Líf og fjör um allt land Árni Sæberg skrifar 17. júlí 2021 21:47 Í Ólafsfirði fór hið árlega sápuboltamót fram. Aðsend/Heimir Ingi Líf og fjör er í öllum landshlutum um helgina. Ögurhátíðin í Ísafjarðardjúpi nær hámarki með Ögurballi í kvöld, þar sem boðið verður upp á rabbarbaragraut með rjóma í danspásum. Í gær var sunginn brekkusöngur á Ísafirði en í kvöld er sjálft Ögurballið. Unnendur sveitaballa hafa beðið í ofvæni eftir ballinu en í fyrra þurfti að aflýsa því sökum faraldurs Covid-19. Rómantíkin, gleðin og sveitaballasjarminn sem svífur yfir Ögurballinu er löngu orðin landsfrægt, dansgólfið dúar þegar það fyllist og rabbarbaragrautur með rjóma sem er borinn fram fyrir ballgesti í danspásum. Ein af hefðunum sem Ögursystkinin halda fast í er hinn margumtaliði rabbarbaragrautur með rjóma. Þetta segir í facebookviðburði ballsins. Una Hildardóttir, forseti Landssambands ungmennafélaga, heldur titlinum andlit Ögurballsins frá því í fyrra, enda fór ballið ekki fram þá. Metþátttaka í Laugavegshlaupinu Utanvegahlaupið sem hlaupið er ár hvert á Laugaveginum var haldið í 25. skipti í dag. 550 keppendur lögðu af stað frá Landmannalaugum klukkan níu í morgun. Aldrei hafa fleiri tekið þátt. Það voru þau Andrew Douglas frá Bretlandi og Andrea Kolbeinsdóttir sem urðu hlutskörpust í ár. Andrea tók þátt í hlaupinu í fyrsta skiptið og gerði sér lítið fyrir og setti brautarmet í kvennaflokki. Sápubolti í Ólafsfirði Ólafsfirðingar og gestir skemmtu sér konunglega um helgina þegar hið árlega sápuboltamót fór fram í blíðskaparveðri. 21 lið í fimm riðlum tóku þátt í mótinu. Úrslitin réðust í dag eftir hádramatíska vítaspyrnukeppni. Það var liðið Ha? Why? sem stóð uppi sem sigurvegar Sápuboltamótsins 2021 Það er gaman að spila fótbolta á velli þöktum froðu.Slökkvilið Fjallabyggðar Fjallabyggð Ísafjarðarbær Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Í gær var sunginn brekkusöngur á Ísafirði en í kvöld er sjálft Ögurballið. Unnendur sveitaballa hafa beðið í ofvæni eftir ballinu en í fyrra þurfti að aflýsa því sökum faraldurs Covid-19. Rómantíkin, gleðin og sveitaballasjarminn sem svífur yfir Ögurballinu er löngu orðin landsfrægt, dansgólfið dúar þegar það fyllist og rabbarbaragrautur með rjóma sem er borinn fram fyrir ballgesti í danspásum. Ein af hefðunum sem Ögursystkinin halda fast í er hinn margumtaliði rabbarbaragrautur með rjóma. Þetta segir í facebookviðburði ballsins. Una Hildardóttir, forseti Landssambands ungmennafélaga, heldur titlinum andlit Ögurballsins frá því í fyrra, enda fór ballið ekki fram þá. Metþátttaka í Laugavegshlaupinu Utanvegahlaupið sem hlaupið er ár hvert á Laugaveginum var haldið í 25. skipti í dag. 550 keppendur lögðu af stað frá Landmannalaugum klukkan níu í morgun. Aldrei hafa fleiri tekið þátt. Það voru þau Andrew Douglas frá Bretlandi og Andrea Kolbeinsdóttir sem urðu hlutskörpust í ár. Andrea tók þátt í hlaupinu í fyrsta skiptið og gerði sér lítið fyrir og setti brautarmet í kvennaflokki. Sápubolti í Ólafsfirði Ólafsfirðingar og gestir skemmtu sér konunglega um helgina þegar hið árlega sápuboltamót fór fram í blíðskaparveðri. 21 lið í fimm riðlum tóku þátt í mótinu. Úrslitin réðust í dag eftir hádramatíska vítaspyrnukeppni. Það var liðið Ha? Why? sem stóð uppi sem sigurvegar Sápuboltamótsins 2021 Það er gaman að spila fótbolta á velli þöktum froðu.Slökkvilið Fjallabyggðar
Fjallabyggð Ísafjarðarbær Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira