Segist „hata frekar mikið“ að vera forstjóri Tesla Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2021 07:18 Elon Musk, forstjóra Tesla, finnst greinilega ekki gaman að vera forstjóri Tesla. Getty/Liesa Johannssen-Koppitz Elon Musk, forstjóri Tesla, segist ekki njóta sín í því hlutverki. Fyrir dómstól í Bandaríkjunum komst hann reyndar svo að orði að hann „hataði það frekar mikið.“ „Ég myndi mun frekar vilja verja tíma mínum í hönnun og verkfræði,“ sagði Musk í upphafi réttarhalda sem nú fara fram og hann er aðili að. Hann hefur verið sakaður um að þrýsta á stjórnarmenn í Tesla, fyrirtæki sínu, til þess að kaupa sólarrafhlöðufyrirtæki á 2,6 milljarða dollara, meira en 320 milljarða íslenskra króna. Þegar viðskiptin áttu sér stað átti Musk 22 prósenta hlut í Tesla og nánast jafn hátt hlutfall í umræddu sólarorkufyrirtæki, SolarCity, sem einhverjir úr hluthafahópi Tesla hafa haldið fram að hafi verið á barmi gjaldþrots. Fyrirtækið var stofnað af frændum Musk. Sjálfur kveðst Musk ekki hafa hagnast á gjörningnum og neitar því að hafa beitt stjórnarmeðlimi Tesla þrýstingi til þess að fá viðskiptin í gegn. Samningurinn hafi einfaldlega verið liður í áætlun hans um að búa til ódýr farartæki, knúin af grænni orku. Engu að síður hefur hópur hluthafa farið fram á að Musk endurgreiði Tesla persónulega þá 2,6 milljarða sem fyrirtækið reiddi fram fyrir SolarPanels. Ef sú yrði niðurstaða dómsins yrði það ein hæsta upphæð sem einstaklingi hefur verið gert að greiða í dómsmáli, samkvæmt breska ríkisútvarpinu. Musk er metinn á 168 milljarða bandaríkjadollara, eða yfir 27 þúsund milljarða íslenskra króna. Tesla Bandaríkin Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
„Ég myndi mun frekar vilja verja tíma mínum í hönnun og verkfræði,“ sagði Musk í upphafi réttarhalda sem nú fara fram og hann er aðili að. Hann hefur verið sakaður um að þrýsta á stjórnarmenn í Tesla, fyrirtæki sínu, til þess að kaupa sólarrafhlöðufyrirtæki á 2,6 milljarða dollara, meira en 320 milljarða íslenskra króna. Þegar viðskiptin áttu sér stað átti Musk 22 prósenta hlut í Tesla og nánast jafn hátt hlutfall í umræddu sólarorkufyrirtæki, SolarCity, sem einhverjir úr hluthafahópi Tesla hafa haldið fram að hafi verið á barmi gjaldþrots. Fyrirtækið var stofnað af frændum Musk. Sjálfur kveðst Musk ekki hafa hagnast á gjörningnum og neitar því að hafa beitt stjórnarmeðlimi Tesla þrýstingi til þess að fá viðskiptin í gegn. Samningurinn hafi einfaldlega verið liður í áætlun hans um að búa til ódýr farartæki, knúin af grænni orku. Engu að síður hefur hópur hluthafa farið fram á að Musk endurgreiði Tesla persónulega þá 2,6 milljarða sem fyrirtækið reiddi fram fyrir SolarPanels. Ef sú yrði niðurstaða dómsins yrði það ein hæsta upphæð sem einstaklingi hefur verið gert að greiða í dómsmáli, samkvæmt breska ríkisútvarpinu. Musk er metinn á 168 milljarða bandaríkjadollara, eða yfir 27 þúsund milljarða íslenskra króna.
Tesla Bandaríkin Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira