Áhyggjur af ferðalögum Íslendinga þar sem faraldurinn er í uppsveiflu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2021 12:47 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af auknum ferðalögum Íslendinga til útlanda, einkum Spánar þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið í miklum vexti. Hann hvetur Íslendinga erlendis til að fara varlega. Tveir greindust með veiruna innanlands í gær. Fjallað var um stöðuna á Spáni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna í landinu í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Ástandið er einna verst í Katalóníu, og þar með Barcelona, þar sem skemmtistöðum var skellt í lás um helgina til að stemma stigu við útbreiðslunni. Víða eru frekari takmarkanir í gildi, til dæmis á Tenerife og á Alicante-svæðinu. Íslendingar hafa þó flykkst til Spánar síðustu daga, samkvæmt upplýsingum frá ferðaskrifstofum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mælir sérstaklega gegn því að óbólusettir fari til útlanda, sem til dæmis á við um flest börn. Áhyggjur eru líka af ferðalögum bólusettra. „Það er áhyggjuefni að fólk skuli vera að fara mikið til landa þar sem faraldurinn er í uppsveiflu því við höfum séð það að þótt fólk sé bólusett þá getur það fengið í sig veiruna, þó það sé sjaldgæft að þá getur það gerst og með kannski litlum einkennum og borið hana með sér heim og komið af stað litlum hópsýkingum eða smiti,“ segir Þórólfur. Þarf að skoða „áður en við missum þetta úr höndunum“ Borið hafi á því að smitaðir komi til landsins upp á síðkastið. Verið sé að skoða leiðir til að takmarka slíkt. „Og það þarf að skoða það tiltölulega fljótlega myndi ég halda, áður en við missum þetta úr höndunum,“ segir Þórólfur. „Við höfum ekki mannafla til að taka þessi sýni á landamærunum og svo höfum við takmarkaða getu til greiningar á sýnum. Þannig að við ráðum ekki almennilega við þennan fjölda að taka sýni frá honum öllum þannig að við þurfum að hugsa þetta einhvern veginn í öðrum brautum. [...] En það sem er verið að skoða er hvort við getum krafist einhverra annarra vottorða, getum við krafist neikvæðra PCR-vottorða frá öllum sem eru að koma til landsins eins og margar þjóðir gera.“ Rjúki ekki strax í fjölskylduboð Hann biður ferðalanga að hafa varann á. „Það er mjög mikilvæg hvatning til Íslendinga sem eru að ferðast erlendis, hvort sem þeir eru óbólusettir eða bólusettir, að fara varlega og eins þegar þeir koma heim að fara mjög varlega. hafi þeir minnstu einkenni eftir heimkomu, að fara í sýnatökur. Fara varlega og fara ekki strax í fjölskylduveislur, sem eins og við höfum séð geta valdið útbreiddu smiti.“ Tveir sem greindust með kórónuveiruna innanlands í dag voru bólusettir fyrir þremur til fjórum vikum. Ekki hefur tekist að rekja smitin og hópur hefur þurft að fara í sóttkví. Skemmtistaðurinn Bankastræti Club segir í færslu á Instagram í dag að að minnsta kosti eitt smit utan sóttkvíar um helgina sé rakið til staðarins. Allir gestir séu hvattir til að fara í sýnatöku. „Við vitum að við erum ekki búin að vera með innanlandssmit núna mjög lengi og eina leiðin fyrir veiruna að koma inn er í gegnum landamærin, þannig að það er langlíklegast. En við sjáum það betur þegar niðurstaða kemur úr raðgreiningu,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Ferðalög Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Fjallað var um stöðuna á Spáni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna í landinu í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Ástandið er einna verst í Katalóníu, og þar með Barcelona, þar sem skemmtistöðum var skellt í lás um helgina til að stemma stigu við útbreiðslunni. Víða eru frekari takmarkanir í gildi, til dæmis á Tenerife og á Alicante-svæðinu. Íslendingar hafa þó flykkst til Spánar síðustu daga, samkvæmt upplýsingum frá ferðaskrifstofum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mælir sérstaklega gegn því að óbólusettir fari til útlanda, sem til dæmis á við um flest börn. Áhyggjur eru líka af ferðalögum bólusettra. „Það er áhyggjuefni að fólk skuli vera að fara mikið til landa þar sem faraldurinn er í uppsveiflu því við höfum séð það að þótt fólk sé bólusett þá getur það fengið í sig veiruna, þó það sé sjaldgæft að þá getur það gerst og með kannski litlum einkennum og borið hana með sér heim og komið af stað litlum hópsýkingum eða smiti,“ segir Þórólfur. Þarf að skoða „áður en við missum þetta úr höndunum“ Borið hafi á því að smitaðir komi til landsins upp á síðkastið. Verið sé að skoða leiðir til að takmarka slíkt. „Og það þarf að skoða það tiltölulega fljótlega myndi ég halda, áður en við missum þetta úr höndunum,“ segir Þórólfur. „Við höfum ekki mannafla til að taka þessi sýni á landamærunum og svo höfum við takmarkaða getu til greiningar á sýnum. Þannig að við ráðum ekki almennilega við þennan fjölda að taka sýni frá honum öllum þannig að við þurfum að hugsa þetta einhvern veginn í öðrum brautum. [...] En það sem er verið að skoða er hvort við getum krafist einhverra annarra vottorða, getum við krafist neikvæðra PCR-vottorða frá öllum sem eru að koma til landsins eins og margar þjóðir gera.“ Rjúki ekki strax í fjölskylduboð Hann biður ferðalanga að hafa varann á. „Það er mjög mikilvæg hvatning til Íslendinga sem eru að ferðast erlendis, hvort sem þeir eru óbólusettir eða bólusettir, að fara varlega og eins þegar þeir koma heim að fara mjög varlega. hafi þeir minnstu einkenni eftir heimkomu, að fara í sýnatökur. Fara varlega og fara ekki strax í fjölskylduveislur, sem eins og við höfum séð geta valdið útbreiddu smiti.“ Tveir sem greindust með kórónuveiruna innanlands í dag voru bólusettir fyrir þremur til fjórum vikum. Ekki hefur tekist að rekja smitin og hópur hefur þurft að fara í sóttkví. Skemmtistaðurinn Bankastræti Club segir í færslu á Instagram í dag að að minnsta kosti eitt smit utan sóttkvíar um helgina sé rakið til staðarins. Allir gestir séu hvattir til að fara í sýnatöku. „Við vitum að við erum ekki búin að vera með innanlandssmit núna mjög lengi og eina leiðin fyrir veiruna að koma inn er í gegnum landamærin, þannig að það er langlíklegast. En við sjáum það betur þegar niðurstaða kemur úr raðgreiningu,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Ferðalög Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira