Hvetur fólk til að fórna bílnum sínum í þágu ferðaþjónustunnar Eiður Þór Árnason skrifar 13. júlí 2021 06:00 Ferðaþjónustuaðilar hafa áhyggjur af því að skortur á bílum komi í veg fyrir að erlendir ferðamenn dreifist um landið. Viktor Þórisson telur sig hafa lausnina. Vísir/Vilhelm Örtröð hefur myndast á Keflavíkurflugvelli síðustu daga og greinilegt að aukið líf er nú að færast í ferðaþjónustuna. Nú er svo komið að bílaleigur eiga í stökustu vandræðum með að anna eftirspurn en að sögn Samtaka ferðaþjónustunnar eru bílaleigubílar nánast uppseldir á Íslandi út ágústmánuð. Erfitt hefur reynst fyrir bílaleigur, sem minnkuðu flota sinn verulega í faraldrinum, að fá bíla þar sem bílaframleiðsla hefur ekki enn náð fullum afköstum. Forsvarsmaður bílaleiguþjónustunnar CarRenters hefur ekki farið varhluta af stöðunni en ólíkt samkeppnisaðilunum eru engir bílar í eigu fyrirtækisins. Í stað þess hefur CarRenters milligöngu um leigu bifreiða í einkaeigu og er eftirspurnin nú margfalt meiri en árið 2019. Örtröð var í brottfarasal Leifsstöðvar um helgina. Ekki hefur verið hægt að nota sjálfsafgreiðsluvélar vegna allra þeirra bólusetningar- og faraldurspappíra sem farþegar verða nú að framvísa.Vísir/Atli Þrefalt meiri velta en árið 2019 „Það er allt að fullbókast hjá okkur,“ segir Viktor Þórisson, eigandi CarRenters og einkabílaleigunnar Caritas sem er rekin með sama fyrirkomulagi. Greinilegt sé að erlendir ferðamenn leiti nú lengra þegar ekki er hægt að treysta á hefðbundnar bílaleigur. Hann segir að velta CarRenters fyrstu ellefu daga júlímánaðar sé strax orðin meiri en allan júlí 2019. Veltan hafi því í raun þrefaldast en fyrirtækið tekur allt að 22% þóknun af leigutekjum bifreiðaeigenda. Veltuaukningin litast einnig af hærra leiguverði en hærri tekjur fást nú af útleigu bifreiða eftir að bílaleigur hækkuðu verðskrár sínar. Airbnb fyrir bíla „Það er mikil umframeftirspurn og það er alveg augljóst það væri hægt að leigja miklu fleiri bíla. Heimsóknir á heimasíðuna eru margfaldar miðað við það sem hefur verið,“ segir Viktor. Hann hefur starfrækt CarRenters frá árinu 2003 og tók síðar yfir rekstur Caritas. Hann líkir leigufyrirkomulaginu við Airbnb fyrir bíla. Eigendur bifreiðanna stýri verðlagningu, hvenær þeir eru lausir til útleigu og sjái um afhendingu og móttöku. Á meðan hafi CarRenters milligöngu um viðskiptin, setji skilmála og sjái til að mynda um samskipti við tryggingafélög sem rukka gjarnan aukagjald þegar bílar eru settir í útleigu. Viktor er eini starfsmaður CarRenters og Caritas í dag en þeir voru tveir á tímabili. Hafa fyrirtækin legið í nokkurs konar dvala í faraldrinum líkt og mörg önnur ferðaþjónustufyrirtæki en nú er aldeilis farið að sjást til sólar. Ferðamálastofa spáir því nú að 890 þúsund erlendir ferðamenn komi til landsins á þessu ári og að fjöldinn verði svipaður á næsta ári og árið 2019, eða tæpar tvær milljónir. Er það heldur bjartsýnni spá en áður hefur sést hjá Ferðamálastofu og öðrum greiningaraðilum. Vill ekki sjá óáreiðanlega bíla Fjöldi bíla á skrá hjá CarRenters fækkaði töluvert í faraldrinum og eru nú rúmlega fimmtíu talsins. Til samanburðar voru þeir rúmir hundrað nokkuð áður en faraldurinn skall á, að sögn Viktors. Hefur hann því gripið til þess ráðs að auglýsa hátt og lágt eftir nýjum bílum á skrá og lagt áherslu á að bifreiðaeigendur geti sótt sér góðar aukatekjur í núverandi ástandi. Þá sé ekki síður gott að geta lagt efnahagslegri endurreisn landsins lið og bætt upplifun þeirra sem sækja landið heim. Bílaframleiðsla hefur ekki enn náð sér á strik eftir að framleiðendur gripu harkalega í handbremsuna þegar heimsfaraldurinn skall á.Vísir/Vihelm „Verðin eru það há að bílar eru kannski að leigjast á tvöfalt hærra verði hjá okkur núna en í fyrra,“ bætir Viktor við. Dæmi séu um að fólk fái virði bíla sinna í leigutekjur yfir sumarið og sumir sjái því slíka leigu sem nokkuð vænlegan fjárfestingakost. „Þú ert kannski með bíl upp á milljón og fólk er að fá milljón í leigu fyrir jeppling núna í sumar, það er bara eðlilegt.“ Viktor leggur þó áherslu á að bíllinn þurfi að vera áreiðanlegur, veðbandalaus og ekki eldri en fimmtán ára. Leiðinlegt sé að lenda í því að bíllinn manns bili hinum megin á landinu. „Það er ekkert vit í því að leigja út bíla sem er vesen á.“ Ferðamennska á Íslandi Bílaleigur Tengdar fréttir Ljónheppinn að fá bílaleigubíl Örtröð hefur verið á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga, bæði við komuna til landsins og einnig í röðinni á leiðinni út. Í dag fóru tæplega 100 flugvélar um völlinn. Þrátt fyrir að bið geti verið nokkur við komuna til landsins báru ferðamenn sem fréttastofa ræddi við í dag öllum aðbúnaði á flugvellinum vel söguna. 11. júlí 2021 21:01 Þungur dagur á Keflavíkurflugvelli Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, segir daginn hafa verið þungan á Keflavíkurflugvelli. Talið sé að þrettán til fjórtán þúsund manns hafi farið í gegnum flugvöllinn en álagstímarnir á morgnanna og seinni partinn séu erfiðastir. 10. júlí 2021 19:52 Sjöfalt fleiri brottfarir erlendra farþega Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 42.600 í nýliðnum júnímánuði eða sjö sinnum fleiri en í júní 2020, þegar brottfarir voru um sex þúsund. 12. júlí 2021 15:45 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Erfitt hefur reynst fyrir bílaleigur, sem minnkuðu flota sinn verulega í faraldrinum, að fá bíla þar sem bílaframleiðsla hefur ekki enn náð fullum afköstum. Forsvarsmaður bílaleiguþjónustunnar CarRenters hefur ekki farið varhluta af stöðunni en ólíkt samkeppnisaðilunum eru engir bílar í eigu fyrirtækisins. Í stað þess hefur CarRenters milligöngu um leigu bifreiða í einkaeigu og er eftirspurnin nú margfalt meiri en árið 2019. Örtröð var í brottfarasal Leifsstöðvar um helgina. Ekki hefur verið hægt að nota sjálfsafgreiðsluvélar vegna allra þeirra bólusetningar- og faraldurspappíra sem farþegar verða nú að framvísa.Vísir/Atli Þrefalt meiri velta en árið 2019 „Það er allt að fullbókast hjá okkur,“ segir Viktor Þórisson, eigandi CarRenters og einkabílaleigunnar Caritas sem er rekin með sama fyrirkomulagi. Greinilegt sé að erlendir ferðamenn leiti nú lengra þegar ekki er hægt að treysta á hefðbundnar bílaleigur. Hann segir að velta CarRenters fyrstu ellefu daga júlímánaðar sé strax orðin meiri en allan júlí 2019. Veltan hafi því í raun þrefaldast en fyrirtækið tekur allt að 22% þóknun af leigutekjum bifreiðaeigenda. Veltuaukningin litast einnig af hærra leiguverði en hærri tekjur fást nú af útleigu bifreiða eftir að bílaleigur hækkuðu verðskrár sínar. Airbnb fyrir bíla „Það er mikil umframeftirspurn og það er alveg augljóst það væri hægt að leigja miklu fleiri bíla. Heimsóknir á heimasíðuna eru margfaldar miðað við það sem hefur verið,“ segir Viktor. Hann hefur starfrækt CarRenters frá árinu 2003 og tók síðar yfir rekstur Caritas. Hann líkir leigufyrirkomulaginu við Airbnb fyrir bíla. Eigendur bifreiðanna stýri verðlagningu, hvenær þeir eru lausir til útleigu og sjái um afhendingu og móttöku. Á meðan hafi CarRenters milligöngu um viðskiptin, setji skilmála og sjái til að mynda um samskipti við tryggingafélög sem rukka gjarnan aukagjald þegar bílar eru settir í útleigu. Viktor er eini starfsmaður CarRenters og Caritas í dag en þeir voru tveir á tímabili. Hafa fyrirtækin legið í nokkurs konar dvala í faraldrinum líkt og mörg önnur ferðaþjónustufyrirtæki en nú er aldeilis farið að sjást til sólar. Ferðamálastofa spáir því nú að 890 þúsund erlendir ferðamenn komi til landsins á þessu ári og að fjöldinn verði svipaður á næsta ári og árið 2019, eða tæpar tvær milljónir. Er það heldur bjartsýnni spá en áður hefur sést hjá Ferðamálastofu og öðrum greiningaraðilum. Vill ekki sjá óáreiðanlega bíla Fjöldi bíla á skrá hjá CarRenters fækkaði töluvert í faraldrinum og eru nú rúmlega fimmtíu talsins. Til samanburðar voru þeir rúmir hundrað nokkuð áður en faraldurinn skall á, að sögn Viktors. Hefur hann því gripið til þess ráðs að auglýsa hátt og lágt eftir nýjum bílum á skrá og lagt áherslu á að bifreiðaeigendur geti sótt sér góðar aukatekjur í núverandi ástandi. Þá sé ekki síður gott að geta lagt efnahagslegri endurreisn landsins lið og bætt upplifun þeirra sem sækja landið heim. Bílaframleiðsla hefur ekki enn náð sér á strik eftir að framleiðendur gripu harkalega í handbremsuna þegar heimsfaraldurinn skall á.Vísir/Vihelm „Verðin eru það há að bílar eru kannski að leigjast á tvöfalt hærra verði hjá okkur núna en í fyrra,“ bætir Viktor við. Dæmi séu um að fólk fái virði bíla sinna í leigutekjur yfir sumarið og sumir sjái því slíka leigu sem nokkuð vænlegan fjárfestingakost. „Þú ert kannski með bíl upp á milljón og fólk er að fá milljón í leigu fyrir jeppling núna í sumar, það er bara eðlilegt.“ Viktor leggur þó áherslu á að bíllinn þurfi að vera áreiðanlegur, veðbandalaus og ekki eldri en fimmtán ára. Leiðinlegt sé að lenda í því að bíllinn manns bili hinum megin á landinu. „Það er ekkert vit í því að leigja út bíla sem er vesen á.“
Ferðamennska á Íslandi Bílaleigur Tengdar fréttir Ljónheppinn að fá bílaleigubíl Örtröð hefur verið á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga, bæði við komuna til landsins og einnig í röðinni á leiðinni út. Í dag fóru tæplega 100 flugvélar um völlinn. Þrátt fyrir að bið geti verið nokkur við komuna til landsins báru ferðamenn sem fréttastofa ræddi við í dag öllum aðbúnaði á flugvellinum vel söguna. 11. júlí 2021 21:01 Þungur dagur á Keflavíkurflugvelli Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, segir daginn hafa verið þungan á Keflavíkurflugvelli. Talið sé að þrettán til fjórtán þúsund manns hafi farið í gegnum flugvöllinn en álagstímarnir á morgnanna og seinni partinn séu erfiðastir. 10. júlí 2021 19:52 Sjöfalt fleiri brottfarir erlendra farþega Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 42.600 í nýliðnum júnímánuði eða sjö sinnum fleiri en í júní 2020, þegar brottfarir voru um sex þúsund. 12. júlí 2021 15:45 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Ljónheppinn að fá bílaleigubíl Örtröð hefur verið á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga, bæði við komuna til landsins og einnig í röðinni á leiðinni út. Í dag fóru tæplega 100 flugvélar um völlinn. Þrátt fyrir að bið geti verið nokkur við komuna til landsins báru ferðamenn sem fréttastofa ræddi við í dag öllum aðbúnaði á flugvellinum vel söguna. 11. júlí 2021 21:01
Þungur dagur á Keflavíkurflugvelli Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, segir daginn hafa verið þungan á Keflavíkurflugvelli. Talið sé að þrettán til fjórtán þúsund manns hafi farið í gegnum flugvöllinn en álagstímarnir á morgnanna og seinni partinn séu erfiðastir. 10. júlí 2021 19:52
Sjöfalt fleiri brottfarir erlendra farþega Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 42.600 í nýliðnum júnímánuði eða sjö sinnum fleiri en í júní 2020, þegar brottfarir voru um sex þúsund. 12. júlí 2021 15:45