Fótbolti

Bjarki Már á­fram í Katar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bjarki Már Ólafsson verður áfram í Katar.
Bjarki Már Ólafsson verður áfram í Katar. Vísir

Bjarki Már Ólafsson verður áfram hjá knattspyrnufélaginu Al Arabi í Katar þó svo að Heimir Hallgrímsson og Freyr Alexandersson séu horfnir á braut.

Bjarki Már var ráðinn til Katar undir lok árs 2018. Starfaði hann sem bæði þjálfari og leikgreinandi er Heimir var við stjórnvölin. 

Á síðustu leiktíð var þarna mikil Íslendinganýlenda en landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lék með liðinu og þá var Freyr Alexandersson einnig í þjálfarateyminu. Nú eru bæði Heimir og Freyr horfnir á braut en Bjarki Már hefur samið að nýju við félagið. 

Fótbolti.net greindi frá.

„Hlutverk mitt verður ansi fjölbreytt til að byrja með. Snýst að miklu leyti um að finna réttu leikmennina til að styrkja liðið fyrir tímabilið og innleiða skýrari stefnu á því sviði,“ sagði Bjarki Már í viðtali við Fótbolti.net.

„Þegar tímabil hefst mun ég svo halda um leikgreiningar , bæði á mótherjum okkar og á okkar eigin leikmönnum. Undirbúningstímabilið fór af stað í gær (mánudaginn 12. júlí) og á meðan enginn þjálfari hefur tekið til starfa hef ég stýrt æfingum ásamt tveimur styrktarþjálfurum og markmannsþjálfara liðsins. Þannig að þetta verður ansi fjölbreytt,“ sagði Bjarki Már einnig í viðtalinu við Fótbolti.net.

Á meðan Bjarki Már og Aron Einar eru enn í Katar er óvíst hvað Heimir tekur sér fyrir hendur. Freyr er hins vegar búinn að semja við danska B-deildarliðið Lyngby.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×