Íbúar sagðir vopnast vegna ofbeldis í Suður-Afríku Samúel Karl Ólason skrifar 14. júlí 2021 16:45 Verksmiðja brennur í bakgrunninum en í forgrunni má sjá tóma kassa eftir að óeirðarseggir fóru ránshendi um vöruhús í borginni Durban. AP Minnst sjötíu manns eru dáin vegna öldu ofbeldis sem gengur nú yfir Suðu-Afríku eftir að Jacob Zuma, fyrrverandi forseti, var fangelsaður í síðustu viku. Óeirðir hafa átt sér stað og fólk hefur farið ránshendi um verslanir og heimili. Óreiðan er einhver sú versta í Suður-Afríku um árabil og Cyril Ramaphosa, forseti, segist vera að íhuga að senda fleiri hermenn á götur borga og bæja landsins til að kveða niður lætin. Almennir borgarar eru farnir að vopnast til að vernda eigur sínar og fyrirtæki, samkvæmt frétt Reuters. Vegna ránanna og óeirðanna er skortur á nauðsynjum eins og matvælum og eldsneyti víða í Suður-Afríku, samkvæmt BBC. Zuma var sakfelldur fyrir að sýna dómstólum vanvirðingu í síðasta mánuði eftir að hann mætti ekki í dómsal vegna spillingarannsóknar gegn honum. Hann gaf sig svo fram við lögreglu á miðvikudaginn í síðustu viku og byrjaði að afplána fimmtán mánaða fangelsisvist sína. Haldin voru mótmæli vegna fangelsunar Zuma sem leiddu til ofbeldis og íkveikjuárása. Tíu hinna látnu tróðust undir þegar hópur fólks fór ránshendi um verslunarmiðstöð í borginni Soweto. Reuters hefur eftir lögreglu að minnst 1.200 manns hafi verið handtekin vegna óeirðanna og verið sé að íhuga að lýsa yfir neyðarástandi. Ramaphosa fundaði með öðrum stjórnmálaleiðtogum Suður-Afríku í dag um það hvernig hægt væri að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Bandamenn Zuma safa þó gefið út að ekki verði friður í landinu fyrr en forsetanum fyrrverandi hafi verið sleppt úr fangelsi. Hér að neðan má sjá sjónarpsfrétt DW um ástandið í Suður-Afríku. Þar að neðan má svo sjá myndefni frá Al Jazeera. Suður-Afríka Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira
Óreiðan er einhver sú versta í Suður-Afríku um árabil og Cyril Ramaphosa, forseti, segist vera að íhuga að senda fleiri hermenn á götur borga og bæja landsins til að kveða niður lætin. Almennir borgarar eru farnir að vopnast til að vernda eigur sínar og fyrirtæki, samkvæmt frétt Reuters. Vegna ránanna og óeirðanna er skortur á nauðsynjum eins og matvælum og eldsneyti víða í Suður-Afríku, samkvæmt BBC. Zuma var sakfelldur fyrir að sýna dómstólum vanvirðingu í síðasta mánuði eftir að hann mætti ekki í dómsal vegna spillingarannsóknar gegn honum. Hann gaf sig svo fram við lögreglu á miðvikudaginn í síðustu viku og byrjaði að afplána fimmtán mánaða fangelsisvist sína. Haldin voru mótmæli vegna fangelsunar Zuma sem leiddu til ofbeldis og íkveikjuárása. Tíu hinna látnu tróðust undir þegar hópur fólks fór ránshendi um verslunarmiðstöð í borginni Soweto. Reuters hefur eftir lögreglu að minnst 1.200 manns hafi verið handtekin vegna óeirðanna og verið sé að íhuga að lýsa yfir neyðarástandi. Ramaphosa fundaði með öðrum stjórnmálaleiðtogum Suður-Afríku í dag um það hvernig hægt væri að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Bandamenn Zuma safa þó gefið út að ekki verði friður í landinu fyrr en forsetanum fyrrverandi hafi verið sleppt úr fangelsi. Hér að neðan má sjá sjónarpsfrétt DW um ástandið í Suður-Afríku. Þar að neðan má svo sjá myndefni frá Al Jazeera.
Suður-Afríka Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira