Mikið um ölvunartilkynningar, hávaðatilkynningar og slagsmál Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2021 14:57 Mikill erill var á höfuðborgarsvæðinu í gær og sérstaklega mikið um slagsmál og ölvun. Vísir/Vilhelm Fjöldi innbrota var tilkynntur til lögreglu síðastliðinn sólarhring og töluvert var um þjófnað. Eitthvað af þýfi fannst líka af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en mikill erill hefur verið hjá henni undanfarinn sólarhring. Mikið var um ölvunartilkynningar, hávaðatilkynningar og slagsmál og voru allir fangaklefar fullir eftir nóttina. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu, sem ekki gafst tími til að rita í fyrr en nú. Frá klukkan þrjú í gær fram til klukkan átta var tilkynnt um þjófnað í verslun, innbrot í fyrirtæki, um mann að opna og fara inn í bíla og þjófnað á munum úr ólæstri bifreið. Þýfi fannst á fjórða tímanum í gær sem haldlagt var af lögreglu og fundust þrjú stolin reiðhjól sömuleiðis sem lögregla lagði hald á. Tilkynnt var um eftirlitslaust barn sem var eitt að hjóla og var því haft samband við forráðamann sem hafði litið af ungu barninu eitt augnablik og misst sjónar á því. Tilkynnt var um mann að drekka undir stýri í bifreið fyrir framan verslun á níunda tímanum í gær og stuttu síðar var tilkynnt um tvo aðila sem voru að neyta fíkniefna í bifreið í miðbænum. Sá sem tilkynnti það til lögreglu sagði þá hafa verið að sveifla hníf en fólkið fannst ekki þegar lögreglu bar að garði. Tilkynnt var um slys á tólfta tímanum í gær en maður hafði dottið og slasast á mjöðm. Annað slys var tilkynnt eftir miðnætti í nótt, aðili hafði dottið og fengið skurð við auga. Töluvert var um slagsmál í miðbænum í nótt. Tveir menn slógust á öðrum tímanum í miðbænum og annar þeirra með hníf. Þá var stuttu síðar tilkynnt um æstan mann með golfkylfu í hendi í miðbænum. Sá flúði lögreglu og hlýddi ekki fyrirmælum. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa í nótt. Á fimmta tímanum í nótt var tilkynnt um átök í bíl á ferð og stuttu síðar um hópslagsmál í miðbænum. Þar var einn vopnaður hníf og annar hamri. Þeir voru báðir handteknir en látnir lausir stuttu síðar eftir upplýsingaöflun lögreglu. Önnur hópslagsmál voru tilkynnt stuttu fyrir klukkan fimm í nótt en þau voru búin þegar lögreglu bar að garði. Tilkynnt var um ölvaðan mann á miðri götu rétt eftir klukkan fimm sem var að reyna að stoppa eða hoppa fyrir bíla. Hann reyndist vera að reyna að leita sér að fari heim. Lögregla útvegaði honum að lokum leigubíl. Tilkynnt var um umferðarslys í Vesturbæ Reykjavíkur á fjórða tímanum þar sem ökumaður hafði ekið bíl sínum ofan í holu. Þá var ekið á hjólandi mann á ellefta tímanum í morgun. Sá reyndist óslasaður en hjól hans var skaddað. Ökumaðurinn flúði vettvang. Rétt um hálf sjö í morgun var tilkynnt um mann að reyna að komast inn í bíla og skemma eignir. Sá var vistaður í fangaklefa. Þá var tilkynnt um innbrot í fjölda bifreiða stuttu síðar í Vesturbænum, rúður voru brotnar og ýmsum munum stolið. Eftirför fór fram í gærkvöldi en maður sem grunaður var um ölvunarakstur ók af stað þegar lögregla hafði af honum afskipti. Hann var að lokum handtekinn og vistaður í fangageymslu. Þá var ökumaður stöðvaður í Mosfellsbæ grunaður um fíkniefnaakstur með börn í bílnum. Lögreglumál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Frá klukkan þrjú í gær fram til klukkan átta var tilkynnt um þjófnað í verslun, innbrot í fyrirtæki, um mann að opna og fara inn í bíla og þjófnað á munum úr ólæstri bifreið. Þýfi fannst á fjórða tímanum í gær sem haldlagt var af lögreglu og fundust þrjú stolin reiðhjól sömuleiðis sem lögregla lagði hald á. Tilkynnt var um eftirlitslaust barn sem var eitt að hjóla og var því haft samband við forráðamann sem hafði litið af ungu barninu eitt augnablik og misst sjónar á því. Tilkynnt var um mann að drekka undir stýri í bifreið fyrir framan verslun á níunda tímanum í gær og stuttu síðar var tilkynnt um tvo aðila sem voru að neyta fíkniefna í bifreið í miðbænum. Sá sem tilkynnti það til lögreglu sagði þá hafa verið að sveifla hníf en fólkið fannst ekki þegar lögreglu bar að garði. Tilkynnt var um slys á tólfta tímanum í gær en maður hafði dottið og slasast á mjöðm. Annað slys var tilkynnt eftir miðnætti í nótt, aðili hafði dottið og fengið skurð við auga. Töluvert var um slagsmál í miðbænum í nótt. Tveir menn slógust á öðrum tímanum í miðbænum og annar þeirra með hníf. Þá var stuttu síðar tilkynnt um æstan mann með golfkylfu í hendi í miðbænum. Sá flúði lögreglu og hlýddi ekki fyrirmælum. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa í nótt. Á fimmta tímanum í nótt var tilkynnt um átök í bíl á ferð og stuttu síðar um hópslagsmál í miðbænum. Þar var einn vopnaður hníf og annar hamri. Þeir voru báðir handteknir en látnir lausir stuttu síðar eftir upplýsingaöflun lögreglu. Önnur hópslagsmál voru tilkynnt stuttu fyrir klukkan fimm í nótt en þau voru búin þegar lögreglu bar að garði. Tilkynnt var um ölvaðan mann á miðri götu rétt eftir klukkan fimm sem var að reyna að stoppa eða hoppa fyrir bíla. Hann reyndist vera að reyna að leita sér að fari heim. Lögregla útvegaði honum að lokum leigubíl. Tilkynnt var um umferðarslys í Vesturbæ Reykjavíkur á fjórða tímanum þar sem ökumaður hafði ekið bíl sínum ofan í holu. Þá var ekið á hjólandi mann á ellefta tímanum í morgun. Sá reyndist óslasaður en hjól hans var skaddað. Ökumaðurinn flúði vettvang. Rétt um hálf sjö í morgun var tilkynnt um mann að reyna að komast inn í bíla og skemma eignir. Sá var vistaður í fangaklefa. Þá var tilkynnt um innbrot í fjölda bifreiða stuttu síðar í Vesturbænum, rúður voru brotnar og ýmsum munum stolið. Eftirför fór fram í gærkvöldi en maður sem grunaður var um ölvunarakstur ók af stað þegar lögregla hafði af honum afskipti. Hann var að lokum handtekinn og vistaður í fangageymslu. Þá var ökumaður stöðvaður í Mosfellsbæ grunaður um fíkniefnaakstur með börn í bílnum.
Lögreglumál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira