Britney vill kæra pabba sinn fyrir misnotkun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júlí 2021 11:23 Britney Spears lýsti því fyrir dómara í gær að hún vilji kæra föður sinn fyrir misnotkun. AP/Chris Pizzello Tónlistarkonan Britney Spears hefur lýst því yfir að hún vilji kæra föður sinn, Jamie Spears, fyrir að hafa misnotað vald sitt yfir henni en hann hefur haft forræði yfir henni, ásamt öðrum, undanfarin 13 ár. Þetta sagði stjarnan í yfirlýsingu fyrir dómi í gær. „Ég vil kæra föður minn fyrir að hafa misnotað vald sitt yfir mér,“ sagði Spears við Brendu Penny, dómara. „Ég vil kæra hann í dag,“ sagði hún. „Og ég vil að faðir minn verði rannsakaður.“ Þá sagði hún í dómssal að forræðið yfir henni væri „fokking grimmd“ og lýsti því að líf hennar hafi verið háð miklum takmörkunum. Hún hafi til dæmis ekki mátt drekka kaffi. „Ef það er ekki misnotkun þá veit ég ekki hvað,“ hefur fréttastofa CNN eftir henni. Í frétt NBC segir að Britney hafi lýst því að hún hafi verið mjög hrædd við föður sinn og að forræði hans yfir henni hafi leyft föður hennar að eyðileggja líf hennar. Hann hafi stjórnað mataræði hennar og vinnustundum og lýsti hún því að hann hafi þrælað henni til að vinna 70 klukkustunda vinnuvikur. „Markmið þeirra var að láta mér líða eins og ég sé klikkuð og ég er það ekki,“ sagði hún. „Og það er ekki í lagi.“ Í kjölfar dómsáheyrnarinnar fékk Britney leyfi til að ráða eigin lögmann, Mathew Rosengart, til að vinna í sjálfræðismáli hennar. Britney hefur lengi reynt að losna undan forræði föður síns en hann hefur frá árinu 2008 haft lagalegt forræði yfir öllum hennar gjörðum. Britney hafði hingað til verið skaffaður lögmaður af dómstólum en hann sagði sig frá máli hennar á dögunum eftir að í ljós kom að hann hafði ekki skilað inn gögnum sem eru nauðsynleg til þess að hún fái aftur sjálfræði. Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Lögmaður Britney hættir Lögmaður Britney Spears hefur sagt sig frá forræðismáli hennar en hann var skipaður lögmaður hennar af dómstólum. Hann mun formlega hætta sem lögmaður Britney á morgun en ástæðan er sú að hann lagði ekki fram gögn máli hennar til stuðnings til að enda forræði föður Britney yfir henni. 6. júlí 2021 16:38 Umboðsmaður Britney til 25 ára hættir Larry Rudolph, umboðsmaður bandarísku söngkonunnar Britney Spears, hefur óskað eftir því að hætta störfum. Hann hefur starfað sem umboðsmaður Spears frá miðjum tíunda áratugnum. 6. júlí 2021 08:08 Vilja segja sig frá umsjón fjármála Spears Fjármálafyrirtækið Bessemer Trust, sem fer með umboð yfir fjármálum poppstjörnunar Britney Spears í sameiningu með föður hennar, hefur farið fram á það við dómstóla að losna undan fyrirkomulaginu. 2. júlí 2021 07:14 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Rikki G á stórafmæli: Tár á hvarmi eftir afmælissöng frá karlakór Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Sjá meira
„Ég vil kæra föður minn fyrir að hafa misnotað vald sitt yfir mér,“ sagði Spears við Brendu Penny, dómara. „Ég vil kæra hann í dag,“ sagði hún. „Og ég vil að faðir minn verði rannsakaður.“ Þá sagði hún í dómssal að forræðið yfir henni væri „fokking grimmd“ og lýsti því að líf hennar hafi verið háð miklum takmörkunum. Hún hafi til dæmis ekki mátt drekka kaffi. „Ef það er ekki misnotkun þá veit ég ekki hvað,“ hefur fréttastofa CNN eftir henni. Í frétt NBC segir að Britney hafi lýst því að hún hafi verið mjög hrædd við föður sinn og að forræði hans yfir henni hafi leyft föður hennar að eyðileggja líf hennar. Hann hafi stjórnað mataræði hennar og vinnustundum og lýsti hún því að hann hafi þrælað henni til að vinna 70 klukkustunda vinnuvikur. „Markmið þeirra var að láta mér líða eins og ég sé klikkuð og ég er það ekki,“ sagði hún. „Og það er ekki í lagi.“ Í kjölfar dómsáheyrnarinnar fékk Britney leyfi til að ráða eigin lögmann, Mathew Rosengart, til að vinna í sjálfræðismáli hennar. Britney hefur lengi reynt að losna undan forræði föður síns en hann hefur frá árinu 2008 haft lagalegt forræði yfir öllum hennar gjörðum. Britney hafði hingað til verið skaffaður lögmaður af dómstólum en hann sagði sig frá máli hennar á dögunum eftir að í ljós kom að hann hafði ekki skilað inn gögnum sem eru nauðsynleg til þess að hún fái aftur sjálfræði.
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Lögmaður Britney hættir Lögmaður Britney Spears hefur sagt sig frá forræðismáli hennar en hann var skipaður lögmaður hennar af dómstólum. Hann mun formlega hætta sem lögmaður Britney á morgun en ástæðan er sú að hann lagði ekki fram gögn máli hennar til stuðnings til að enda forræði föður Britney yfir henni. 6. júlí 2021 16:38 Umboðsmaður Britney til 25 ára hættir Larry Rudolph, umboðsmaður bandarísku söngkonunnar Britney Spears, hefur óskað eftir því að hætta störfum. Hann hefur starfað sem umboðsmaður Spears frá miðjum tíunda áratugnum. 6. júlí 2021 08:08 Vilja segja sig frá umsjón fjármála Spears Fjármálafyrirtækið Bessemer Trust, sem fer með umboð yfir fjármálum poppstjörnunar Britney Spears í sameiningu með föður hennar, hefur farið fram á það við dómstóla að losna undan fyrirkomulaginu. 2. júlí 2021 07:14 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Rikki G á stórafmæli: Tár á hvarmi eftir afmælissöng frá karlakór Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Sjá meira
Lögmaður Britney hættir Lögmaður Britney Spears hefur sagt sig frá forræðismáli hennar en hann var skipaður lögmaður hennar af dómstólum. Hann mun formlega hætta sem lögmaður Britney á morgun en ástæðan er sú að hann lagði ekki fram gögn máli hennar til stuðnings til að enda forræði föður Britney yfir henni. 6. júlí 2021 16:38
Umboðsmaður Britney til 25 ára hættir Larry Rudolph, umboðsmaður bandarísku söngkonunnar Britney Spears, hefur óskað eftir því að hætta störfum. Hann hefur starfað sem umboðsmaður Spears frá miðjum tíunda áratugnum. 6. júlí 2021 08:08
Vilja segja sig frá umsjón fjármála Spears Fjármálafyrirtækið Bessemer Trust, sem fer með umboð yfir fjármálum poppstjörnunar Britney Spears í sameiningu með föður hennar, hefur farið fram á það við dómstóla að losna undan fyrirkomulaginu. 2. júlí 2021 07:14