Sambandsdeildin fær jákvæð viðbrögð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2021 12:01 FH er komið áfram í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir sigur á írska liðinu Sligo Rovers í fyrstu umferð. Hér sést Steven Lennon fagna marki sínu gegn liðinu ytra. Eóin Noonan/Getty Images Sambandsdeild Evrópu er ný Evrópukeppni innan knattspyrnuflóru álfunnar. Önnur umferð undankeppninnar hefst í vikunni og Ísland á þrjá fulltrúa þar: Val, FH og Breiðablik. The Guardian fjallar um keppnina sem er á sínu fyrsta tímabili. Hún er í skugganum af Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni en það virðist þó sem mikil ánægja sé með keppnina til þessa. Spilar verðlaunafé keppninnar þar inn í. Keppninni er ætlað að veita meira jafnvægi og gefa liðum frá smærri þjóðum – líkt og Íslandi – betri möguleika á að komast langt í Evrópu. „Við erum með 55 aðildarþjóðir og það er mikilvægt að gefa félögum frá sem flestum knattspyrnusamböndum möguleika á að komast langt í Evrópu,“ sagði Aleksander Ceferin, forseti UEFA er Sambandsdeildin var sett á laggirnar. Tommy Higgins, formaður Sligo Rovers – sem FH sló út, er mjög ánægður með fyrirkomulag keppninnar. „Þetta er ekki bara áróður, keppnin hjálpar liðum frá því sem kalla má minni þjóðir. Það gefur aukinn möguleika á að fara langt í Evrópu og þó liðin komist ekki alla leið í riðlakeppnina þá getur það skipt sköpum að fara í gegnum eina eða tvær umferðir í undankeppninni. Ég hef ekkert slæmt að segja um keppnina,“ segir Higgins í frétt The Guardian. FH sló Sligo hins vegar út og mætir norska stórliðinu Rosenborg í næstu umferð. FH fékk 200 þúsund pund fyrir að komast áfram í 2. umferð keppninnar eða um 34 milljónir íslenskra króna. Norsk félög voru meðal þeirra sem kvörtuðu hvað mest yfir breytingum á fyrirkomulagi Evrópukeppna er tilkynnt var að UEFA ætlaði að stofna Sambandsdeildina, C-deild Evrópukeppna. Þau þögnuðu fljótt þegar þau sáu að verðlaunaféð var mjög svipað og í Evrópudeildinni. Þrjú íslensk lið verða í eldlínunni er 2. umferð Sambandsdeildarinnar hefst á fimmtudaginn. Breiðablik heldur til Austurríkis og mætir Austria Vín, Íslandsmeistarar Vals fá Noregsmeistara Bodø/Glimt í heimsókn og FH mætir Rosenborg. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Harry Kewell að taka við liði í Víetnam FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Sjá meira
The Guardian fjallar um keppnina sem er á sínu fyrsta tímabili. Hún er í skugganum af Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni en það virðist þó sem mikil ánægja sé með keppnina til þessa. Spilar verðlaunafé keppninnar þar inn í. Keppninni er ætlað að veita meira jafnvægi og gefa liðum frá smærri þjóðum – líkt og Íslandi – betri möguleika á að komast langt í Evrópu. „Við erum með 55 aðildarþjóðir og það er mikilvægt að gefa félögum frá sem flestum knattspyrnusamböndum möguleika á að komast langt í Evrópu,“ sagði Aleksander Ceferin, forseti UEFA er Sambandsdeildin var sett á laggirnar. Tommy Higgins, formaður Sligo Rovers – sem FH sló út, er mjög ánægður með fyrirkomulag keppninnar. „Þetta er ekki bara áróður, keppnin hjálpar liðum frá því sem kalla má minni þjóðir. Það gefur aukinn möguleika á að fara langt í Evrópu og þó liðin komist ekki alla leið í riðlakeppnina þá getur það skipt sköpum að fara í gegnum eina eða tvær umferðir í undankeppninni. Ég hef ekkert slæmt að segja um keppnina,“ segir Higgins í frétt The Guardian. FH sló Sligo hins vegar út og mætir norska stórliðinu Rosenborg í næstu umferð. FH fékk 200 þúsund pund fyrir að komast áfram í 2. umferð keppninnar eða um 34 milljónir íslenskra króna. Norsk félög voru meðal þeirra sem kvörtuðu hvað mest yfir breytingum á fyrirkomulagi Evrópukeppna er tilkynnt var að UEFA ætlaði að stofna Sambandsdeildina, C-deild Evrópukeppna. Þau þögnuðu fljótt þegar þau sáu að verðlaunaféð var mjög svipað og í Evrópudeildinni. Þrjú íslensk lið verða í eldlínunni er 2. umferð Sambandsdeildarinnar hefst á fimmtudaginn. Breiðablik heldur til Austurríkis og mætir Austria Vín, Íslandsmeistarar Vals fá Noregsmeistara Bodø/Glimt í heimsókn og FH mætir Rosenborg.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Harry Kewell að taka við liði í Víetnam FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Sjá meira