Gallamálum snarfjölgar: Glænýtt hús með ónýtt þak og skólplagnir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. júlí 2021 19:00 Gunnar Fannberg Gunnarsson byggingafræðingur og mannvirkjahönnuður hjá Hönnun og eftirliti segir gallamálum hafa fjölgað gríðarlega einnig í nýju húsnæði. Vísir Ráðast þarf í tugmilljóna króna viðgerðir á nýju fjölbýlishúsi vegna galla í hönnun og byggingu. Mannvirkjahönnuður segir slík mál of algeng. Gallamálum hafi fjölgað gríðarlega undanfarið því fólk setji ekki fyrirvara um ástandsskoðun fasteignar fyrir kaup. Þá taki seljendur síður slíkum tilboðum. Ráðast þarf í miklar endurbætur á fjölbýlishúsi sem byggt var fyrir fjórum árum vegna galla í hönnun og byggingu hússins. „Það lítur allt vel út hér á yfirborðinu en þegar kaupendur fóru að verða varir við raka og fleira voru sérfræðingar kallaðir til og í ljós komu verulegir gallar á húsnæðinu. Það þarf að skipta hér um megnið af þakinu þar sem rakavandi hefur komið upp vegna frágangs og hönnunar og brjóta upp stóran hluta af gólfi og flísum til að endurgera fráveitulagnir vegna galla,“ segir Gunnar Fannberg Gunnarsson byggingafræðingur og mannvirkjahönnuður hjá Hönnun og eftirliti. Ástand fráveitulagna í nýju húsi. Vísir Gunnar segir að mygla hafi fundist í þaki hússins vegna raka sem hafi haft áhrif á íbúa. „Hluti íbúa hefur átt við heilsubrest að stríða vegna þessa. Því þurfa að fara fram alþrif á heimilum í húsinu þegar búið er að lagfæra gallana,“ segir Gunnar. Hann segir að kostnaður við viðgerðir séu um 20-30 milljónir króna. Það sé byggingaraðila að greiða þær. Raki og mygla fannst í þakinu vegna frágangs og hönnunar.Vísir „Það eru hönnuður og byggingarstjóri sem þurfa að bera ábyrgð á þessum greiðslum en þeir eru tryggðir fyrir slíku,“ segir Gunnar. Ljótustu málin Hann segir að ljótustu málin séu þegar fólk fær bætur vegna galla frá byggingaraðilum en lagfærir þá ekki og lætur svo ekki vita af þeim þegar það selur húsið á ný. „Það koma reglulega upp mál þar sem fyrsti kaupandi hefur fengið bætur vegna galla frá byggingaraðilum en ekki gert við þá. Þegar fyrstu kaupendur selja svo húsið með gallanum upplýsa þeir svo ekki um þá. Nýir kaupendur geta ekki gert kröfu á byggingaraðilann því þeir hafa þegar greitt bætur til fyrsta kaupanda sem neitar gjarnan að greiða eða hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til þess. Kaupendur tvö þurfa því oft alfarið að bera tjónið,“ segir Gunnar. Gríðarleg aukning á gallamálum Gunnar segir að málum sem þessum hafi fjölgað mikið á síðustu árum. Eftirspurn eftir fasteignum hafi aukist gríðarlega og samfara því geti seljendur leyft sér meira. „Það hefur verið gríðarleg aukning í þessum málum. Almenningur er líka meðvitaðri um rétt sinn en áður. Ef það koma tvo kauptilboð í eign og annað er með fyrirvara um ástandsskoðun þá tekur seljandinn yfirleitt hinu tilboðinu og vill ekki skoðunina en að sama skapi dettur það mál oft inn til okkar eftir afhendingu eignarinnar,“ segir Gunnar. Aðspurður um hvað ástandsskoðun kosti segir Gunnar: „Það kostar um 100 þúsund krónur að fá ástandsskoðun og hún tefur kannski kaupferlið um fimm daga. Það getur hins vegar margfalt borgað sig að leggja í slíkt bæði fyrir kaupendur og seljendur,“ segir Gunnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er engin stofnun sem heldur opinberlega utan um fjölda gallamála í íbúðarhúsnæði hér á landi. