Kane klár í að mæta „tveimur stríðsmönnum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. júlí 2021 08:00 Chiellini ber mikla virðingu fyrir Harry Kane og sú virðing er gagnkvæm. Andrea Staccioli /Insidefoto/LightRocket via Getty Images Giorgio Chiellini, varnarmaður ítalska landsliðsins, og Harry Kane, framherji enska landsliðsins, hlakka báðir til þess að mæta hvorum öðrum í úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta í kvöld. Báðir voru í viðtali við UEFA.com í aðdraganda leiksins sem fram undan er. Báðir bera þeir mikla virðingu hvor fyrir öðrum. „Þetta verður erfitt, mjög erfitt. Mér hefur alltaf líkað vel við Harry Kane. Ég man enn einn af hans fyrstu leikjum fyrir England, þegar við spiluðum á móti þeim í Tórínó. Jafnvel þá heillaði hann mig mjög,“ segir Chiellini. „Hann veit hvernig á að koma djúpt og gefa sendingar í gegnum vörnina á liðsfélaga. Hann getur einnig skorað með hausnum og af bæði stuttu og löngu færi.“ bætir sá ítalski við. Chiellini verður í miðverði Ítala ásamt Leonardo Bonucci, en þeir hafa myndað gríðarsterkt par á mótinu, líkt og þeir hafa gert um árabil með félagsliði sínu Juventus. Kane býst við miklum bardaga við þá félaga í kvöld. „Fyrst og fremst eru þeir frábærir varnarmenn. Þeir lesa leikinn mjög vel og vita hvar þeir eiga að staðsetja sig. Svo, auðvitað, eru þeir tveir stríðsmenn. Svo ég býst við hörkubaráttu. En þú spilar fótbolta fyrir það,“ segir Kane og bætir við; „Sem framherji, viljir þú vera bestur, þarftu að spila gegn þeim bestu, og það er klárlega tilfellið á sunnudaginn,“ Úrslitaleikur Ítalíu og Englands hefst klukkan 19:00 á Wembley í Lundúnum annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 EM og Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leik hefst klukkan 18:10. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hlakkar til að styðja liðsfélagana til sigurs á Wembley Leonardo Spinazzola, leikmaður Roma og ítalska landsliðsins í fótbolta, átti frábært Evrópumót með ítalska liðinu áður en hann meiddist illa í 8-liða úrslitum gegn Belgum. Hann kveðst spenntur fyrir úrslitaleik mótsins milli Englands og Ítalíu á morgun. 10. júlí 2021 18:45 Sagan ekki með Englendingum Það verður seint sagt að sagan sé Englendingum hliðholl fyrir úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í kvöld. England hefur skotið sögunni ref fyrir rass til þessa á mótinu og þurfa að gera það enn eina ferðina í úrslitaleiknum gegn Ítalíu í kvöld. 11. júlí 2021 09:00 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Báðir voru í viðtali við UEFA.com í aðdraganda leiksins sem fram undan er. Báðir bera þeir mikla virðingu hvor fyrir öðrum. „Þetta verður erfitt, mjög erfitt. Mér hefur alltaf líkað vel við Harry Kane. Ég man enn einn af hans fyrstu leikjum fyrir England, þegar við spiluðum á móti þeim í Tórínó. Jafnvel þá heillaði hann mig mjög,“ segir Chiellini. „Hann veit hvernig á að koma djúpt og gefa sendingar í gegnum vörnina á liðsfélaga. Hann getur einnig skorað með hausnum og af bæði stuttu og löngu færi.“ bætir sá ítalski við. Chiellini verður í miðverði Ítala ásamt Leonardo Bonucci, en þeir hafa myndað gríðarsterkt par á mótinu, líkt og þeir hafa gert um árabil með félagsliði sínu Juventus. Kane býst við miklum bardaga við þá félaga í kvöld. „Fyrst og fremst eru þeir frábærir varnarmenn. Þeir lesa leikinn mjög vel og vita hvar þeir eiga að staðsetja sig. Svo, auðvitað, eru þeir tveir stríðsmenn. Svo ég býst við hörkubaráttu. En þú spilar fótbolta fyrir það,“ segir Kane og bætir við; „Sem framherji, viljir þú vera bestur, þarftu að spila gegn þeim bestu, og það er klárlega tilfellið á sunnudaginn,“ Úrslitaleikur Ítalíu og Englands hefst klukkan 19:00 á Wembley í Lundúnum annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 EM og Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leik hefst klukkan 18:10. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hlakkar til að styðja liðsfélagana til sigurs á Wembley Leonardo Spinazzola, leikmaður Roma og ítalska landsliðsins í fótbolta, átti frábært Evrópumót með ítalska liðinu áður en hann meiddist illa í 8-liða úrslitum gegn Belgum. Hann kveðst spenntur fyrir úrslitaleik mótsins milli Englands og Ítalíu á morgun. 10. júlí 2021 18:45 Sagan ekki með Englendingum Það verður seint sagt að sagan sé Englendingum hliðholl fyrir úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í kvöld. England hefur skotið sögunni ref fyrir rass til þessa á mótinu og þurfa að gera það enn eina ferðina í úrslitaleiknum gegn Ítalíu í kvöld. 11. júlí 2021 09:00 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Hlakkar til að styðja liðsfélagana til sigurs á Wembley Leonardo Spinazzola, leikmaður Roma og ítalska landsliðsins í fótbolta, átti frábært Evrópumót með ítalska liðinu áður en hann meiddist illa í 8-liða úrslitum gegn Belgum. Hann kveðst spenntur fyrir úrslitaleik mótsins milli Englands og Ítalíu á morgun. 10. júlí 2021 18:45
Sagan ekki með Englendingum Það verður seint sagt að sagan sé Englendingum hliðholl fyrir úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í kvöld. England hefur skotið sögunni ref fyrir rass til þessa á mótinu og þurfa að gera það enn eina ferðina í úrslitaleiknum gegn Ítalíu í kvöld. 11. júlí 2021 09:00