Eitthvað virkilega neyðarlegt gerist: Hvað þá? Rakel Sveinsdóttir skrifar 21. júlí 2021 07:00 Það lenda allir í einhverjum neyðarlegum aðstæðum í vinnunni. Vísir/Getty Þetta getur gerst fyrir hið besta fólk. Reyndar hið klárasta fólk. Eða hæfasta fólkið. Já, enginn er undanskilinn því að stundum gerist eitthvað virkilega neyðarlegt í vinnunni. Einhver klaufaleg mistök. Eða við segjum eða gerum eitthvað sem vekur upp hlátur allra viðstaddra. Eða gefum jafnvel upp rangar upplýsingar og í framhaldinu fer af stað keðjuverkandi hrina mistaka. Jeminn eini, og hvað þá?! Í fyrsta lagi er ágætt fyrir okkur að hafa í huga að eitthvað neyðarlegt er eitthvað sem gerist stundum fyrir ALLA. Líka forstjórann. Verandi að vinna í fjörtíu klukkustundir á viku eða þar um bil, er það líka bara alveg eðlilegt. Því við erum mannleg og enginn er fullkominn. Málið snýst því ekki um það að lenda aldrei í neinu neyðarlegu, heldur frekar að bregðast rétt við því þegar eitthvað gerist í vinnunni sem okkur finnst virkilega neyðarlegt. Hér eru nokkur góð ráð. 1. Ekki reyna að koma þér undan því Gagnvart fólkinu í kringum þig og öllum aðstæðum, er það enn neyðarlegra í neyðarlegum aðstæðum ef viðkomandi aðili reynir að koma sér undan því að hafa sagt eitthvað eða gert mistök. Þannig að það fyrsta sem við þurfum að gera, er að játast því sem gerðist. Þótt okkur finnist það erfitt eða neyðarlegt. 2. Höldum ró okkar Jú, jú. Við roðnum. Jafnvel alveg niður í tær. Að roðna eru ósjálfráð viðbrögð og fólk roðnar mismikið og misáberandi. En þótt roðinn hlaupi fram í kinnar er mikilvægt að halda ró okkar. Ekki að fara í geðshræringu, sem getur gert allar aðstæður enn vandræðalegri. Og enn eftirminnilegri fyrir samstarfsfólk okkar eða viðskiptavini. Við erum líka líklegri til að bregðast rangt við ef við förum í mikið uppnám. Því þá getur kvíðinn tekið völd. 3. Afleiðingar og lausnir Stundum þurfum við líka að vera svolítið fljót að hugsa. Því kannski gerðist eitthvað mjög neyðarlegt sem gerir það að verkum að við þurfum að leiðrétta hlutina strax, laga eitthvað, bæta eitthvað eða leysa úr einhverju. Þegar eitthvað virkilega neyðarlegt gerist, er því betra að setja fókusinn á hverjar afleiðingarnar mögulega eru. Fyrir okkur, vinnustaðinn, vinnufélagana eða viðskiptavininn. Setjum orkuna í að bæta úr aðstæðum eins og hægt er. 4. Lærum strax Mistök eru til þess að læra af og það á svo sannarlega einnig við um allt það sem mögulega getur gerst hjá okkur í vinnunni og okkur finnst neyðarlegt. Þannig að hvað svo sem gerðist, stórt eða smátt: Hvað getum við lært af því? 5. Sleppum tökunum Auðvitað líður okkur samt illa. Finnum hnútinn í maganum og finnst þetta allt saman vandræðalegt. Jafnvel skömmumst okkar. En ef við bregðumst rétt og vel við, er enginn stór skaði skeður. Við getum borið höfuðið hátt og þurfum ekki að taka þetta neyðarlega atvik með okkur heim eða halda að allir „haldi nú þetta eða hitt“ um okkur. Hluti af því að bregðast rétt við, er líka það að sleppa tökunum þegar búið er að bæta úr því sem miður fór, ef svo bar undir. Oft er það þó svo að það sem okkur finnst virkilega neyðarlegt, er eitthvað sem öðrum finnst smávægilegt og jafnvel bara fyndið eitt augnablik. Er það svo alvarlegt? Góðu ráðin Tengdar fréttir „Ég hef ekki tíma“ „Ég hef ekki tíma.“ Við höfum öll hugsað þetta. Mörg okkar sagt þetta upphátt. Kapphlaupið, stressið og það hversu fljótt tíminn líður gerir það hreinlega að verkum að okkur tekst engan veginn að gera allt sem okkur langar til að gera. Eða þyrftum að gera. Hvað þá verkefni sem kalla á næði, sköpun, hugmyndarflug…. Hver hefur tíma í þann lúxus? 23. apríl 2021 07:01 Litlu skrímslaverkefnin sem við frestum Við eigum það öll til að fresta ýmsum litlum verkefnum. Jafnvel svo litlum, auðveldum og fljótlegum að það hvers vegna við ljúkum þeim ekki af, er oft hreinlega óskiljanlegt. Jafnvel okkur sjálfum. 21. apríl 2021 07:00 Góð ráð til að sporna við „ofhugsunum“ Að ofhugsa eða verja óendanlegum tíma í að greina hluti og kryfja þá er vandamál sem margir kannast við. Heilu dagarnir geta farið í þessar hugsanir, sem þó leiða oft ekki til neinna lausna. 31. mars 2021 07:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Jeminn eini, og hvað þá?! Í fyrsta lagi er ágætt fyrir okkur að hafa í huga að eitthvað neyðarlegt er eitthvað sem gerist stundum fyrir ALLA. Líka forstjórann. Verandi að vinna í fjörtíu klukkustundir á viku eða þar um bil, er það líka bara alveg eðlilegt. Því við erum mannleg og enginn er fullkominn. Málið snýst því ekki um það að lenda aldrei í neinu neyðarlegu, heldur frekar að bregðast rétt við því þegar eitthvað gerist í vinnunni sem okkur finnst virkilega neyðarlegt. Hér eru nokkur góð ráð. 1. Ekki reyna að koma þér undan því Gagnvart fólkinu í kringum þig og öllum aðstæðum, er það enn neyðarlegra í neyðarlegum aðstæðum ef viðkomandi aðili reynir að koma sér undan því að hafa sagt eitthvað eða gert mistök. Þannig að það fyrsta sem við þurfum að gera, er að játast því sem gerðist. Þótt okkur finnist það erfitt eða neyðarlegt. 2. Höldum ró okkar Jú, jú. Við roðnum. Jafnvel alveg niður í tær. Að roðna eru ósjálfráð viðbrögð og fólk roðnar mismikið og misáberandi. En þótt roðinn hlaupi fram í kinnar er mikilvægt að halda ró okkar. Ekki að fara í geðshræringu, sem getur gert allar aðstæður enn vandræðalegri. Og enn eftirminnilegri fyrir samstarfsfólk okkar eða viðskiptavini. Við erum líka líklegri til að bregðast rangt við ef við förum í mikið uppnám. Því þá getur kvíðinn tekið völd. 3. Afleiðingar og lausnir Stundum þurfum við líka að vera svolítið fljót að hugsa. Því kannski gerðist eitthvað mjög neyðarlegt sem gerir það að verkum að við þurfum að leiðrétta hlutina strax, laga eitthvað, bæta eitthvað eða leysa úr einhverju. Þegar eitthvað virkilega neyðarlegt gerist, er því betra að setja fókusinn á hverjar afleiðingarnar mögulega eru. Fyrir okkur, vinnustaðinn, vinnufélagana eða viðskiptavininn. Setjum orkuna í að bæta úr aðstæðum eins og hægt er. 4. Lærum strax Mistök eru til þess að læra af og það á svo sannarlega einnig við um allt það sem mögulega getur gerst hjá okkur í vinnunni og okkur finnst neyðarlegt. Þannig að hvað svo sem gerðist, stórt eða smátt: Hvað getum við lært af því? 5. Sleppum tökunum Auðvitað líður okkur samt illa. Finnum hnútinn í maganum og finnst þetta allt saman vandræðalegt. Jafnvel skömmumst okkar. En ef við bregðumst rétt og vel við, er enginn stór skaði skeður. Við getum borið höfuðið hátt og þurfum ekki að taka þetta neyðarlega atvik með okkur heim eða halda að allir „haldi nú þetta eða hitt“ um okkur. Hluti af því að bregðast rétt við, er líka það að sleppa tökunum þegar búið er að bæta úr því sem miður fór, ef svo bar undir. Oft er það þó svo að það sem okkur finnst virkilega neyðarlegt, er eitthvað sem öðrum finnst smávægilegt og jafnvel bara fyndið eitt augnablik. Er það svo alvarlegt?
Góðu ráðin Tengdar fréttir „Ég hef ekki tíma“ „Ég hef ekki tíma.“ Við höfum öll hugsað þetta. Mörg okkar sagt þetta upphátt. Kapphlaupið, stressið og það hversu fljótt tíminn líður gerir það hreinlega að verkum að okkur tekst engan veginn að gera allt sem okkur langar til að gera. Eða þyrftum að gera. Hvað þá verkefni sem kalla á næði, sköpun, hugmyndarflug…. Hver hefur tíma í þann lúxus? 23. apríl 2021 07:01 Litlu skrímslaverkefnin sem við frestum Við eigum það öll til að fresta ýmsum litlum verkefnum. Jafnvel svo litlum, auðveldum og fljótlegum að það hvers vegna við ljúkum þeim ekki af, er oft hreinlega óskiljanlegt. Jafnvel okkur sjálfum. 21. apríl 2021 07:00 Góð ráð til að sporna við „ofhugsunum“ Að ofhugsa eða verja óendanlegum tíma í að greina hluti og kryfja þá er vandamál sem margir kannast við. Heilu dagarnir geta farið í þessar hugsanir, sem þó leiða oft ekki til neinna lausna. 31. mars 2021 07:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Ég hef ekki tíma“ „Ég hef ekki tíma.“ Við höfum öll hugsað þetta. Mörg okkar sagt þetta upphátt. Kapphlaupið, stressið og það hversu fljótt tíminn líður gerir það hreinlega að verkum að okkur tekst engan veginn að gera allt sem okkur langar til að gera. Eða þyrftum að gera. Hvað þá verkefni sem kalla á næði, sköpun, hugmyndarflug…. Hver hefur tíma í þann lúxus? 23. apríl 2021 07:01
Litlu skrímslaverkefnin sem við frestum Við eigum það öll til að fresta ýmsum litlum verkefnum. Jafnvel svo litlum, auðveldum og fljótlegum að það hvers vegna við ljúkum þeim ekki af, er oft hreinlega óskiljanlegt. Jafnvel okkur sjálfum. 21. apríl 2021 07:00
Góð ráð til að sporna við „ofhugsunum“ Að ofhugsa eða verja óendanlegum tíma í að greina hluti og kryfja þá er vandamál sem margir kannast við. Heilu dagarnir geta farið í þessar hugsanir, sem þó leiða oft ekki til neinna lausna. 31. mars 2021 07:00