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Bar skylda til að upplýsa um gamalt lekavandamál í einbýlishúsi Hjón á Blönduósi hafa verið dæmd til að greiða hjónum og syni þeirra tæplega tíu milljónir króna vegna galla á einbýlishúsi sem þau seldu þeim árið 2016. Kaupverð eignarinnar var 22 milljónir króna og vildu kaupendurnir að samningnum yrði rift. 23. júní 2021 10:39 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Ráðast þarf í miklar endurbætur á fjölbýlishúsi sem byggt var fyrir fjórum árum vegna galla í hönnun og byggingu hússins. „Það lítur allt vel út hér á yfirborðinu en þegar kaupendur fóru að verða varir við raka og fleira voru sérfræðingar kallaðir til og í ljós komu verulegir gallar á húsnæðinu. Það þarf að skipta hér um megnið af þakinu þar sem rakavandi hefur komið upp vegna frágangs og hönnunar og brjóta upp stóran hluta af gólfi og flísum til að endurgera fráveitulagnir vegna galla,“ segir Gunnar Fannberg Gunnarsson byggingafræðingur og mannvirkjahönnuður hjá Hönnun og eftirliti. Ástand fráveitulagna í nýju húsi. Vísir Gunnar segir að mygla hafi fundist í þaki hússins vegna raka sem hafi haft áhrif á íbúa. „Hluti íbúa hefur átt við heilsubrest að stríða vegna þessa. Því þurfa að fara fram alþrif á heimilum í húsinu þegar búið er að lagfæra gallana,“ segir Gunnar. Hann segir að kostnaður við viðgerðir séu um 20-30 milljónir króna. Það sé byggingaraðila að greiða þær. Raki og mygla fannst í þakinu vegna frágangs og hönnunar.Vísir „Það eru hönnuður og byggingarstjóri sem þurfa að bera ábyrgð á þessum greiðslum en þeir eru tryggðir fyrir slíku,“ segir Gunnar. Ljótustu málin Hann segir að ljótustu málin séu þegar fólk fær bætur vegna galla frá byggingaraðilum en lagfærir þá ekki og lætur svo ekki vita af þeim þegar það selur húsið á ný. „Það koma reglulega upp mál þar sem fyrsti kaupandi hefur fengið bætur vegna galla frá byggingaraðilum en ekki gert við þá. Þegar fyrstu kaupendur selja svo húsið með gallanum upplýsa þeir svo ekki um þá. Nýir kaupendur geta ekki gert kröfu á byggingaraðilann því þeir hafa þegar greitt bætur til fyrsta kaupanda sem neitar gjarnan að greiða eða hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til þess. Kaupendur tvö þurfa því oft alfarið að bera tjónið,“ segir Gunnar. Gríðarleg aukning á gallamálum Gunnar segir að málum sem þessum hafi fjölgað mikið á síðustu árum. Eftirspurn eftir fasteignum hafi aukist gríðarlega og samfara því geti seljendur leyft sér meira. „Það hefur verið gríðarleg aukning í þessum málum. Almenningur er líka meðvitaðri um rétt sinn en áður. Ef það koma tvo kauptilboð í eign og annað er með fyrirvara um ástandsskoðun þá tekur seljandinn yfirleitt hinu tilboðinu og vill ekki skoðunina en að sama skapi dettur það mál oft inn til okkar eftir afhendingu eignarinnar,“ segir Gunnar. Aðspurður um hvað ástandsskoðun kosti segir Gunnar: „Það kostar um 100 þúsund krónur að fá ástandsskoðun og hún tefur kannski kaupferlið um fimm daga. Það getur hins vegar margfalt borgað sig að leggja í slíkt bæði fyrir kaupendur og seljendur,“ segir Gunnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er engin stofnun sem heldur opinberlega utan um fjölda gallamála í íbúðarhúsnæði hér á landi.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Bar skylda til að upplýsa um gamalt lekavandamál í einbýlishúsi Hjón á Blönduósi hafa verið dæmd til að greiða hjónum og syni þeirra tæplega tíu milljónir króna vegna galla á einbýlishúsi sem þau seldu þeim árið 2016. Kaupverð eignarinnar var 22 milljónir króna og vildu kaupendurnir að samningnum yrði rift. 23. júní 2021 10:39 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Bar skylda til að upplýsa um gamalt lekavandamál í einbýlishúsi Hjón á Blönduósi hafa verið dæmd til að greiða hjónum og syni þeirra tæplega tíu milljónir króna vegna galla á einbýlishúsi sem þau seldu þeim árið 2016. Kaupverð eignarinnar var 22 milljónir króna og vildu kaupendurnir að samningnum yrði rift. 23. júní 2021 10:39