug í því... jafnvel þó ég hafi ekki staðið mig vel í því á síðasta tímabili,“ segir Dagný. Fleira kemur fram í viðtalinu við Dagnýju, þar sem hún fer meðal annars yfir upphafsár sín í boltanum. Viðtalið má nálgast hér. West Ham hafnaði í níunda sæti ensku Ofurdeildarinnar í fyrra, með 15 stig úr 22 leikjum. Liðið var aðeins þremur stigum frá botnliði Bristol City, í því tólfta, sem var eina liðið sem féll. Næsta leiktíð hefst 3. september næst komandi.
Enski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Loks vann Tottenham Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Sjá meira