Þrengja verulega að útgerð rafskúta í Osló Árni Sæberg skrifar 12. júlí 2021 22:16 Rafskútuleigan Wind er sú eina sem gerir út bæði í Osló og í Reykjavík. Vísir/Aníta Osló er sú borg í Evrópu hvar flestar rafskútur eru á hvern íbúa. Nú stendur til að fækka þeim verulega. Samkvæmt frétt VG, mun borgarráð Oslóar kjósa um tillögu sem ætlað er að fækka rafskútum í borginni um allt að 68 prósent. „Við undirbúning nýju reglnanna öfluðum við upplýsinga frá stórum borgum um fjölda rafskúta á hvern íbúa. Osló bar höfuð og herðar yfir allar borgir heimsins hvað varðar þann fjölda,“ segir Richard Kongsteien, talsmaður umhverfisráðs Osló. Samkvæmt skýrslu greiningarfyrirtækisins Fluctuo eru 200 rafskútur á hverja tíu þúsund íbúa Oslóar. Til samanburðar eru 125 á sama fjölda íbúa í Stokkhólmi á meðan fjöldinn nær ekki fimmtíu í Berlín, París og Róm. Síðustu þrjá mánuði hefur rafskútum í Osló fjölgað um tæplega 25 prósent í 25.734 stykki og umhverfisráðið telur þeim enn munu fara fjölgandi. Ráðið býst við því að í lok sumars muni fjöldi rafskúta í Osló ná 30 þúsund samanborið við aðeins 16 þúsund í sumarlok í fyrra. Ráðið telur því að nú þurfi að hamla fjölgun þeirra. Líkir ástandinu við villta vestrið „Við treystum á að þetta verði síðasta sumarið með fyrirkomulagi villta vestursins. Nú verða settar reglur. Nú höfum við lagaheimild sem þingið veitti í júní og við höfum unnið hörðum höndum að reglugerð,“ segir Kongsteien. Reglurnar verða ræddar á aukaborgarstjórnarfundi á morgun og býst Kongsteien við því að þær taki gildi í ágúst svo að rafskútuútgerðarmenn hafi tíma til að aðlagast þeim. Hingað til hafa sömu reglur gilt um rafskútur og reiðhjól í Osló en nú munu rafskútuútgerðarmenn þurfa að afla sér leyfis hjá borgaryfirvöldum. Samkvæmt nýju reglunum mega ekki fleiri en 8000 rafskútur vera á götum Oslóar. Í nýjum reglum er ekkert þak sett á fjölda fyrirtækja sem mega gera út rafskútur en leyfum verður deilt meðal útgerðarmanna með einhverskonar kvótakerfi. Einungis fimmtán prósent leyfilegra rafskúta munu mega vera innan innsta hluta miðbæjar Oslóar. Engar rafskútur á djamminu lengur Nýju reglurnar mæla einnig fyrir um að slökkt verði á öllum rafskútum í borginni á milli klukkan 01:00 og 05:00. Tvö leigufyrirtæki í borginni hafa þegar ákveðið að slökkva á sínum rafskútum á nóttunni. Háskólasjúkrahúsið í Osló hefur kallað eftir því að slökkt verði á rafskútum í borginni frá klukkan ellefu á kvöldin þar sem flest rafskútuslys í júní urðu milli ellefu og tólf. Rafhlaupahjól Noregur Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Samkvæmt frétt VG, mun borgarráð Oslóar kjósa um tillögu sem ætlað er að fækka rafskútum í borginni um allt að 68 prósent. „Við undirbúning nýju reglnanna öfluðum við upplýsinga frá stórum borgum um fjölda rafskúta á hvern íbúa. Osló bar höfuð og herðar yfir allar borgir heimsins hvað varðar þann fjölda,“ segir Richard Kongsteien, talsmaður umhverfisráðs Osló. Samkvæmt skýrslu greiningarfyrirtækisins Fluctuo eru 200 rafskútur á hverja tíu þúsund íbúa Oslóar. Til samanburðar eru 125 á sama fjölda íbúa í Stokkhólmi á meðan fjöldinn nær ekki fimmtíu í Berlín, París og Róm. Síðustu þrjá mánuði hefur rafskútum í Osló fjölgað um tæplega 25 prósent í 25.734 stykki og umhverfisráðið telur þeim enn munu fara fjölgandi. Ráðið býst við því að í lok sumars muni fjöldi rafskúta í Osló ná 30 þúsund samanborið við aðeins 16 þúsund í sumarlok í fyrra. Ráðið telur því að nú þurfi að hamla fjölgun þeirra. Líkir ástandinu við villta vestrið „Við treystum á að þetta verði síðasta sumarið með fyrirkomulagi villta vestursins. Nú verða settar reglur. Nú höfum við lagaheimild sem þingið veitti í júní og við höfum unnið hörðum höndum að reglugerð,“ segir Kongsteien. Reglurnar verða ræddar á aukaborgarstjórnarfundi á morgun og býst Kongsteien við því að þær taki gildi í ágúst svo að rafskútuútgerðarmenn hafi tíma til að aðlagast þeim. Hingað til hafa sömu reglur gilt um rafskútur og reiðhjól í Osló en nú munu rafskútuútgerðarmenn þurfa að afla sér leyfis hjá borgaryfirvöldum. Samkvæmt nýju reglunum mega ekki fleiri en 8000 rafskútur vera á götum Oslóar. Í nýjum reglum er ekkert þak sett á fjölda fyrirtækja sem mega gera út rafskútur en leyfum verður deilt meðal útgerðarmanna með einhverskonar kvótakerfi. Einungis fimmtán prósent leyfilegra rafskúta munu mega vera innan innsta hluta miðbæjar Oslóar. Engar rafskútur á djamminu lengur Nýju reglurnar mæla einnig fyrir um að slökkt verði á öllum rafskútum í borginni á milli klukkan 01:00 og 05:00. Tvö leigufyrirtæki í borginni hafa þegar ákveðið að slökkva á sínum rafskútum á nóttunni. Háskólasjúkrahúsið í Osló hefur kallað eftir því að slökkt verði á rafskútum í borginni frá klukkan ellefu á kvöldin þar sem flest rafskútuslys í júní urðu milli ellefu og tólf.
Rafhlaupahjól Noregur Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira