Búinn að fá sig fullsaddan af stælunum í Conor: „Þetta var dýrsleg hegðun“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2021 14:16 Conor McGregor er ekki allra en á dygga stuðningsmenn. getty/Louis Grasse Stælarnir í Conor McGregor fyrir bardagann gegn Dustin Poirier fóru í taugarnar á mörgum, meðal annars þjálfaranum Firas Zahabi sem skilur ekki hvernig fólk getur enn stutt við bakið á Íranum. Conor fótbrotnaði í fyrstu lotu í bardaganum gegn Poirier og þeim síðarnefnda var dæmdur sigur á tæknilegu rothöggi. Zahabi, sem þjálfar Georges St-Pierre og fleiri þekkta bardagakappa, segir að Conor hafi farið langt yfir strikið fyrir bardagann, meðal annars á blaðamannafundi þeirra Poiriers, og er búinn að fá sig fullsaddan af Íranum. „Ef Conor á einhvern sannan og traustan vin í heiminum þarf sá að ræða við hann undir fjögur augu og segja honum að hann hagi sér eins og heimskingi,“ sagði Zahabi. „Þú lætur sjálfan þig líta illa út. Hann er að niðurlægja okkur, fjölskyldu sína og vini. Þetta er bara vandræðalegt fyrir sannan bardagakappa að haga sér svona. Ef þetta væri einhver annar væru allir að tala um að henda honum burt úr UFC. En vegna þess að þetta er Conor McGregor er ekki hægt að segja það.“ Zahabi skilur ekki af hverju Conor nýtur enn jafn mikilla vinsælda og hann gerir. „Ég skil ekki hvernig er hægt að vera aðdáandi hans. Ég ber virðingu fyrir honum sem bardagamanni og hæfileikum hans en hvernig hann hegðaði sér á blaðamannafundinum var hræðilegt,“ sagði Zahabi. „Sama hvað hefur gengið á getiði ekki hótað að drepa hvorn annan eða hóta börnum hvors annars og fleiri. Þetta var bara dýrsleg hegðun. Og það sem hann sagði um eiginkonu Poiriers, það var ógeðslegt. Hann er svo reiður og afbrýðisamur út í Poirier. Hann gerði allt til mógða hann og taka augnablikið af honum. Poirier sigraði hann, er betri bardagamaður en hann og verður minnst þannig.“ Búast má við því að Conor verði frá keppni í allt að ár vegna fótbrotsins. Írinn hefur tapað tveimur bardögum í röð og þremur af síðustu fjórum bardögum sínum. MMA Tengdar fréttir Segir að Conor ætti að reka Kavanagh Michael Bisping leggur til að Conor McGregor skipti um þjálfara eftir tapið fyrir Dustin Poirier í UFC 264 um helgina. 15. júlí 2021 13:31 Khabib kominn með upp í kok af Conor og segir hann útbrunninn Khabib Nurmagomedov er búinn að fá nóg af Conor McGregor. Hann segir að Írinn sé búinn að vera og UFC eigi að hætta styðja hann. 13. júlí 2021 08:31 Conor segir að sigur Poiriers hafi verið ólöglegur Conor McGregor segir að ósigur sinn gegn Dustin Poirier um helgina hafi verið ólögmætur vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í bardaganum. 12. júlí 2021 13:00 Brotinn ökkli og tap hjá McGregor Írski bardagakappinn Conor McGregor tapaði fyrri Bandaríkjamanninum Dustin Poirier er þeir mættust í UFC, blandaðar bardagalistir, í nótt. Poirier hafði betur þar sem Conor ökklabrotnaði í fyrstu lotu. 11. júlí 2021 11:00 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Sjá meira
Conor fótbrotnaði í fyrstu lotu í bardaganum gegn Poirier og þeim síðarnefnda var dæmdur sigur á tæknilegu rothöggi. Zahabi, sem þjálfar Georges St-Pierre og fleiri þekkta bardagakappa, segir að Conor hafi farið langt yfir strikið fyrir bardagann, meðal annars á blaðamannafundi þeirra Poiriers, og er búinn að fá sig fullsaddan af Íranum. „Ef Conor á einhvern sannan og traustan vin í heiminum þarf sá að ræða við hann undir fjögur augu og segja honum að hann hagi sér eins og heimskingi,“ sagði Zahabi. „Þú lætur sjálfan þig líta illa út. Hann er að niðurlægja okkur, fjölskyldu sína og vini. Þetta er bara vandræðalegt fyrir sannan bardagakappa að haga sér svona. Ef þetta væri einhver annar væru allir að tala um að henda honum burt úr UFC. En vegna þess að þetta er Conor McGregor er ekki hægt að segja það.“ Zahabi skilur ekki af hverju Conor nýtur enn jafn mikilla vinsælda og hann gerir. „Ég skil ekki hvernig er hægt að vera aðdáandi hans. Ég ber virðingu fyrir honum sem bardagamanni og hæfileikum hans en hvernig hann hegðaði sér á blaðamannafundinum var hræðilegt,“ sagði Zahabi. „Sama hvað hefur gengið á getiði ekki hótað að drepa hvorn annan eða hóta börnum hvors annars og fleiri. Þetta var bara dýrsleg hegðun. Og það sem hann sagði um eiginkonu Poiriers, það var ógeðslegt. Hann er svo reiður og afbrýðisamur út í Poirier. Hann gerði allt til mógða hann og taka augnablikið af honum. Poirier sigraði hann, er betri bardagamaður en hann og verður minnst þannig.“ Búast má við því að Conor verði frá keppni í allt að ár vegna fótbrotsins. Írinn hefur tapað tveimur bardögum í röð og þremur af síðustu fjórum bardögum sínum.
MMA Tengdar fréttir Segir að Conor ætti að reka Kavanagh Michael Bisping leggur til að Conor McGregor skipti um þjálfara eftir tapið fyrir Dustin Poirier í UFC 264 um helgina. 15. júlí 2021 13:31 Khabib kominn með upp í kok af Conor og segir hann útbrunninn Khabib Nurmagomedov er búinn að fá nóg af Conor McGregor. Hann segir að Írinn sé búinn að vera og UFC eigi að hætta styðja hann. 13. júlí 2021 08:31 Conor segir að sigur Poiriers hafi verið ólöglegur Conor McGregor segir að ósigur sinn gegn Dustin Poirier um helgina hafi verið ólögmætur vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í bardaganum. 12. júlí 2021 13:00 Brotinn ökkli og tap hjá McGregor Írski bardagakappinn Conor McGregor tapaði fyrri Bandaríkjamanninum Dustin Poirier er þeir mættust í UFC, blandaðar bardagalistir, í nótt. Poirier hafði betur þar sem Conor ökklabrotnaði í fyrstu lotu. 11. júlí 2021 11:00 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Sjá meira
Segir að Conor ætti að reka Kavanagh Michael Bisping leggur til að Conor McGregor skipti um þjálfara eftir tapið fyrir Dustin Poirier í UFC 264 um helgina. 15. júlí 2021 13:31
Khabib kominn með upp í kok af Conor og segir hann útbrunninn Khabib Nurmagomedov er búinn að fá nóg af Conor McGregor. Hann segir að Írinn sé búinn að vera og UFC eigi að hætta styðja hann. 13. júlí 2021 08:31
Conor segir að sigur Poiriers hafi verið ólöglegur Conor McGregor segir að ósigur sinn gegn Dustin Poirier um helgina hafi verið ólögmætur vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í bardaganum. 12. júlí 2021 13:00
Brotinn ökkli og tap hjá McGregor Írski bardagakappinn Conor McGregor tapaði fyrri Bandaríkjamanninum Dustin Poirier er þeir mættust í UFC, blandaðar bardagalistir, í nótt. Poirier hafði betur þar sem Conor ökklabrotnaði í fyrstu lotu. 11. júlí 2021 11:00