Markvörður Arsenal gerði kostuleg mistök í fyrsta leiknum með aðalliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júlí 2021 09:00 Arthur Okonkwo verður væntanlega þriðji markvörður Arsenal á næsta tímabili. getty/Stuart MacFarlane Markvörðurinn Arthur Okonkwo gerði sig sekan um slæm mistök í sínum fyrsta leik fyrir aðallið Arsenal í gær. Skytturnar töpuðu þá fyrir Hibernian frá Skotlandi í æfingaleik. Hinn nítján ára Okonkwo skrifaði undir þriggja ára samning við Arsenal í síðustu viku og í gær byrjaði hann fyrsta æfingaleik liðsins á undirbúningstímabilinu. Frumraun Okonkwos með aðalliði Arsenal fór brösuglega af stað. Á 21. mínútu í leiknum í gær sendi Cédric Soares boltann til baka á Okonkwo. Sendingin var ekkert sérstök og boltinn skoppaði fyrir framan markvörðinn. Hann reyndi að hreinsa frá en hitti ekki boltann. Martin Boyle þakkaði pent fyrir sig og skoraði í autt markið eins og sjá má hér fyrir neðan. Hibernian take the lead. Awful goal to concede. pic.twitter.com/IyINrwJ9p9— TheAFCnewsroom (@TheAFCnewsroom) July 13, 2021 Okonkwo lék fyrri hálfleikinn í gær en Karl Hein stóð á milli stanganna í þeim seinni. Hann kom engum vörnum við þegar Hibernian komst í 2-0 á 69. mínútu með marki Daniels Mackay. Fjórum mínútum síðar fékk Arsenal vítaspyrnu en Nicolas Pépé brást bogalistin. Emile Smith Rowe minnkaði muninn í 2-1 á 82. mínútu en nær komust Skytturnar ekki. Rúnar Alex Rúnarsson var ekki í leikmannahópi Arsenal í gær. Hann hefur verið orðaður við Altay Spor sem er nýliði í tyrknesku úrvalsdeildinni. Rúnar Alex lék fjóra leiki fyrir Arsenal á síðasta tímabili. Enski boltinn Mest lesið Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Hinn nítján ára Okonkwo skrifaði undir þriggja ára samning við Arsenal í síðustu viku og í gær byrjaði hann fyrsta æfingaleik liðsins á undirbúningstímabilinu. Frumraun Okonkwos með aðalliði Arsenal fór brösuglega af stað. Á 21. mínútu í leiknum í gær sendi Cédric Soares boltann til baka á Okonkwo. Sendingin var ekkert sérstök og boltinn skoppaði fyrir framan markvörðinn. Hann reyndi að hreinsa frá en hitti ekki boltann. Martin Boyle þakkaði pent fyrir sig og skoraði í autt markið eins og sjá má hér fyrir neðan. Hibernian take the lead. Awful goal to concede. pic.twitter.com/IyINrwJ9p9— TheAFCnewsroom (@TheAFCnewsroom) July 13, 2021 Okonkwo lék fyrri hálfleikinn í gær en Karl Hein stóð á milli stanganna í þeim seinni. Hann kom engum vörnum við þegar Hibernian komst í 2-0 á 69. mínútu með marki Daniels Mackay. Fjórum mínútum síðar fékk Arsenal vítaspyrnu en Nicolas Pépé brást bogalistin. Emile Smith Rowe minnkaði muninn í 2-1 á 82. mínútu en nær komust Skytturnar ekki. Rúnar Alex Rúnarsson var ekki í leikmannahópi Arsenal í gær. Hann hefur verið orðaður við Altay Spor sem er nýliði í tyrknesku úrvalsdeildinni. Rúnar Alex lék fjóra leiki fyrir Arsenal á síðasta tímabili.
Enski boltinn Mest lesið Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira